Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
Thermoplus í þrot
DV birti á árinu ítarlegar fréttir af
fyrirtækinu Thermoplus í Reykjanes-
bæ. Fjöldi hluthafa átti um sárt að
binda eftir að fyrirtækið varð gjald-
þrota. í samtölum við hluthafa kom í
Ijós að þeir höfðu keypt hlutabréf fyrir
stórar upphæðir á fólskum forsendum.
Nokkrir þeirra urðu gjaldþrota vegna
þessa og mikla athygli vakti hlutur
Hinriks Þorsteinssonar, eins af for-
stöðumönnum Hvítasunnusafnaðar-
ins, en hann hvatti sitt fólk til að
kaupa bréf á margföldu nafnverði eftir
að flestum var ljóst að fyrirtækið var í
raun gjaldþrota. Thermoplusmálið
teygir anga sína víða - meðal annars
til samnefndra fyrirtækja í Bretlandi
og Kanada sem einnig eru gjaldþrota.
Leirfinnur heim?
Dómsmálaráð-
herra setti á lagg-
imar í maímánuði
sérstakan rann-
sóknardómstól til
að kanna ástæður
þess að Magnús
Leópoldsson sat
saklaus í varðhaldi
í 105 daga árið 1976,
grunaður um aðild að hvarfi Geirfmns
Einarssonar þann 19. nóvember 1974.
Fjöldi vitna sem á sínum tima var yf-
irheyrður hefur á ný mætt til skýrslu-
töku. Meðai þeirra er Jón Grímsson,
ísfmðingur sem búið hefur sl. 27 ár í
Seattle. Jón sagði frá því í bókinni Am-
eríska draumnum að hann hefði verið
í Keflavik að kveldi 19. nóvember 1974
og í framhaldinu verið yfirheyrður í
tvígang. Allt frá því Geirfmnur hvarf
hefur verið leitað manns sem fékk að
hringja í Hafnarbúðinni um það leyti
þegar Geirfmnur svaraði í síðasta sinn
i símann á heimili sínu. Fræg stytta
var gerð af dularfulla manninum þar
sem notast var við lýsingar afgreiðslu-
kvenna og teikningar sem meðal ann-
ars voru gerðar með hliðsjón af mynd
af Magnúsi Leópoldssyni. Líklegt er að
sá dularfulli Leirfmnur hafi verið
blásaklaus ísfirðingur.
Fulltrúi rekinn
Matthías Garð-
arsson, fram-
kvæmdastjóri HeO-
brigðiseftirlitsins á
Suðurlandi, var rek-
inn í framhaldi þess
að hann lýsti þvi op-
inskátt í DV að
hann heföi orðið
fyrir valdníðslu og
ofsóknum frá hendi
heilbrigðisnefndar Suðurlands. Matth-
ías var, ásamt fleiri, höfundur skýrslu
um mikla útbreiðslu campylobacter.
Farþegalistum eytt
Flugmálastjórn og einstök ráðu-
neyti gátu ekki upplýst DV um það
sl. haust hverjir hefðu flogið með
einkaþotu stofnunarinnar á undan-
fómum árum. Farþegalistar voru
sagðir glataðir eða að þeim hefði
verið fleygt. Málið olli nokkru upp-
námi þar sem grunsemdir voru
uppi um að einstakir ráðherrar
hefðu notað vélina, TF-FMS, til
„þægindaflugs". Þrír ráðherrar, iðn-
aðarráðherra, samgönguráðherra
og sjávarútvegsráðherra, leigðu vél-
ina til Grænlands. Utanríkisráð-
herra leigði vélina á viðskiptakynn-
ingu í París. Samgönguráðuneytið
var alls 58,4 flugtíma á lofti á árabil-
inu 1998 til 2001 og átti metið.
Gísli S. Einarsson alþingismaður
fór fram á það við fjárlaganefnd að
nefndin kallaði eftir loggbók vélar-
innar en nefndin hafnaði því og vís-
aði málinu til ríkisendurskoðanda.
Óljóst er um örlög erindisins þar.
Uppljóstranir á árinu 2001:
Litlu mennirnir
veltu þingmanni
Allt fór á annan endann föstu-
daginn 13. júlí í sumar þegar DV
sagði frá því að starfsmaður BYKO
hefði tilkynnt yfirmönnum sínum í
byrjun sama mánaðar að hann
hefði rökstuddan grun um að Árni
Johnsen, alþingismaður og formað-
ur byggingarnefndar Þjóðleikhúss-
ins, hefði tekið út vörur til eigin
nota í reikning Þjóðleikhússins.
Ekkert gerðist þó í málinu annað
en einn stjórnenda BYKO hafði
samband við skrifstofu Þjóðleik-
hússins þar sem hann var „fullviss-
aður“ um að ekkert óeðlilegt væri á
ferðinni. Svo virtist sem þagga ætti
málið niður.
Forsagan
Upphaf málsins var það að Árni
Johnsen kom í BYKO 2. júlí og tók
út byggingarefni vegna leikmuna-
geymslu Þjóðleikhússins. Sölumað-
urinn, sem skráði pöntunina, fékk
þær upplýsingar frá starfsmönn-
um, sem merktu pöntunina Þjóð-
leikhúsinu og settu á bíl, að þing-
maðurinn hefði breytt merkingum
þannig að byggingarefnið hefði ver-
ið skrifað á hann sjálfan. Síðan var
efninu ekið á flutningamiðstöðina
Flytjanda, þaðan sem það var sent
til Vestmannaeyja þar sem það
endaði við hús Árna Johnsens. Út-
tektin 2. júlí var önnur úttekt þing-
mannsins hjá BYKO en sú fyrri átti
sér stað í byrjun júní. Þar var um
verulega lægri fjárhæð að ræða.
Óbreyttir starfsmenn BYKO voru
þrumu lostnir þegar þeir komust
að því að ekkert ætti að gera í mál-
inu og fátt var um annað talað en
framferði þingmannsins. Brandar-
ar á borð við þann að „Þjóðleikhús-
ið væri flutt til Vestmannaeyja"
fuku á milli starfsmanna. Yfir-
menn þeirra þögðu þunnu hljóði.
DV fékk ábendingu um það sem
átt hafði sér stað og rætt var við
fjölda manns hjá fyrirtækinu.
Óbreyttir starfsmenn voru á einu
máli um að þama hefðu átt sér stað
vörusvik fyrir fjárhæð sem var
langt á aðra milljón króna en yfir-
menn fyrirtækisins ætluðu að
þagga málið niður. Einn þeirra sem
kom að afgreiðslu á pöntun Árna
Johnsens tók tiltektarseðil þing-
mannsins og hélt honum til haga
og kom til blaðamanns DV. Þar
með var komið skjalfest sönnunar-
gagn um það hvemig viðskiptin
voru færð til bókar í upphafi. Árni
Johnsen sagði sjálfur í viötali við
DV daginn sem fréttin birtist að út-
tektin hefði verið skráð með þess-
um hætti vegna misskilnings:
„Þetta er dálítið klaufalegt," sagði
hann. Flestir fjölmiðlar tóku málið
upp daginn sem DV birti fyrstu
frétt. Meðal annars var viðtal við
Árna í þættinum ísland í dag þar
sem þingmaðurinn sagði að fréttin
um hann væri slúður. Upplýst var
að þingmaðurinn var eini virki að-
ilinn í byggingarnefnd Þjóðleik-
hússins og fór með fjármálin fyrir
nefndina. Auk hans sat Stefán
Baldursson í nefndinni en fundir
voru óreglulegir. Framkvæmda-
sýsla ríkisins tók við reikningum
sem um hríð höfðu valdið Óskari
yaldimarssyni áhyggjum þar sem
Árni einn samþykkti og tók út vör-
ur. Óskar taldi Áma hafa leyfi
menntamálaráðuneytisins til að
hafa þennan hátt á. „Við kvittum
bara og flokkum,“ sagði Óskar við
DV. Strax, föstudaginn 13. júli, til-
kynnti Gísli S. Einarsson, alþingis-
maður Samfylkingar, sem sæti á í
fjárlaganefnd, að hann myndi fara
fram á það við Ríkisendurskoðun
að stofnunin léti fara fram úttekt á
byggingarnefnd Þjóðleikhússins.
En vandræði Árna voru ekki að
baki og helgin sem gekk í garð varð
honum þung. Fram kom í fréttum
Ríkisútvarpsins að hann hefði tek-
ið út óðalskantsteina hjá BM-Vallá
og látið skrifa reikninginn á Þjóð-
leikhúsið. Þingmað-
urinn
þrætti og sagði að steinarnir væru
í geymslu úti í bæ. En fjölmiðlar
fundu sams konar steina sem búið
var að leggja við hús hans í
Breiðholti. Þá kom í Ijós að hann
hafði skilað pokum utan af steinun-
um og fengið skilagjald greitt.
„Grábölvað að lenda í svona,“ sagði
Árni Johnsen í mánudagsblaði DV
og kvaðst vonast til að þurfa ekki
að segja af sér. „Misskilningur sem
strax var leiðréttur“, sagði í frétt
Morgunblaðsins á laugardeginum.
Úlfaldi og mýfluga
Sigurður Ragnarsson, yfirmaður
byggingardeildar BYKO, svaraði
skilaboðum DV að kveldi miðviku-
dagsins 11. júlí þegar frétt um
úttektir Áma var í vinnslu. Þá
staðhæfði Sigurður að allt þetta
mál væri „misskilningur" og að
enginn reikningur fyndist á Þjóð-
leikhúsið þar sem tilgreind væri
úttekt á umræddu byggingarefni.
Þetta væri því ekki fréttaefni.
Brynja Halldórsdóttir, fjármála-
stjóri fyrirtækisins, sagðist í sam-
tali við DV ekkert kannast við mál-
ið þrátt fyrir að heimildir blaðsins
hermdu að hún heflði haft samband
við skrifstofu Þjóðleikhússins eftir
að sölumaðurinn til-
kynnti um misferl-
ið. Stefán Baldurs-
son þjóðleikhús-
stjóri bauö DV að
skoða reikninga
sem útgefnir voru
af BYKO á Þjóðleik-
húsið og námu aðeins
nokkrum tugum þús-
unda á árinu. Þegar
þess var óskað að
blaðið
S'-
fengi að skoða sögu reikninganna
allt frá tiltektarseðli til útgefins
reiknings hafnaði Stefán því. Ljóst
mátti vera að Þjóðleikhúsið og
BYKO höfðu komið sér saman um
að skipta um kennitölu á reikning-
unum í rólegheitunum í þeirri von
að þar með gengi málið ekki
lengra. Sú ákvörðun yfirmanna
BYKO að reyna að hylma yfir með
þingmanninum mistókst algjör-
lega. Mánudaginn 16. júlí sagði Jón
Helgi Guðmundsson forstjóri við
DV að verið væri „að gera úlfalda
úr mýflugu". Daginn eftir sneri
hann blaðinu við og sagði að Árni
Johnsen hefði logið að stjórnend-
um BYKO.
Dúkamáliö
En máli Árna var síður en svo
lokið með því að upplýst var að
hann hefði svikið út vörur í BYKO
og hjá BM-Vallá. Um miðja vikuna
bættust Garðheimar í hópinn þegar
upplýst var í fréttum Bylgjunnar
að þingmaðurinn hefði tekiö út
jarðvegsdúk að upphæð 173 þúsund
krónur til eigin nota samkvæmt
beiðni frá verktakafyrirtækinu
ístaki. Mál Áma Johnsens tók á sig
hinar ýmsu myndir þá viku sem
leið frá fyrstu frétt, fóstudaginn 13.
júlí, og þar til hann sagði loks af
fimmtudeginum á eftir í kjölfar
þess að DV upplýsti að dúkurinn
úr Garðheimum hefði verið
sendur til Eyja en síðan
laumað til baka.
ÖV mynel GVA
w FaUlnn
Árni Johnvon tilkyrinli i jóli, t.npri viku
trftir ;\0 DV hirti fyritu frétt. ;if) hrmn
mynili aatfjn nér þiitgmenn»ku.
Árna-málið tók á sig margar myndir:
Dúknum laumað frá Vestmannaeyjum
Morgunblaöiö, fimmtudaginn 19. júií.
Ártít /6tun*n r«ynái *A koa,» «íúk tmtan: 4
Dúkurinn tii Eyjja
og laumað til baka f
- liinumjiAurinn MftWAti • bttttM M leWtwindl honum f 6af(Wð» 41
DV, fimmtudaginn 19. júlí.
Einkennilegt Qölmiðlafár
varð í kringum dúkinn sem
Ámi Johnsen tók út í Garð-
heimum gegn beiðni frá
verktakafyrirtækinu ístaki.
Fyrstu fréttir fjölmiðla
gengu út á að þingmaðurinn
hefði tekið dúkinn í eigin
þágu en ekki Þjóðleikhúss-
ins. Morgunblaðið sagði frá því að
rangar sakir væru bomar á þingmann-
inn því dúkinn væri að fmna í geymslu
Þjóðleikhússins í Gufunesi. Þvi tO
sönnunar birti blaðið mynd af dúknum
í opnu fmuntudaginn 19. júlí. MerkOeg
þræta spratt af þessu mOli Morgun-
blaðsins og fréttastofu Bylgjunnar.
Fimmtudagsmorguninn 19. júli sagði
DV frá því að dúkurinn hefði verið
fluttur tO Vestmannaeyja en laumað tO
baka á þriðjudeginum þegar mál Áma
komust i hámæli. Sendill frá Svans-
prenti, sem sótti dúkinn á vöruflutn-
ingamiðstöð, lýsti því að þingmaðurinn
hefði sjálfur hringt í sig og leiðbeint
um það hvert dúkurinn og húsgögn
ættu að fara. 1 geymslu Þjóðleikhússins
í Gufunesi hefði maður að nafni Daní-
el tekið við farminum.
Samdægurs, tæpri viku eftir aö DV
sagði fyrstu frétt af misferli þing-
mannsins, tOkynnti Ámi Johnsen um
væntanlega afsögn sína og bað afsök-
unar á gjörðum sínum og að hafa logið
að þjóðinni. Þá var Daníel einnig sagt
upp starfi hjá ÞjóðleOíhússkjaOaran-
um ehf. vegna síns þáttar í að hylma
yfir með Áma.
Ríkisendurskoðun fór ítarlega ofan í
mál þingmannsins sem einnig stjóm-
aði uppbyggingu á bæ Eiríks rauða og
ÞjóðhOdarkirkju á Grænlandi. Þar
vom einnig tO skoðunar náin tengsl
Istaks og Áma en fyrirtækið hefur þeg-
ið fjölda verka fyrir tOstuðlan þing-
mannsins. Honum var launað af fyrir-
tækinu eins og sjá má af framburði
Óskars Sigurðssonar trésmiðs sem
starfaði hjá ístaki við endurbætur í
Þjóðleikhúsinu. ístak sendi Óskar
heim tO Áma tO að vinna fyrir hann
án þess að óska eftir skO-
greiningu á því sem smiður-
inn hefði unnið fyrir þing-
manninn og þar með rukka
fyrir viðvikið. Aðspurður
sagði PáO Sigurjónsson, for-
stjóri ístaks, við DV að hann
væri að leita í bókhaldinu að
reOmingsfærslum á þing-
manninn. PáO, sem lætur af störfúm
um áramót, hefur enn ekki sýnt fram á
að Ámi hafi verið rukkaður um þá
greiða sem hann þáði frá verktakafyr-
irtækinu. Hugsanlegt er að forsvars-
menn ístaks eigi eftir að súpa seyðið af
greiðvikninni sem margir flokka undir
mútur. Við slíku liggja hörð viðurlög.
Áma Johnsens bíður nú ákæra í
framhaldi rannsóknar ríkislögreglu-
stjóra á meintu og upplýstu misferli
hans. Rannsóknin er viðamikO og ekki
er búist við að henni ljúki fyrr en í jan-
úar eða febrúar.