Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 33
32
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Helgarblað____________________PV
Á valdi ástarinnar
Stefán Karl Stefánsson hefur á stuttum tíma orðið einn vinsælasti leikari þjóðarinnar.
Hann talar um Cyrano de Bergerac, ástina og einsemdina
Ég sit á Húsi málarans á degi sem
margir vilja kalla þriðja dag jóla.
Beið úti í tíu mínútur, hafði gert
mér óþarfa grillur um opnunargleði
staðarins. Þegar klukkan loks sleik-
ir hádegið er mér hleypt inn af vina-
legu starfsfólki. Stefán Karl er hins
vegar ekki kominn. Ég sest út í
hom, óperumegin, og læt fara vel
um mig, panta espresso. Ég hripa
einhverjar pælingar niður á blað.
Stefán Karl hefur samþykkt að tala
við mig um ástina, tímasetningin
viðeigandi því hann lék í gærkvöld
eitt stærsta hlutverk leiksögunnar
þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi
Cyrano - skoplegan hetjuleik eftir
Edmund Rostand. Hann leikur
Cyrano, ástfangna manninn með
stóra nefið. Dymar opnast og Stefán
Karl rigsar inn gólflð kappklæddur
og frísklegur; fær sér sæti.
Ástin stjórnar okkur
Hefurðu orðið fyrir hugljómun
varðandi ástina í vinnunni við
Cyrano, spyr ég og Stefán Karl
svarar: „Já, já, ég verð alltaf fyrir
hugljómun. Ég hef lært gríðarlega
mikið af þessu leikriti og vinnunni
með Hilmari leikstjóra og Finni
Amari leikmyndahönnuði. Þeir eru
báðir miklir ástríðumenn; ástríðan
einkenndi vinnuna við verkið. Eftir
fyrsta samlestur var ekki hægt ann-
að en verða ástfanginn af leikritinu.
Ég byrjaði að leika Cyrano sem
stórkarl, hetju og hagyrðing en
læddi tilfinningunum inn seinna
meir. Það er hættulegasta svæðið í
manni; manns dýpstu og leyndustu
tilfinningar. Að vera ástfanginn á
sviði er það erfiðasta sem maður
leikur; þetta eru tilfmningar sem
maður vill ekki gefa neinum eða
sýna nema þeim sem maður elskar.
Þetta er því vandmeðfarið.
Ég komst að því í þessari vinnu
að lífi okkar er stjórnað af ástinni.
Við eigum öll þá ósk heitasta að
elska og vera elskuð. Sumir eiga
þess bara ekki kost að vera elskaðir
sökum aðstöðu sinnar eða hvernig
þeir era. Cyrano á þess ekki kost;
gefur ekki færi á sér (ef hann hefði
bara drullað því út úr sér við
Roxönu þá hefði það sennilega geng-
ið upp).
Ástartilflnningin er mögnuð. Ég
hef fundið það sjálfur að ástin
stjómar lífi mínu. Maður getur ver-
ið á toppi ferils síns (og nú tala ég
ekki af eigin reynslu) og hranið nið-
ur vegna þess að maður verður ást-
fanginn. Tilfmningin grípur fólk.
Rithöfundar, blaðamenn, leikar-
ar, myndlistarmenn, tónlistarmenn,
dansarar, söngvarar, heimspeking-
ar, allir hafa alla tíð reynt að túlka
ástina; tjá sig um hana en komast
aldrei að niðurstöðu. Það er heldur
ekki hægt að komast að niðurstöðu;
það er bara hægt að ræða um ást-
ina.“
Nú hlær Stefán Karl. Ekki vegna
þess að honum finnst fyndið það
sem hann er að segja heldur vegna
þess að hann er stöðugt að horfa út
um gluggana á fólkið sem gengur
hjá og sá mann ganga á konu sem
brást ókvæða við, hrinti manninum
og hellti sér yfir hann. Hann trúir
mér fyrir því að þetta sé svolítið
hans húmor, ófarir annarra veki
honum hlátur. Síðan spáir hann því
að þetta atvik muni eyðileggja dag-
inn fyrir konunni og manninum;
konan hugsi með sér hvað hún hafi
verið dónaleg að hella sér yfir
manninn en maðurinn væri miður
sín yfir því að hafa gengið á kon-
una.
Tilfinningakuldinn
Þrátt fyrir að allt sé vaðandi í ást
í afþreyingariðnaðinum þá er
stundum eins og fólk útiloki það að
ástin hafi áhrif á líf þess. Ef við
ímyndum okkur að ráðuneytisstjóri
í umhverfisráðuneytinu verði ást-
fanginn af forstjóra Landsvirkjunar
þá getur það breytt ýmsu um gang
mála í þjóðfélaginu. Eftirminnileg-
asta ástarsaga úr nútimanum er
saga Díönu prinsessu og inn á milli
frétta af slori og peningum læðast
annað slagið inn fréttir um ástina
og áhrif hennar, gott dæmi er
fjöldamorð nepalska prinsins sem
var vitstola af ást. „Gleymum ekki
Fjölni og Mel B,“ segir Stefán Karl
en fer svo í alvarlegan gír: „Ég vinn
með tilfinningar allan daginn, ekki
bara í leikhúsinu heldur lendi ég oft
í því að tala um tilfinningar á kaffi-
húsum við vini mína og fjölskyldu.
Mér ílnnst hins vegar vera svolítið
ástleysi í heiminum. Það eru örfáir
sem þora að leiðast niðri í bæ,
stoppa á Laugaveginum og kyssast
(ein-í-heiminum-fílingurinn). Það er
svo fallegt að sjá svona en þegar við
förum út á götu förum í við í annan
ham, við byrjum öll að leika. Ég
held að góð aðsókn í leikhús undan-
farið sé pínulitið vegna tilfmninga-
kulda sem hrjáir okkur. Þá kemur
fólk og fær útrás fyrir tilfinningar
sínar með listamönnunum."
Ég er bara manneskja
„Ástin er ekki glanstímarit, ástin
er ekki Fókus, ástin er ekki Bleikt
og blátt. Ástin er bara misstór til-
fínning inni i okkur öllum. Hjá
sumum blómstrar hún, sumir vökva
og hjá sumum er hún vökvuð af öðr-
um. Það er ást. Hún verður að vera
endurgoldin til að geta blómstrað,
hún getur ekki vaxið ein og sér. Ég
þekki það sjálfur; að hafa tilfmning-
ar gagnvart manneskju, tilfinningar
sem eru bara mín megin. Það er
mjög sæt tilfmning en á sama tíma
mjög sorgleg. Það koma móment
sem maður verður andstuttur og
það verður líkamlegt, maður lam-
ast. Inn á milli gefur þessi tilfinning
manni kraft. Cyrano hefur kennt
mér að ástin stjórnar lífi okkar
miklu meira en okkur grunar.“
Um það bil 15 prósent íslendinga
eru á geðdeyfðarlyfjum, heldurðu að
það tengist þessu ástleysi sem þú
minntist á? spyr ég. „Ég er ekki frá
því,“ segir Stefán Karl. „Ég hef unn-
ið með Geðhjálp og veit að Islend-
ingar innbyrða 25 þúsund skammta
af geðdeyfðarlyfjum á dag. Við erum
svolítið fordómafull gagnvart til-
finningum og þorum ekki að tala
um þær. En hvað er að því? Ég er
Hinn mikli einmanaleiki
Vissulega er einmanaleiki Cyranos mikill. Hann skapar hann aö vissu leyti sjálfur með minnimáttarkennd sinni. Hann
fær mörg tækifæri til aö segia: ég elska þig, Roxana. En hann gerir þaö ekki því hann hræöist tilfinningar sínar og
þaö þekki ég frá fornu fari. Það er ákveðinn tilfmningalegur vanþroski; maöur á þaö til aö loka á tilfmningar sínar.
Sumir skrifa sig frá þessu, sumir mála myndir, aörir leiöast út í afbrot og eiturlyf. “
stundum svo hress að það er
ekki hægt að vera ná-
lægt mér. Stundum
er ég svo langt
niðri að það er
heldur ekki hægt
að vera nálægt
mér. Ég er ekki
manío-
depressífur; ég
er bara mann-
eskja. Svo þegar
ég kem upp á
leiksviðið þýðir
ekkert annað en
standa sig. Það hefur
oft bjargað mér.“
Misnotuð ást
Stefán Karl segir að það
sé mikilvægt að bera virðingu
fyrir tilfinningum annarra en
gleyma þó ekki sínum eigin. „Mað-
ur má ekki vera svo ofboðslega auð-
mjúkur, „Æ, mér er alveg sama um
mínar tilfmningar, gleymdu þeim,
ég er alveg til í að þjást, bara ef þú
elskar mig“. Þetta er bara rugl, svo
mikil vitleysa. Það er svo stórt að
segja „ég elska þig“. Þetta er dálítið
misnotað út af enskunni, I love you.
Við eigum að nota meira „mér þyk-
ir vænt um þig“. „Ég elska þig“ er
annað, stórt og mikið. Það má
ekki rugla saman væntum-
þykju, hrifnæmi og ást.“
Samkvæmt þessu má ætla
að fólk verði kannski aldrei
á ævinni ástfangið? Hefur
þú orðið ástfanginn?
„Hef ég? Já, já. Alveg
eins og bál brenni. Það
fer ekkert á milli mála.
Ég er kannski gamal-
dags en ég hef haldið
því fram við sjálfan
mig að maður elski
bara einu sinni á æv-
inni þannig að maður
gefi allt í þá tilfínn-
ingu. Sú tilfinning er
mögnuð. Ég get
samt ekki setið hér
og haldið þessu
fram; get ekki sett
mig á þann stall
yfir tilfinning-
unum því þær
bera mann
alltaf ofurliði.
Ég get því ekki
sagt: ég á aldrei
eftir að elska
aftur. Menn hafa
sagt
þetta og orðið svo ást-
fangnir að þeir missa ráð
og rænu. En mestu
skiptir að lifa til-
finningamar en ekki stjórna þeim.
Um leið og maður ætlar að stjórna
þeim held ég að eitthvað neikvætt
gerist.
Ég vil hafa alla brosandi
Ég vil aö fólk hlæi þegar ég dey (í atvörunni!). Ég vil
ekki aö fólk sitji og gráti. Ég vona þvi aö þeir sem
grafa mig hafi vit á því aö gera
eitthvað skemmtiiegt.
: Þannig vil ég hafa þaö.
Ég vil hafa alla
brosandi. “
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
33
x>v
Helgarblað
Núna er ég maður einsamall. Mér
líður strmdum vel og stundum illa.
Það koma augnablik þar sem mér
finnst ekki skemmtilegt að vera
einn og þá hef ég húkt, setið, hvorki
drukkið kaffí né reykt, bara húkt og
pælt í tilfinningunum. Ég hef oft
sagt við fólk: reynið að húka! Yndis-
leg kona kenndi mér að húka. Sum-
ir kalla þetta að eiga leiðindastund."
Ástín er eins og góö bók
Hvort heldurðu að sé mikilvæg-
ara að elska eða vera elskaður? „Ég
veit það ekki. Ég held að það sé
skelfileg tilfinning að vera elskaður
en elska ekki á móti. Jú, ég held
kannski að það sé auðvelt að svara
þessari spurningu: það er betra að
elska og fá að nálgast manneskjuna
án þess að vera elskaður á móti; tala
við hana, sjá hana annað slagið. Sú
tilfinning held ég að næri mann bet-
ur en það að vera elskaður. Ef að-
eins annar aðilinn í sambandi elsk-
ar þá held ég að það sé hreint hel-
víti. Fólk sem er saman getur þó
ekki elskað jafn mikið enda er ekki
til mælikvarði á það. Maður verður
bara að vera á staðnum og lifa til-
finninguna. Ástin er eins og góð
bók, maður les hana og svo fylgir
hún manni (en ef hún er leiðinleg þá
skilar maður henni aftur á bóka-
safnið!).“
„Ég hef aldrei þolaö þig“
Það er eitt sem tengist ástinni og
þránni eftir að elska og vera elskað-
ur og það er stjörnudýrkunin. Stefán
Karl segir að það sé eiginlega eng-
inn frægur á íslandi. Það sem gerist
þegar mikið er fjallað um menn þá
viti bara fleiri hvað þeir heiti. Björk
sé hins vegar fræg. „Stjömudýrkun
er ekki til héma heima. Við eigum
okkur öll fyrirmyndir, ég lít upp til
Sigga Sigurjóns, hann er mikill vin-
ur minn og hefur sagt mér margt
sem nýtist mér í starfi mínu og lífi.
Ég er samt ekki með mynd af hon-
um fyrir ofan rúmið mitt og jafnvel
þótt ég þekkti hann ekki þá myndi
ég ekki hengja upp mynd af honum
og reyna að lita út eins og hann. Það
væri einhver brenglun! Ég er ekki á
móti stjömudýrkun fyrr en hún
gengur út í öfgar.
Það er ofsalega góð tilfinning þeg-
ar fólk kemur til mín og hrósar mér.
Það er líka gott þegar fólk kemur og
segir hreint út hvað því finnst. Einu
sinni kom til mín gömul kona og
sagði: „ég hef aldrei þolað þig.“ Ég
fór að skellihlæja og þakkaði kær-
lega fyrir. Hún endurtók „ég hef
aldrei þolað þig“ og ég spurði
hvort ég gæti gert eitthvað
fleira fyrir hana og hún
svaraði: „nei, ég vona að
þú þurfir ekki að hafa fyr-
ir því.“ Seinna kom
þessi kona til mín í
Þjóðleikhús-
kjallaran-
um. Ég
mundi
ekki
Elskar aðeins einu sinni dv-myndir brink
„Ég er kannski gamaldags en ég hef haldiö því fram viö sjálfan mig að maður elski bara einu sinni á ævinni þannig aö maöurgefi allt i þá tilfinningu. Sú til-
finning er mögnuð. Ég get samt ekki setiö hér og haldið þessu fram; get ekki sett mig á þann stall yfir tilfinningunum því þær bera mann alltaf ofurliði. “
hvernig hún leit út og svaraði því
neitandi þegar hún spurði hvort ég
myndi eftir henni. „Þú hefur ekki
hlustað á það sem ég sagði, ég sagð-
ist ekki þola þig,“ sagði hún. „Já,
blessuð, þú eltir mig á röndum,"
sagði ég við hana og hún sagðist
verða að gera það „vegna þess að ég
varð að segja þér að núna þoli ég þig
alveg. Ég fór á Með fulla vasa af
grjóti og núna þoli ég þig!“ Svo labb-
aði hún í burtu. Og þetta met ég við
fólk. Það er samkvæmt sjálfu sér.“
Gott frí fram undan
Það er mikið að gera hjá þér, Með
fulla vasa af grjóti gengur og gengur,
Syngjandi í rigningunni, Vatn lífs-
ins í haust og nú Cyrano. Er þetta
ekki of mikið? „Jú, þetta fer að
verða það. En ég er að fara í frí. Ég
ákvað að frumsýna Cyrano og taka
svo gott frí, allavega fram á haust.
Það er staðreynd að þetta er lítið
land og maður má ekki vera of áber-
andi. Þó ég sé ungur að árum hef ég
unnið mjög mikið. Ég hef feng-
ið ótrúleg hlutverk og fjöl-
breytt. Ég er mjög
þakklátur Þjóð-
leikhúsinu ■
og þá mlm
sérstaklega Stefáni Baldurssyni fyr-
ir það traust sem mér hefur verið
sýnt.“
Það skal tekið fram að „fríið" sem
Stefán er að tala um er frá æfingum
og frumsýningum en hann heldur
áfram að sýna þær þrjár sýningar
sem enn eru í gangi í leikhúsinu.
„Ég á frí til sex á daginn, þá fer ég í
vinnuna og er til miðnættis. Það
kalla ég frí.“
Hlegiö viö jarðarfarir
Það er oft litið á húmorinn sem
bjarghring sem gripið er til þegar
fólk gengur í gegnum miklar
hremmingar í lífi sínu. Er það þín
reynsla eftir að hafa orðið fyrir ein-
elti? „Það er engin spurning. Hlátur-
inn lengir lífið. Ég skammast
ekkert fyrir það.
Húmorinn er
hjálpar-
tæki. Auðvitað á maður að taka út
sorgina og þjáninguna en maður get-
ur ekki lifað eymdarlífi. Þegar
húmorinn er innan seilingar grípur
maður til hans og bjargar sér. Ég
veit um menn sem hafa hlegið við
jarðarfarir, það var þeirra leið til að
komast yfir einhvern þröskuld. Ég
vil að fólk hlæi þegar ég dey (í alvör-
unni!). Ég vil ekki að fólk sitji og
gráti. Ég vona því að þeir sem grafa
mig hafi vit á því að gera eitthvað
skemmtilegt. Þannig vil ég hafa það.
Ég vil hafa alla brosandi."
Hús málarans fær ekki fleiri orð
frá leikaranum. Við stöndum upp
frá borðinu, frestum samtalinu þar
til um miðnætti þegar sýningu á
Cyrano er lokið. Þá hittumst við
baksviðs í Þjóðleikhúsinu.
Eftirmálí
Eftir að hafa séð Stef-
án Karl og meðleikara
hans hyllta af trylltum
salnum þá bregð ég mér
baksviðs þar sem ég
hitti Stefán. Þvælist
með honum um smink-
herbergið þar sem allt
gervi er tekið af hon-
um nema nefið.
Erum við ekki að
tala um að í stað þess
að fólk fari á Astro um
helgina skrifi það ein-
læg sendibréf og
ímeil?
„Ég segi: guði sé lof
fyrir SMS-skeytin. Ég
notaði þau sjálfur á
mina heittelskuðu.
Mann langar til senda
eina fallega orðsend-
ingu rétt fyrir svefn-
inn. Og fá svo fallegt
svar til baka, það er
yndislegt. Ég vildi bara
að krakkar væru svolít-
ið skáldlegri í skeytum
sínum. Ekki það að ég
sé í ástarsambandi við
börn og unglinga, mig
grunar þetta bara.“
(Eftir nokkrar umræð-
ur um Cyrano i nútíð og
framtíð er niðurstaða
okkar um afdrif
Cyrano
i
nú-
tímanum sú að hann væri á irkinu
með „nickname-ið“ Christian.)
Það hlýtur að vera mikið kikk að
fá svona lokasenu? *
„Já, þetta er eins og það gerist
best. Þarna fær maður alvöru
drama".
Og smá klapp!
„Já, og soldið gott klapp í lokin.
Það er yndisleg tilfinning, hún er
ólýsanleg. I alvörunni! Maður verð-
ur alltaf jafn auðmjúkur. Þetta er
mikið kikk.“
Þetta er fullnægingin eftir þriggja
tíma samfarir?
„Nákvæmlega. Það er kannski
þess vegna sem maður sættir sig við
að vera láglauna ríkisstarfsmaður."
Heldurðu að þessi sýning geti ver-
ið meðferðarúrræði fyrir ófríð
skáld?
„Já. Skúffuskáld, komið út úr,-
fylgsnunum. Cyrano er samt ekkert
svo ófriður; hann er ekkert skrípi,
hann er bara með stórt nef.“
Það má halda því fram að Cyrano
hafi verið fórnarlamb eineltis.
Kveikir sú reynsla hans samkennd í
þinu brjósti?
„Ekki kannski eineltið heldur það
að vera einn og vera ekki velkominn
vegna útlitsins. I mínu tilfelli var
þetta svo ekki neitt. Ég sé á mynd-
um að ég var bara myndarlegt ungt
barn og átti ekki við neinn ófríðleik
að stríða frekar en fríðleik. Það eru
mörg element í þessum karakter
sem ég þekki betm- en margir aðrir.
Það er virkilega gott að fá að vera
Cyrano í eitt og eitt kvöld og skoða
þessa eiginleika í sjálfum sér. Vissu-
lega snertir þetta strengi í minni
eigin hörpu.“
Cyrano deyr þrjátiu og sex ára og
hefur aldrei verið kysstur. Er hægt
að vefa meira einn?
„Vissulega er einmanaleiki hans
mikill. Hann skapar hann að vissu
leyti sjálfur með minnimáttarkennd
sinni. Hann fær mörg tækifæri til að
segja: ég elska þig, Roxana. En hann
gerir það ekki því hann hræðist til-
finningar sínar og það þekki ég frá
fornu fari. Það er ákveðinn tilfinn-
ingalegur vanþroski; maður á það til
að loka á tilfinningar sínar. Sumir ^
skrifa sig frá þessu, sumir mála
myndir, aðrir leiðast út í afbrot og
eiturlyf."
Og þú leiddist út í leiklistina.
„Sem betur fer og það hefur á
margan hátt bjargað lífi mínu.“ -sm