Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 - Helgarblað DV > Styrkur „Sjóslysiö þegar Svanborgin fórst þann 7. desember heggur svo nærri okkur að einhvern veginn fellur allt S-| annað í algjöran || skugga. Maður * finnur fyrir svo R miklum vanmætti í | svona aðstæðum en I á sama tíma líka ■ ótrúlegum styrk og I samhug meðal S fólksins. Þetta eru Oskar H. andstæður þar sem Oskarsson. fólk sýnir samstöðu þegar algjört vonleysi ríkir. Styrkur fólksins hér og samhugur þjóðarinnar hefur verið einstakur," segir sr. Ósk- ar Hafsteinn Óskarsson, prestur í Ólafsvík. „Eitt af því gleðilega sem Ólafsvík- ingar munu minnast frá árinu er mik- il fjölgun barna í bænum. Hér fæddust 30 börn á árinu sem eru töluvert fleiri en árið á undan. Það gleður okkur svo sannarlega." Skilar árangri „Óvenjutíð dauðaslys setja ljótan blett á þetta ár. Við höfum í seinni tið verið blessunarlega laus við dauða- slys í borginni en nú bregður svo við að þeim fjölgar. Hins vegar er já- kvætt að almennt hefur umferðarslys- um fækkað í Reykjavík miðað við bílafjöldann sem eykst með hverju árinu. Átak lögreglunnar í umferðarmálum er að mínu mati að skila árangri," segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. „Árið sem er að líða var erfltt hvað varðar mannafla lögreglunnar. Við þurfum að efla löggæsluna enn frekar og stefnum ótrauðir á að fjölga lög- reglumönnum á næsta ári,“ segir Geir Jón Þórisson. Mannmörg slys Geir Jón Þórisson. „Þegar nýtt ár hefst er nánast hægt að ganga út frá því sem vísu að yfir tuttugu manns eigi eftir að deyja í umferðarslysum og hundruðir slasast alvarlega, ef tekið er mið af meðaltals- tölum undanfar- inna ára. Árið sem er að líða er því miður engin undan- tekning frá þeirri sorglegu stað- reynd,“ segir Ragn- heiður Daviðsdóttir, forvarnarfulltrúi j-VÍS. „Það sem einkennir þetta ár er hversu mannmörg umferðarslysin eru að verða. Umferðarslys, þar sem öðr- um bilnum er ekið yfir á rangan veg- arhelming, kallar á áleitnar spurning- ar um hvort ökumenn eru að sofna undir stýri eða tala í farsíma en í báð- um tilfellum er erfitt að færa sönnur á að slíkt hafi gerst. Það vekur líka ugg hversu hátt hlutfall ungs fólks er í þessum hildarleik en reynslan sýnir að þriðjungur fórnarlamba umferðar- slysanna er fólk sem er yngra en 25 ára.“ Ragnheiöur Davíösdóttir. Slysamánuöur „Þetta ár var að mörgu leyti svipað fyrri árum hvað útköll varðar. Fjöldi útkalla var á bilinu 120 til 150 sem er svipað og árin á undan. Það sem helst stendur upp úr er júlímánuður sem var sérstaklega slysamikill. Einnig erum við farnir að sinna æ fleiri út- köllum vegna ferða- manna, einkum á hálendinu, og fór- um allt upp í fimm útköll á einum og ^ sama sólarhring," segir Benóný Ás- w grímsson, yfirflugstjóri hjá Landhelg- isgæslunni. „Sjóslysin þegar Ófeigur og Svan- borgin fórust fyrr i þessum mánuði standa upp úr enda alvarlegustu sjó- slys ársins. Einnig aðstoðuðum við í fjölda alvarlegra umferðarslysa á ár- inu,“ segir Benóný Ásgrímsson. Benóný Ásgrímsson. Dauðaslysum í umferðinni fækkaði frá síðasta ári: Björgunin við Glym mesta þrekraun ársins Árið sem er að líða var því miður ekki slysalaust ár. Það er álit þeirra sem þekkja til björgunarmála að árið í heild hafi verið mikið „útkallsár" og sjaldan eða aldrei hafi verið meira að gera hjá björgunarsveitum lands- ins. Umferðarslys voru alltof mörg og á árinu létu 24 lífið í umferðinni og gera má ráð fyrir að um 200 manns hafl slasast alvarlega. Dauðaslysum fjölgaði í Reykjavík en á sama tíma fækkaði umferðarslysum í borginni almennt. Náttúruöflin reyndust sjómönnum óblíð undir lok ársins og fórust Qórir sjómenn í tveimur hörmulegum sjó- slysum fyrr í þessum mánuði. Fyrra slysið varð þegar Ófeigur VE-325 fórst þann 5. desember út af Kötlutöngum, um 40 sjómílur austur af Vestmannaeyjum. Níu menn voru í áhöfn skipsins og tókst átta þeirra að komast um borð í björgunarbát og var þeim siðan bjargað um borð í skipið Danska Pétur. Níundi maður- inn mun ekki hafa komist í flotbún- ing áður en hann lenti í sjónum. Um- fangsmikil leit að skipverjanum hófst þegar í stað, þar sem skip, þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar, auk fjölda björgunarsveitarmanna, unnu saman. Skipverjans er enn saknað. Aðeins tveimur sólarhringum síð- ar strandaði Svanborg SH, 30 tonna bátur úr Ólafsvík, við Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Fjórir menn voru í áhöfn Svanborgarinnar og týndu þrír þeirra lífi í slysinu. Aftakaveður var á slysstaö og lögðu björgunarsveitar- menn sig í mikla hættu þegar þeir reyndu aö komast á slysstað. Allar aðstæður til björgunar voru mjög erf- iðar og foráttubrim hamlaði nær- stöddum skipum og bátum að koma til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-Sif, bilaði þegar hún átti skammt ófarið að Öndverðarnesi. Þyrlur varnarliðsins og TF-Sif komu síðar á vettvang og hófu björgunarað- gerðir. Áhöfn þyrlu varnarliðsins sýndi mikið hugrekki þegar einn hennar manna lét sig síga niður að skipsflakinu og tókst að bjarga ein- um skipverjanum en þá voru liðnar rúmar þrjár stundir síðan báturinn strandaði. Um eitt hundrað björgun- arsveitarmenn, auk þyrlusveita Landhelgisgæslu og varnarliösins, Dv-MYND GVA Skipbrotsmenn koma til Vestmannaeyja Einn fórst en átta var bjargaö þegar togskipiö Ófeigur VE-325 fórst þann 5. desember sl. Á myndinni sést einn skip- verjanna, Árni Magnússon, þar sem hann er fluttur á sjúkrabörum í land. Árni slasaöist þegar hann reyndi aö yfirgefa sökkvandi skipiö og sagöi hurö hafa lokast á sig í þrígang þegar hann reyndi aö komast frá boröi. tóku þátt í björgun Svanborgarinnar. Gæfan var hins vegar með skip- verjum línubátsins Núps BA 64 þann 10. nóvember, en þá varð vélarbilun í bátnum þegar hann var á leið inn Patreksfjörð. Bátinn rak mjög hratt i upp fjörur vestan megin hafnarinnar, að svokölluðum sjömannabana. Björgunarsveitirnar Blakkur frá Pat- reksfirði og Tálkni frá Tálknafirði komu á vettvang og tókst að bjarga allri áhöfninni, fjórtán mönnum, með notkun fluglinutækja. Lögðu sig í hættu Eitt stærsta björgunarútkall ársins var á síðasta degi októbermánaðar þegar ferð átján manna hóps að foss- inum Glym í Hvalfirði breyttist á ör- skammri stundu í harmleik. Hópur- inn var á leið upp gljúfur við fossinn þegar björgin tóku að splundrast og lentu fjórir ferðalanganna í grjót- hruninu. Tveir sluppu ómeiddir en björgin lentu á karli og konu í hópn- um. Arngrímur Hermannsson fór fyrir hópnum og sagði hann í viðtali við DV að mikil skelfing hefði gripið um sig þegar feiknastór björgin tóku að hrynja niður. Níutíu björgunar- menn voru kvaddir á vettvang og veitti víst ekki af. Björgunarmenn- irnir lögðu sig í mikla hættu vegna áframhaldandi hættu á grjóthruni og þurftu bæði að vaða og synda í ánni til að komast að hinum slösuðu. Handlanga þurfti börur með öðrum hinna slösuðu og á sumum stöðum óðu björgunarmenn upp í axlir og héldu börunum fyrir ofan. Það er álit þeirra sem þekkja til björgunarmála að hér hafi verið um eina mestu þrekraun íslenskra björgunarmanna á árinu að ræða og jafnvel þótt víðar væri leitað í sögu undanfarinna ára. Dauðaslysin í umferðinni Þjóðin greiddi manninum með ljá- inn háan toll í umferðarslysum á ár- inu. Á árinu urðu 19 dauðaslys í um- ferðinni og í þeim létust alls 24, 17 karlar og 7 konur. Mannskæðasta slysið varð í lok október þegar tveir bilar rákust saman á Hafravatnsvegi, ofan við bæinn Dal. Tvær konur á þrítugsaldri létu lífið í slysinu og sá þriðji lést nokkru síðar af völdum slyssins. í tveimur öðrum slysum lét- ust tveir; snemma á árinu lést fólk af erlendu bergi brotið þegar bíll valt í Lögbergsbrekku og þann 10. septem- ber létust mægðin úr Hveragerði þeg- ar bíll þeirra valt á Skeiðavegamót- um í Árnessýslu. Sjö dauðaslysanna urðu í þéttbýli en tólf á þjóðvegum landsins. í flest- um tilvikum, eða tíu, var um árekst- ur tveggja bíla að ræða. Betur fór en á horfðist þegar rúta valt á leiö úr Eldgjá þann 6. ágúst. Björgun í Hvalfiröi Tvennt slasaöist illa í miklu grjót- hruni viö Fossinn Glym í október. Björgunaraögeröir á svæöinu voru þær umfangsmestu á árinu en alls unnu 90 björgunarsveitarmenn aö björgun fólksins við gríöarlega erfiö- ar aöstæöur. Um fjörutíu farþegar, flest erlendir ferðamenn, voru i rútunni þegar hún valt ofan í skurð. Sex slösuðust en enginn lifshættulega. Alls tóku 46 björgunarsveitarmenn þátt í björgun fólksins og voru notaðir fjórir björg- unarbílar, auk þess sem þyrla Land- helgisgæslunnar flutti tvo farþeg- anna á sjúkrahús í Reykjavík. Fjöldi annarra útkalla varð á ár- inu og reyndust verkefni og þrekraunir björgunarsveita lands- ins, sem hafa á að skipa 3500 sjálf- boðaliðum, lögreglu og sjúkraliði, ærin. Formaður Landsbjargar segir árið hafa verið annasamt: Þrjú hundruð útköll „Árið hefur verið óvenjulega anna- samt hjá okkur. Okkur telst til að út- köllin séu í kringum 300 ef frá eru taldar minniháttar beiðnir um aðstoð en í heildina eru útköllin um 550. Þetta dreifist mjög um landið og er allt frá einni sveit og upp i margar sveitir sem hafa verið að störfum dög- um saman," segir Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar. Jón segir síð- asta vetur hafa verið fremur rólegan fyrir utan umfangsmikla leit að trveimur konum sem fórust með lítilli flugvél við Vestmannaeyjar í mars. „Ein stærsta aðgerð ársins var hins vegar við fossinn Glym í Hvalfiröi í október. Þar lenti hópur ferðamanna í grjóthruni. Það reyndi mjög á getu og kunnáttu okkar manna að koma fólk- inu til bjargar enda ekki hægt að beita öðrum aðferðum þarna; svo sem þyrluflugi. Alls tóku 90 manns þátt í þessari björgun og veitti ekki af.“ Ein ánægjulegasta björgun ársins að mati Jóns var þegar þegar íjórtán skipverjum af Núpi var bjargað í Pat- reksfirði i nóvember. „Björgunargerð- ir gengu vel upp í þessu tilfelli og all- ir komust heilir á húfi í land. Sjóslys- in tvö í kjölfarið, út af Kötlutöngum og á Snæfellsnesi, voru hins vegar hörmuleg og einkum voru aðstæður erfiöar á Snæfellsnesi. Það hefur ver- ið mikið álag á okkar mönnum bæði við björgun og síðan leit á þessum slóðum. Það er engin spurning að björgunarsveitir lögðu sig í hættu við að komast sem næst slysstaðnum. Það er svo auðvitað áræði varnarliðs- mannsins, Jay Lane, sem lét sig síga niður að flaki Svanborgarinnar og tókst að bjarga einu mannslífi sem stendur upp úr,“ segir Jón. Fyrir utan margháttaðar björgun- araðgerðir segir Jón eina markverð ustu breytingu á starfsemi Lands- bjargar á árinu felast í því að skipt var um boðkerfi. „Við erum búin að leggja gamla sím- boðakerfinu og höfum tekið upp sms-skilaboðakerfi. Þetta er mikið framfaraskref en nú annast Neyðarlinan boðun manna á æfingar og í útköll. Það er til marks um umfang starfsemi Landsbjargar að áður en við komum til sögunn- ar voru sms-skilaboð Neyð- arlinunnar til lögreglu, slökkviliðs og annarra um 4 þúsund á mánuði. Nú er skila- boðafjöldinn um 8 þúsund á mánuði sem segir sitt um víð- tækt og gott starf Landsbjargar," segir Jón Gunnarsson, formaður Landsbjargar. -aþ Landsbjörg Jón segir eina gleöilegustu björg- un ársins hafa ver- iö þegar 14 skip- verjum var bjargaö af Núpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.