Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað iOV Þvottabjörn ársins Þvottabjörn ársins er án efa Björn Bjarnason menntamálaráð- herra sem vill eins og þvotta- björninn hafa röð og reglu í kring- um sig og fellur aldrei verk úr hendi. Þegar aurinn slettist í allar áttir í máli Árna Johnsens þvoði Bjöm og þvoði og tókst að halda sér og sínu ráðuneyti og Þjóðleikhúsinu tandurhreinu. Hamstur ársins Hamstur árs- | ins er Árni John- I sen. Hamsturinn er sífellt að draga M að sér og safna forða til hörðu I áranna og er W síötult kvikindi. ' k jj Hann hirti lítt um lög og reglur en nú eru hörðu árin runnin upp en hann neyddist til að skila forðanum. Bifur ársins Bifur ársins er Kári Stefánsson. Þetta ameríska einkennisdýr skóganna veldur oft uppnámi þeg- ar það færir hí- býli sín. Það kemur róti á líf- ríkið, stíflar ár og breytir rennsli. Þess vegna varð uppi fótur og fit þegar Kári vildi byggja sér hús í Skerjafirði og var þegar komið í veg fyrir það. Sauðkíndur ársins Sauðkindin er afskaplega leiði- töm skepna og þæg. Sauðkindur árs- ins eru allir þeir fjölmörgu sem keyptu sér miða á Rammstein og Buena Vista Social Club og gáfu Höll minninganna eftir Ólaf Jó- hann, eða Höfund Islands eftir Hall- grím í jólagjöf. Þeir völdu ekki sín- ar eigin leiðir heldur fetuðu á eftir næstu kind. Stóðhestur ársins Stóðhestur ársins er Guðlaugur Þór Þórðarson en hin ættbókar- Dýraríkið ísland árið 2001 - áriö gert upp í eiginleikum dýrategunda Maðurinn er eitt af dýrunum og þótt dýrin séu ekki öll mannvinir þá segjast menn- irnir yfirleitt vera dýravinir. Maðurinn er eina dýrið sem heldur gæludýr og það má með sanni segja að hver dregur dám af sínum gœludýrum og það er stundum sagt að hver velji sér það gœludýr sem hann er líkastur. Það er vegna þess að við höfum eign- að dýrunum mannlega eiginleika án þess að hafa í rauninni hugmynd um hvort þau standa undir því. Við höfum ákveðið að höfrungar séu gáfaðir, hundar tryggir, hýenur slóttugar og svo framvegis án þess að hafa neitt fyrir okkur. En hvernig væri nú við áramót að líta um öxl yfir árið og setja upp dýragleraugun og vita hvað við sjáum? færða Ágústa Johnson mun vera tveimum börnum aukin eftir að hafa ver- ið í hólfi með Guðlaugi í nokk- ur misseri. Við höfum fylgst með tilurð og með- göngu barnanna í lit og opinskáum viðtölum frá upphafi og verður ef- laust svo áfram. Kálmaurar ársins Kálmaurar ársins eru Pálmi Har- aldsson, Gunnar Þór Gíslason og Matthías H. Guðmundsson, forsvars- menn dreifmgarfyrirtækja á kál- og gulrófumarkaði. Þeir rottuðu sig sam- an í grænmetisbeðum í Öskjuhlíðinni og nöguðu göt á verðskyn islenskra neytenda og skemmdu alla verðmynd- un á markaðnum með samráði og læ- vísi. Samkeppnisstofnun reyndi að eitra fyrir þeim en það er ekki víst að það hafi tekist. Barrotta ársins Rotta ársins er Ingvar Þórðarson sem árum saman stóð i stafni Kaffibarsins og stýrði henni um flúðir og fossa bjórs og brenni- víns. Þegar fleyt- an tók að leka forðaði hann sér úr landi og skildi útgerðarmanninn Baltasar Kormák eftir með hálf- sokkið skip og skuldir. Kanína ársins Kanina ársins er Inga Jóna Þórðardóttir. Hún er alltaf að naga sömu gul- rótina sem eru fjármál Reykja- víkurborgar, kanína er í meg- inatriðum huglaus og maður tekur fyrst eftir tönnunum. Kanínur naga af þvi það er eðli þeirra og þær naga stundum í sundur sitt eigið búr. Geirfugl ársins Geirfuglsungar ársins eru Hlyn- ur og Jón Þór Vigfússynir frá Berjanesi. Allir héldu að íslensk- ir nasistar væru útdauðir eins og geirfuglinn en svo fundust tveir ungar lítt fiðraðir húkandi á skeri undir Eyjafjöllum. Þessi fundur vakti mikla athygli sem vonlegt er en öfugt við geirfuglinn vona flestir að ekki finnist fleiri. Læmingjar ársins Læmingjar ársins eru eigendur Leikfélags ís- lands, Magnús Geir Þórðarson, Hallur Helgason, Sigurður Sigur- jónsson, Jóhann Sigurðarson og Örn Árnason. Þeir vissu að stofninn sem þeir tilheyrðu var orðinn of stór en rétt eins og læmingjarnir ákváðu þeir að fækka í hópi leikhúseigenda og gengu sjálfir fram af hamrinum og hættu að sýna leikrit og biða nú eft- ir því að borgin hirði húsið við Tjörnina þar sem þeir áttu heima. Nykur ársins Goði Jóhann, kaupmaður í Costgo, er tví- mælalaust nykur ársins. Við fyrstu sýn virtist hann vera eðlilegur hestur en hófam- ir reyndust snúa öfugt og þeir neyt- endur sem í andvaraleysi settust á bak honum voru dregnir á kaf í tjörnina og komu aldrei upp aftur. Svarta ekkja ársins Svarta ekkjan er eitruð könguló sem laðar til sín fórnarlömb af gagnstæðu kyni og mergsýgur þau. Það sama gerði Þórunn Að- alsteinsdóttir sem laðaði að sér aldraða karlmenn og saug í sig bankainnistæður þeirra svo nam mörgum milljónum. Vefurinn er ennþá uppi en köngulóin fékk dóm. Eldfluga ársins Eldflugur eru sjaldséð kvikindi en ein þeirra er Baltasar Kor- mákur, leikari og leikstjóri, sem ásamt aðstoðar- mönnum sínum lýsti upp Nes- kaupstað með fögru skini sínu eina kvöldstund fyrir skömmu. íbúarnir fengu of- birtu í augun en frystihúsið er brunnið og tryggingafélagið er að athuga málin. Leöurskjaldbaka ársins Leðurskjald- baka ársins er Vigdís Finnboga- dóttir. Hún á ým- islegt sameigin- legt með leður- skjaldbökunni sem hangir eins og iila gerður hlutur í lofti Náttúrugripasafnsins eftir að hafa fundist á reki norður í Steingríms- firði. Báðar eru uppstoppaðar og hafðar til sýnis fyrir almenning. Hundur ársins Hundur ársins er Árni Þór Vig- fússon. Hann skreið á magan- um og flaðraði upp um hús- bónda sinn, áhorfandann og hætti ekki fyrr en hann hafði betlað góðan bita sem saddi sárasta hungrið. Hann gæti þurft að endurtaka leikinn fljótlega því það er lítið í dallinum hans. Sögulegt samhengi kynlífsleikfanga Fyrir allmörgum árum barst beiöni til min frá fullorðinni ekkju í austurbænum. Hún vildi endilega fá að hitta mig undir fjögur augu. Vegna veikinda treysti hún sér ekki úr húsi svo hún spurði hvort ég gæti sótt hana heim. Þessi heimavitjun er mér minnisstæð þegar ég velti fyrir mér sögulegu gildi hluta sem fólk, I aldanna rás, hefur notað til að eiga með sér hlý- legar stundir. Bjúgu eru góð En hvað kemur erindi frúarinnar sögulegu samhengi kynlifsleikfanga við? Hér kemur svarið. Jú, reynsla ekkjunnar var nefnilega ákveðin vísbending um að fólk hafi frá örófi alda ætíð reddað sér hvað greddu- leikföng varðar eða hjálpartæki ást- arlífsins, svo ég noti nú finni orð. Hér sannast hið fomkveðna að heil- inn er tvímælalaust stærsta kynfær- ið. Hugmyndaflugið á sér engin tak- mörk. Frúin notaði nefnilega bjúga, já íslenskt bjúga, sem gerfilim til að fróa sér þegar henni hugnaðist að elskast með sjálfri sér. Ekkjunni langaði að ræða við mig um ýmis- legt því tengdu og biðja mig um að útvega sér limgervi úr öðru efni. Við áttum þarna gott spjall drykk- langa stund. Ég útvegaði henni síð- an endingarbetri gervilim og hún hætti að kaupa íslensk bjúgu (nema þá í matinn með uppstúf og tilheyr- andi). Vistvæn leikföng Gredduleikfóng eru ekki ný af nálinni. Það kæmi mér ekki á óvart ef fornleifafræðingum tækist að finna leifar slíkra hluta og uppgötva að minjarnar væru þó nokkuð eldri en landnámsstæði Ingólfs. Tekist hefur að finna fyrstu skráðu heim- ildirnar um gervilim eða limgervi meðal Grikkja til forna. Þar seldu kaupmenn gervilimi úr tré (olisbos trénu) sem þeir kölluðu olisbos en gripurinn var lika búinn til úr leðri eða steini. Olisbos var ekki vara sem eingöngu piparmeyjar keyptu heldur vildu bæði konur og karlar kaupa þessa vöru. Margar gersemar hafa borist úr menningararfleifð ítala. Á endurreisnartímabilinu fékk olisbos heitið diletto, á ítalskri tungu, sem þýðir yndisauki. Diletto varð siðan á engilsaxnesku dildo sem við köllum gervilim á íslensku. Dilettóar voru víst ekkert sérlega þægilegir notkunar, þrátt fyrir að óspart var notað af ólífuolíu sem sleipiefni! Kostir vöðvabólgu í lok nítjándu aldar var titrarinn eða víbratorinn þróaður sem með- ferðartæki við taugaveiklunarein- kennum (hysteríu) hefðarkvenna en sú geðveila var talin eiga upptök í leginu (hystera=leg). Það var af og frá að titrarinn ætti að fullnægja konum kynferðislega heldur var honum beitt á sköp kvenna til að lækna þær af áðurnefndri geðveilu. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir skrifar um kynlíf fyrir DV og Spegilinn Það er afskaplega áhugaverð sögu- fræðistúdía hvernig þetta lækninga- tæki þróaðist síðan yfir í að verða eitt helsta hjálpartæki fyrir konur til að ná fuúnægingu. Stór liður í þeirri þróun varð þegar var farið að markaðssetja titrara sem „nudd- tæki“. Þá fóru konur að kaupa nuddtækin unnvörpum undir því yfirskini að vöðvabólgan í öxlunum væri orðin svo slæm. Svo gerðist það að konur uppgötvuðu nýja notk- unarmöguleika nuddtækisins, neð- ar og neðar á líkamanum ... Sofandi neytendur Eitt er víst, gredduleikföng eru komim til að vera. Ég spái því að gæðin eigi eftir að verða betri og fræðsla um öll þessi tól og tæki að margfaldast. Þær vörur sem al- menningi er boðið upp á hérlendis eru mismunandi að verði og gæð- um. Eins og er finnast mér neytend- ur vera hálfsofandi i þessum efnum. Alla vega lætur þrýstihópur um betri og ódýrari gredduleikföng ekki mikið í sér heyra og Neytenda- samtökin hafa aldrei, að mér vit- andi, kannað hag neytenda i þess- um efnum (hvað þá Samkeppnis- stofnun!).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.