Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Þvoglumælt þjóð „Mér finnst að líkja mætti líðan þjóðarinnar á ári númer 2001 við mann sem er að vakna timbraður að morgni dags. Hann er þurr í munnin- um, örlítið þvoglu- mæltur en tilbúinn að takast á við nýj- an dag,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sjónvarpsmaður. „í upphafi árs voru menn ennþá i vímu eyðslu og hinna góðu ára en sáu fram á að nú var ekki til salt í grautinn. Undir hádegi á ár- inu voru menn famir að rífast um það hvort kreppan væri komin eða hvort allt væri í himnalagi. Sumir jafnvel það bjartsýnir í rigningunni að þeir settu upp sólgleraugu. Eftir að hafa barist týrir jafnrétti bræðralagsins og kynjanna í nokkra áratugi var allt í einu kominn tími tO að opna súlustaði á íslandi og gleyma helst öllu sem við börðumst fyrir í gærkvöldi. Svona er ísland í dag. Gleðilegt sumar.“ Afturhvarf „Árið 2001 var afturhvarf tii einfald- leikans. Hörmungaratburðir breyttu öll- um viðmiðum. Það sem þótti flott fór úr tísku. Skýjaborginar hrundu. Við stöldruðum við - og athuguðum stöðuna. Sem ekki þarf að vera sem verst,“ seg- ir Brynhildur Guð- jónsdóttir leikkona. „Á árinu varð i tísku að vera íslendingur. Velgengni Bjarkar, Svölu Björgvinsdóttur og Sigur Rósar gerði þjóðina á norðurhjaranum að ein- hverju sem hinni alþjóölegu séð-og- heyrt pressu þótti áhugavert. íslending- ar em að meika það. Af æðisköstum þjóðarinnar ber líklega hæst að nú stunda allir heilsurækt og drekka orku- drykki. Siðan Qarar þetta æði út. Brátt tekur næsta æði við - og ekki kæmi mér á óvart þótt það tengdist einhvers konar nýaldarhyggju.“ Gullkálfsdans „Sú spurning sem margir hljóta að spyrja sig eftir árið er hvort góðærið hafi ekki aðeins verið tálsýn. Hvort dansinn í kringum gulikálfinn hafi ekki verið of fjörleg- ur,“ segir sr. Sig- urður Rúnar Ragn- arsson, sóknarprest- ur i Neskaupstað. „Hryðjuverkin í september verða til þess að fólk lærir að meta ýmsa hluti upp á nýtt. Við erum komin að tíma endurmats. Samtal trúarhópa og ann- arra sem ólíkir teljast er nauðsynlegt. Sömuleiðis verðum við að endurskoða ýmsar reglur og gildi sem við höfum farið eftir. Þrengingar í efnahagslifmu leiða til slíks hins sama. Við þurfum líka að velta fyrir okkur hvort það frjálsræði sem hér hefur rikt á mörg- um sviðum hefur verið þjóðinni gott og heilbrigt. Inn í næsta ár skulum við stefna með þetta að leiðarljósi." Sigurður Rúnar Ragnarsson. Brynhildur Guöjónsdóttir. Jón Ársæll Þóröarson. Tíðarandinn á árinu 2001: Dellur og dægurflugur Sumarið 2001 var tími ferðalaga innanlands. Á vormánuðum fór gengi íslensku krónunnar gagnvart helstu erlendum gjaldmiðlum að síga ört niður á við, þannig að verð- lag hér heima snarhækkaði. Utan- landsferðir voru þar engin undan- tekning. í stað þess að flatmaga á sólarströndum erlendis fóru íslend- ingar því að ferðast um eigið land. Helgarferðir út á land slógu í gegn. Höfuðborgarbúar sóttu mikið aust- ur fyrir fjall, upp i Borgarfjörð eða norður á Akureyri. Þangað er raun- ar ekki orðinn nema fjögurra tima akstur úr Reykjavík. Og hverju munar þá úr því maður er kominn norður að fara hringinn í kringum landið? „Ertu búinn að fara hring- inn?“ var vinsælasta spurning sum- arsins 1974, það er eftir að hringveg- urinn var opnaður. Segja má að þessi spuming hafi gengið í endur- nýjun lífdaga í ár. Ölvun á Eldborg og allir í tjaldi Það er komið úr móð að fara í tjaldútilegur. Við lifum á timum fellihýsa. í frétt DV síðsumars var vitnað til Samtaka ferðaþjónustunn- ar sem sögðu að greinilega ættu sér stað .. breytingar á ferðamynstri Islendinga, frá hótelum og gisti- heimilum yfir i tjaldvagna og felli- hýsi,“ eins og það var orðað. Islend- ingar eiga nú nær 6000 slika íveru- staði - fellihýsin eru um 3.000. Felli- hýsasalar ætla að alls hafi selst um 600 fellihýsi og tjaldvagnar í sumar. Það verði einnig sífellt algengara að fólk vilji fellihýsi með aukabúnaði, eins og fortjaldi, isskáp og eldavél. Slikur gripur kostar ekki mikið undir milljóninni. Siguröur Bogi Sævarsson blaöamaöur Unga kynslóðin, sem þetta sumar- ið elskaði skærlituð sólgleraugu, hópaðist um verslunarmannahelg- ina á útihátíðina á Eldborg. Svo þúsundum skipti veltust ungling- arnir þar, margir ölvaðir, og allir í tjaldi. Þetta er fólkið sem ekki er komið á fellihýsaaldurinn. Stóri punkturinn er sá að æska ársins 2001 sækir útihátíöir af fullum krafti, rétt eins og ungt fólk gerði fyrir tíu, tuttugu og jafnvel þrjátíu árum. Fátt er nýtt undir sólinni. Á útihátíðum jafnt sem öðru. Galdrar og grjótmoksturs- rokk Rammgöldróttur Bæöi bækurnar um Harry Potter og eins kvikmyndin slógu í gegn. Kannski eru veröldin og hvunndagur- inn oröin þannig að við þráum aö upplifa galdra. Tímarnir eru undarlegir og fólk þráir dularfulla aburði. Ein skýrasta birtingarmynd þess eru hinar miklu vinsældir sem bækurn- ar um hinn rammgöldrótta Harry Potter njóta og kvikmyndin sömu- leiðis. Kannski eru veröldin og hvunndagurinn orðin þannig að við þráum að upplifa galdra; eitthvað yfirnáttúrlegt. Fáum dögum fyrir jól bjóst Snæbjörn Arngrímsson, for- leggjari í Bjarti, við að selja átján þúsund eintök af fjórðu bókinni. I fagurbókmenntum gerðu sögur þeirra Hallgríms Helgasonar og Ólafs Jóhannssonar hvað mesta lukku. Sagnfræðirit stóðu líka fyrir sínu, fólk fræðist um fortíðina og sækir þangað fróðleik og visku. Kannski vegna þess að nútiminn sé svo óbærilegur. I tónlistinni var það smellurinn um Birtu sem greip hugi og hjörtu þjóðarinnar á útmánuðum. Lagið var framlag Islands í Eurovision- keppninni þar sem það var sungið á ensku og hét Engel. I Köben náði ís- lenski englasöngurinn hins vegar engu flugi og lenti í 22. sæti. Um mitt sumar mætti hingað til lands grjótmokstursrokkarararnir í þýsku sveitinni Ramstein. I tvígang fylltu þeir Laugardalshöllina og sama gerðu Kúpverjarnir í Buena Vista Social Club. Hinir öldruðu liðsmenn sveitarinnar léku suð- ræna sveiflutónlist svo undir tók í Höllinni. Lukkulegir í Limalind I leikhúsunum voru það ekki síst Píkusögurnar i Borgarleikhúsinu sem gerðu lukku og vöktu umtal. Það sem gerist neðan nafla er ekki síst það sem er til þess falllið að vekja áhuga og umtal íslensku þjóð- arinnar. Til vitnis um það eru kaffi- stofuumræður og brandarasending- ar á Netinu á milli fólks um að Smáralind í Kópavogi væri eins og limur í laginu. Limalind var hún kölluð, þessi verslunarmiðstöð sem sagan segir að ekki nokkur maður komi í og þar sé ekkert verslað. I miöri jólavertíðinni komu stjórn- endur hennar lukkulegir fram í fjöl- miölum og sögðu allt þar í góðu gengi og margir kaupmenn græddu hreinlega á tá og flngri. Lögð var líkn með þraut. En það voru ekki allir svo heppn- ir. íslenski verðbréfamarkaðurinn hélt i flestum tilvikum áfram að dala og gengisvísitölur að síga. Margir höfðu ætlað sér að hagnast einhver lifandis ósköp á hlutabréfa- kaupum og slegið lán fyrir þeim. Ætluðu sér í gullgröft en enduðu í skítmokstri. Ekki urðu hremming- arnar í Bandaríkjunum í september til þess að snúa þessari þróun við, heldur þvert á móti. Menn ársins En íslendingar höfðu svo sem ekki stöðugan verk í hagfætinum árið allt. Bræðurnir í Bakkavör unnu stóra sigra og voru kjörnir menn ársins í viðskiptalífinu. Fleiri gerðu það gott og urðu til þess að hleypa þjóðarsálinni kapp 1 kinn. Hið sama gerðu vopnahléssamning- ar atvinnurekenda og launþega á jólafóstunni en þeir kváðu á um heilbrigðara efnahagslíf. I skaut alda sígur samdráttarár, tímabil þegar Islendingar hafa stungið höfðinu í sandinn og vænst þess að hlutirnir myndu reddast. Sem sjálfsagt gerist. Dægurflugurn- ar suða, dellumálin ganga áfram og áfram er deilt um einstaka mál. I mörgum tilvikum þau sömu og í fyrra, hittifyrra og árið þar áður. Lífið snýst í hringi. Því getur þjóðin svarað því játandi að hún hafi farið hringinn, rétt eins og svo margir ferðaglaðir fellihýsaeigendur gerðu á annars sólarlitlu sumri. Bræðurnir í Bakkavör Samdráttarár sígur í skaut alda. Bræðurnir í Bakkavör uröu til þess aö blása mörgum kapp í kinn, svo sem þeim sem höfðu slegiö sér lán fyrir hiutabréfakaupum og ætluðu í gullgröft en enduðu í skítmokstri. Eurovision og Eldborg - hin undarlegu mál: Heim með gullið „Bjartsýni í efnahagsmálum, bíla- kaup og yfirgengileg efnishyggja þóttu mér einkenna þjóðarsálina fram af ári. Síðan hefur fólk sveiflast þvert yfir á hinn kantinn og virðast ætla að koma niður af himnunum eins og brunnið rak- ettuprik," segir Frið- björg Hallgrímsdótt- ir, starfsmaður i Sundlaug Akureyr- ar. „Dellur og uppá- tæki einkenna þessa þjóð. Það nýjasta eru DVD-spilarar sem ég efa ekki að veiti fólki griðarlega hamingju og unað. íslendingár eru uppátækjasamt dellufólk sem er hið besta mál. Mál málanna eru í mínum huga hryðju- verkaárásir á Bandaríkin og stríðs- rekstur í kjölfarið. Á innlendum vett- vangi held ég að Ámi Johnsen hljóti að fara heim með gullið." Frlðbjörg Hallgrímsdóttir. Straumarnir heitir og „Á árinu hef ég mætt bæði vel- vild og eins hinu gagnstæða. Straumarnir hafa verið bæði heit- ir og kaldir - rétt eins og landið í þjóðfélaginu liggur í dag. Þjóðin veit ekki hvort hún er að koma eða fara. Skilaboðin eru mis- vísandi. Annað hvort er kreppa eða góðæri. I morgunfréttunum á leiö í vinnuna er sagt frá aösteðj- andi kreppu en á heimleiðinni er Davíð í útvarpinu og blæs hana af,“ segir Einar Bárðarson. Hann er maðurinn sem ef til vill ýtti hvað hressilegast við fólkinu í landinu í hinum undarlegustu málum, svo hár þess nánast risu. Bæði var hann höfundur Eurovision-lagsins Birtu sem hét Angel i keppninni í Köben. Þar flaug lagið rétt yfir þúfnakollun- um þó það heföi farið í hæstu hæð- ir í keppninni hér heima. Um verslunar- mannahelgina stóð Einar svo að útihátíðinni Eldborg á Kald- ármelum sem varð umdeild. „Þó ekki sé langt um liðið frá þessari Dan- merkurferö þá lít ég samt stolt- ur til baka. Það er nauðsynlegt að hafa húmor og geta litið á björtu hliðarn- ar, þrátt fyrir misjafnt gengi. Eurovision var Einar Bárðarson Þjóöin veit ekki hvort hún er aö koma eöa fara. Skitaboöin eru misvísandi. Annaö hvort er kreppa eða góöæri. skemmtilegt ævintýri og kostulegt á köfl- um. Gleðilegast er að engum fataðist flugið á sínum pólitíska ferli og Sam- fylkingin hefur enn ekki skipt út fulltrúum sínum í út- varpsráði," seg- ir Einar og hlær. Um Eld- borgarhátiðina segir Einar að ætlun sín og annarra hafi verið að efna til skemmtilegrar útihátíðar sem kaldir því miður hafi að hluta til farið úr böndum vegna brotalama í gæslu. I framhaldinu hafi svo hávaðasam- ir gagnrýnendur stigið á stokk og fundið hátíðinni allt til foráttu. Meira að segja meintum hagnaði af henni. Einar kveðst sakna þess að gagnrýni á Eldborgarhátíðina hafi ekki skilað sér í því að fram hafi komið skýrari og betri reglur um framkvæmd útihátíða þannig að svipaðir atburðir endurtaki sig síður. Þá megi foreldrar ekki loka augunum og kaupa sér friðþæg- ingu með því að segja að unglinga- drykkja og annað ósæmilegt sé há- tíðarhöldurum að kenna. Ef fólk vilji betri heim verði að byrja í eigin ranni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.