Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
29
I>V
Helgarblað
DV-MYNDIR ÞOK
Hryöjuverk í Bandaríkjunum
Hermenn þramma inn í New York-
borg og fólk minnist látinna eftir aö
þúsundir sakiausra borgara voru
drepnar þar í óhugnanlegri hryðju-
verkaárás sem eignuö hefur veriö
Osama bin Laden.
Fyrsti snjorinn
Þann 14. nóvember féll fyrsti snjór-
inn sem hægt er aö kalla svo í
Reykjavík á þessum vetri. Snjóaöi
mjög duglega um tíma á reykvískan
mælikvaröa. Þaö stóö þó ekki nema
í fáar vikur og viö tók fádæma veö-
urblíöa. Var hitastig á köflum meö
því mesta í Evrópu í byrjun desem-
ber og meira aö segja á Spáni ríkti
þá fimbulkuldi meö frosti og snjó.
Neyð í Afganistan
Almenningur í Afganistan er síður en svo öfundsveröur eftir áralangar hörmungar styrjaldarátaka. Enn ein stórstyrjöldin hófst í vetrarbyrjun meö loftárásum
Bandaríkjamanna í kjölfar hryðjuverkaárása á Bandaríkin 11. september. Þaö eru ekki síst konur og börn sem veröa illa úti í slíkum átökum. Þetta er einmitt
sá hópur sem búiö hefur viö látlausa kúgun undir ofríki talibanastjórnarinnar í Afganistan sem nú er fallin.
DV-MYND HARI
Dæmdur fyrir morð
Atli Helgason, 34 ára lögfræðingur, er hér leiddur í réttarsal í lok maí þar
sem hann var dæmdur fyrir morö á félaga sínum, Einari Erni Birgissyni, 27
ára, í Öskjuhlíö á fyrra ári. Hlaut hann 16 ára dóm i Héraösdómi Reykjavíkur
og var dómnum ekki áfrýjaö.
DV-MYND E.ÓL
Aöstandendur í réttarsal vegna morðsins á Einari Erni Birgissyni
Aöstandendur Einars fylgdust grannt meö réttarhöldunum og fallast hér í
faöma eftir aö úrskuröur lá fyrir.
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Ráðherrar í Bláa lóninu
Thorbjörn Jagland, fyrrverandi utanríkisráöherra Norömanna, og Halldór Ás-
grímsson, utanríkisráöherra íslands, horfa hér löngunaraugum á föngulega
konu stíga uþp úr Bláa lóninu á Reykjanesi. Þar voru ráðherrarnir staddir í
sambandi viö fund þeirra sem haldinn var í Reykjavík. Mynd þessi þótti
skondin og birtist í fjölmiölum víöa um lönd. Er það ekki síst óborganlegur
svipur ráðherranna viö þetta tækifæri sem gerir myndina skemmtilega.
Halldór Ásgrímsson hefur svo sem oftar veriö í sviösljósinu og síöast er hann
opnaöi sendiráö í Japan sem mörgum þótti dýrt.
Storbruni í Hafnarfirði
Tugmilljóna tjón varö er matvælafyrirtækið íslensk matvæli í Hafnarfirði
brann fyrr á árinu. Fjöldi manns missti þar vinnuna en starfsemin var í kjöl-
fariö flutt til Vestmannaeyja.
Sigur Evróvisjónmanna
Útvarpsráösmaöurinn Möröur Árnason varö aö játa sig sigraðan vegna þrýst-
ings almennings í máli sem hann hóf í útvarpsráöi. Þar fékk hann samþykkt
að lag íslands í Evróvisjón-keppninni skyldi veröa flutt á íslensku. Mikil mót-
mælahrina fór af staö og endaöi málið meö því aö Möröur dró tillöguna til
baka. Hér boröa þeir „ friöarbollur“ Möröur og flytjendur Birtu, lags Einars
Báröarsonar, sem fékk aö vísu herfilega útreiö í kepþnmni sjálfri.