Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 45
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 45 DV Helgarblað Mjög erfitt „Þaö sem mér fmnst hafa einkennt atvinnu- og efnhagslífið á árinu 2001 er mikið gengisfall krónunnar, háir vextir og ör um- skipti í efnahagslíf- inu. Fyrirtækin okkar hafa átt mjög erfitt uppdráttar, sérstaklega þau sem tóku erlend lán á meðan Seðlabank- inn framfylgdi fast- gengisstefnunni. Mörg fyrirtæki hafa orðiö fyrir gengistapi og berjast í bökkum en vextir hér eru enn óbæri- lega háir. Þetta langa tímabil hárra vaxta er að stefna fyrirtækjunum, undirstöðu blómlegs atvinnu- og efna- hagslífs, í voða. Vissulega gefa friðarsamningar á vinnumarkaöi, skattabreytingarnar og betri samkeppnisstaða (út af lægra gengi) von um betri tíð en það mun taka tíma að vinna upp undangengin áföll," segir Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hann segir að það sem helst standi upp úr nánasta atvinnuumhverfi Samtaka iðnaðarins sé að 67% félags- manna séu þeirrar skoðunar að rétt sé að taka upp evru í stað krónunnar og sömuleiðis skýran vilja félagsmanna og almennings um að ganga i Evrópu- sambandið. Úrelt kerfi „Helsta breytingin frá árunum á undan er að sá stöðugleiki sem við höfum þekkt er ekki til staðar. Vextir eru afar háir og gengi íslensku krónunnar hefur lækkað mjög. Verð- bólgan er há og kaupmáttur hefur rýrnað. í svona um- hverfi ríkir minni bjartsýni en ella og Jón Björnsson. flestir reyna að „halda sjó“. Þetta kemur við alla og menn finna fyrir verri afkomu, bæði fyrirtæki og ein- staklingar," segir Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlend- inga á Akureyri. Jón segir að að ekki hafi verið skynsamlegt að hækka hámarkslán íbúðalánasjóðs til húsakaupa. „Mjög stór hluti af skuldum einstaklinga er hjá íbúðalánasjóði og aukning á útlán- um hjá honum milli ára eru mjög mikil. Reyndar tel ég að að þetta kerfi sé úrelt og betra sé að öll lán til ein- staklinga séu hjá bönkum þar sem er yfirsýn yfir öll þeirra fjármál og greiðslugetu. Ríkið þarf að draga úr framboöi á húsbréfum innanlands og ég er fylgjandi því að taka núna erlent lán til að greiða niður innlendar skuldir ríkisins. Vextir eru of háir og það myndi lækka vexti strax og styrkja gengi krónunnar. Setið eftir „Það sem er efst í huga mínum varðandi atvinnumálin á árinu sem er að líða er sjómannaverkfaOið sem stóð í um sex vikur síðastliðið vor. Samskipti launþega og atvinnurekenda hafa tekið miklum breytingum á und- anfórnum áratug- um til hins betra fyrir alla aðila. Sjó- mennirnir hafa set- ið eftir í þessari þróun enda er launakerfi þeirra byggt á hlutáskiptum sem er ævaforn aðferð og hefur bæði kosti og galla. í ljósi þeirrar þróunar sem orðið hefur á veiði- og vinnsluskipum eru sífellt fleiri gallar að koma í ljós á hluta- skiptakerfinu og því mikilvægt að nálgast kjaramál sjómanna út frá öðr- um forsendum en hingað til. Ef hins vegar er litið til efnahagslífsins ber hæst mikið fall krónunnar á árinu, þó svo að hún hafi náð aðeins að rétta úr kútnum á síðustu vikum ársins. Það er ljóst að hin gömlu gildi í rekstri fyrirtækja hafa sannað sig enn eitt skiptið. í mínum huga er það ljóst að sterkur sjávarútvegur hefur bjargað því að kreppan varð ekki meiri en raun bar vitni,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA. Guöbrandur Sigurðsson. Ársins minnst fyrir launahækkanir, háa vexti, veröbólgu og erlenda skuldaaukningu: íslenska krónan í kröppum dansi Mikil verðbólga, fall íslensku krónunnar og háir vextir voru að- alþrætueplin í umræðu um efna- hagsmál á íslandi árið 2001. Óveð- ursský hrönnuðust upp á síðari hluta ársins eftir linnulítið sólskin árum saman. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar breytti sýn sinni á stöðu efnahagsmála þegar hausta tók og virtist um tíma sem mjög kröpp dýfa væri fram undan. Ný þjóðarsátt náðist hins vegar milli atvinnurekenda, verkalýðshreyf- ingar og ríkisstjórnarinnar um miðjan desember og er vonast til aö slegið verði á verðbólgu, stöð- ugleiki náist og atvinnulíf verði ekki fyrir þeim skaða sem margir höfðu spáð. Þar hjálpar til hve gengisfallið hefur aukið útflutn- ingsverðmæti í sjávarútvegi. „Það eru ekki efnahagslegar for- sendur fyrir því að krónan lækki meir. Það er beinlínis hættulegt fyrir íslenskt atvinnulíf," segir Kári Arnór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norð- urlands, i samtali við DV í mars. Hún féll nú samt verulega eftir það en rétti úr kútnum í desem- ber. Umdeild vaxtastefna Verðbólga stóð í um 8% mestan hluta ársins en fór í 12% þegar mest var. í mars sl. fékk Seðlabankinn aukið frjálsræði í eigin stjórn og var með þvi brugðist við áralangri gagn- rýni á ósjálfstæði bankans. Skiptar skoðanir voru um stjórn bankans á næstu mánuðum eða allt fram í nóv- ember þegar bankinn lækkaði stýri- vexti um 0,8%. Háværar kröfur voru þá komnar fram um vaxtalækkun frá fyrirliðum ríkisstjórnarinnar, at- vinnulífmu og fleirum. Það sem breyttist við aukið sjálf- stæði Seðlabankans var að vikmörk krónunnar voru afnumin og tók bankinn upp verðbólgumarkmið í staðinn. Þau héldu ekki og steig krónan trylltan dans næstu mánuði þrátt fyrir að Seölabankinn gripi margoft inn í. Stórbreytingar uröu á Seölabankanum á árinu Geir Haarde fjármálarádherra uppliföi tvenna tíma. Skuldasöfnun jókst ítrekað kom fram á árinu að góð- ærinu væri haldið gangandi með erlendri skuldasöfnun og þóttu ill tíðindi þegar fregnir bárust af því að skuldirnar væru orðnar meiri en landsframleiðsla. íslendingar skulda útlendingum rúmlega 800 þúsund milljónir króna og þótti því hluta stjórnarandstöðu varasamt þegar tilkynnt var að ríkisstjómin hygðist taka milljarða lán í tengsl- um við þjóðarsáttina til að keyra verðbólgu niður. Þorri samfélags- ins virtist þó sammála slíkri að- gerð. Skuldastaða heimilanna í land- inu var um síðustu áramót 610 milljarðar króna og hefur því auk- ist um á að giska 200 milljarða þeg- ar þetta er lesið. Af 610 milljörðun- um um síðustu áramót voru tæp- lega 82% verðtryggð eða 512 millj- arðar. Már Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabankans, sagði í samtali við DV á árinu að fyrir hvert 1 pró- sentustig í verðbólgu í heilt ár hækkuðu skuldirnar um tæpa 5 mUljarða. „Það stóð aldrei til að hér yrði núll prósent verðbólga en ef verðbólgan verður sex prósent í stað fjögurra prósenta hækka skuldirnar um tæpa tíu milljarða, miðað við áætlun," sagði Már. Margir í vanda Hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fengust þær upplýs- ingar um mitt sumar að þrátt fyr- ir góðærið svokallaða hefðu starfs- menn vart undan að þjónusta ein- staklinga. Margrét Westlund sagði þetta: „Það eru allir tímar uppbók- aðir og i raun ekki hægt að auka við. Við erum með um og yfir 500 umsóknir árlega.“ Þetta vakti athygli á sama tíma og kaupmáttur launa jókst gífur- lega. Það átti að minnsta kosti við um opinbera starfsmenn sem hafa fengið sögulegar kjarabætur und- anfarið. Launahækkanirnar voru stór þáttur í hærri verðbólgu. Bllkur á lofti Hvað atvinnumál varðar hafði verið lítið um stórgjaldþrot um langt skeið en sl. haust tók að halla undir fæti. Gjaldþrot ís- lensks skinnaiðnaðar var eitt af þeim stærri. Þar misstu um 100 manns atvinnu sína og nokkur minni fylgdu í kjölfarið. Ferða- þjónustan stóð einnig frammi fyr- ir miklum vanda sem rekja má til hryðjuverkanna 11. september sl. í kjölfariö varð mikill saundráttur hjá Flugleiðum sem kallaði á fjöldauppsagnir. Færri ferðamenn þýddi að ýmis innlend fyrirtæki lentu i miklu basli og er ekki fyr- irséð hvenig greininni mun reiða af næsta ár. Margir eru sárir eftir gjaldþrot Samvinnuferða-Landsýn- ar og nýting á hótelherbergjum í nóvember hrundi um 50% á til- teknum hótelum. Lítið atvinnuleysi Atvinnumarkaður er hins vegar alltaf að verða alþjóðlegri og líta margir á Evrópulöndin nú orðið sem eitt atvinnusvæði. Innflutn- ingur á erlendu vinnuafli var mik- ill árið 2001 og virðist stefna í að útlendingar taki fiskvinnslustörf- in alfarið yfir í næstu framtíð. At-' vinnuleysi var aftur að aukast á síðustu vikum ársins en hafði þá um nokkurt skeið verið með þvi minnsta sem þekkist. Á árinu 2001 var því ítrekað haldið á lofti að stærsta von ís- lensks atvinnulífs væri að reisa ál- ver viö Reyöarfjörð samfara Kára- hnjúkavirkjun. Mjög skiptar skoð- anir eru um málið og er niðurstað- an ekki ljós. íslendingar skuldugri en nokkur önnuð þjóð að mati Þjóðhagsstofnunar: Ekki hægt að tala gengið til Þóröur Friöjónsson / mínum huga er enginn vafi á því aö miklar erlendar skuldir eru eitt helsta vandamál þjóöarinnar. óhjákvæmilega aðlögun. Um árabil jukust þjóðarútgjöld mun örar en þjóðartekjur og fyrir vikið myndað- ist verulegur viðskiptahalli. Eins og gefur að skilja gat þetta ekki gengið til lengdar. Gengi krónunnar og verðbólga hafa leikið stór hlutverk í aðlögun þjóðarbúskaparins,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Gengið féll mjög á árinu en er nú að stíga á ný. Spurður hvort Þjóð- hagsstofnun geti metið þróun geng- ismála framtíðarinnar, segir Þórður að þegar þetta samtal eigi sér stað sé gengisvísitalan í 142 boriö saman við um 120 í byrjun árs. „Þetta hef- ur ekki gerst jafnt og þétt heldur „Það sem einkum hefur einkennt atvinnu- og efnahagslíf ársins 2001 eru umskiptin frá þenslu undanfar- inna ára til samdráttar. í fyrsta skipti frá 1993 hafa þjóðarútgjöld dregist saman og talið er að hagvöxtur hafi nær stöðvast á síðustu mán- uðum. Þessi umskipti fela í sér erfiða en hefur krónan gjögtað töluvert á þessari leið sinni. Til að mynda fór gengið lægst í rúmlega 150 undir lok nóvember en að undanfórnu hefur það verið að styrkjast á ný. Athug- anir Þjóðhagsstofnunar benda til að gengisvísitala á bilinu 140-145 sam- ræmist þvi ágætlega að viðunandi jafnvægi komist á í viðskiptum við útlönd á nokkru árabili ef verð- bólgu verður haldið í skefjum. Gengið getur þó sveiflast mikið, eins og reynslan sýnir, en ég hef ekki trú á að það sé hægt að tala það til nema um um skamma hríð.“ DV spurði Þórð hvort skulda- aukningin erlendis (erlendar skuld- ir meiri en landsframleiðsla) væri eitt helsta efnahagsvandamál ís- lands? „I mínum huga er enginn vafí á því að miklar erlendar skuld- ir eru eitt helsta vandamál þjóðar- innar enda er hún liklega skuldugri (nettó) en nokkur önnur sambæri- leg þjóð. Þetta er þó ekki það sama og segja að skuldaaukning sé ávallt slæm. Ef hún stafar til að mynda af fjárfestingu í arðbærum útflutningi getur hún átt rétt á sér. Mikill viðskiptahalli, erlend skuldasöfnun og vextir tengist allt innbyrðis. Þjóðarútgjöld umfram þjóðartekjur valda viðskiptahalla sem við höfum fjármagnað með er- lendri lántöku. Háir vextir halda aftur af aukningu þjóðarútgjalda. Brýnt er hins vegar að vextir verði ekki lengi miklu hærri hér á landi en annars staðar því það getur skað- að hagvöxt og lífskjör." Hvað stendur upp úr í þínu nán- asta atvinnuumhverfi á árinu 2001? Vönduð vinna starfsfólks og góð- ur starfsandi, þrátt fyrir nokkuð óvenjulega umræðu um stofnunina. -BÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.