Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 48
+
^48_________
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Lokið við slitlag
Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri
segir aö þegar litið sé yfir stórverk-
efni ársins komi fyrst upp í hugann
^stærsta verkið sem var mislægu
gatnamótin á Reykjanesbraut. „Við
náðum líka miklum
áfanga í haust er
lokið var við að
leggja bundið slit-
lag í Suðursveit, á
síðásta haftið á leið-
inni milli Reykja-
víkur og Horna-
fjarðar. Þá má
nefna þessa nýju
leið yfir Snæfells-
nesiö, Vatnaleiðina, sem var um 300
> milljóna króna verk.“ Helgi nefnir
lika styrkingu brúa og að einbreiðum
brúm fækki nú um 15-20 á ári. Mjög
stór verkefni eru í uppsiglingu og seg-
ir Helgi að þegar líði að vori verði
boðnar út í framkvæmdir við gerð
jarðganga á milli Sigluíjarðar og
Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð og einnig
ganga milli Reyðarfjarðar og Fá-
skrúðsfjarðar.
Helgl
Hallgrímsson.
Gæluverkefni
Fyrsti áfangi viðbyggingar vegna
Schengensamstarfs var tekinn í notk-
un við Fugstöð Leifs Eiríkssonar hf. á
Keflavíkurflugvelli
25. mars. Var það
gert um leið og
Schengen-vega-
bréfasamstarflð
gekk í gildi. „Við
höfum gagnrýnt að
þessu Schengen-
samstarfi mun
fylgja gríðarlegur
kostnaöur," sagði
Steingrimur J. Sigfússon alþingismað-
ur. Kallaði hann þetta „sérstakt gælu-
verkefni Halldórs Ásgrimssonar".
Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 3,6
milljarðar króna fyrir utan kostnað
^við flughlöð. Endanlegum fram-
kvæmdum vegna endurbóta á flug-
stöðinni átti svo að ljúka nú um ára-
mótin.
Flugvöllur fari
Reykjavíkurborg kynnti nú síðla
árs tillögur varðandi aðalskipulag
borgarinnar 2001-2024. Þar er gert ráð
fyrir umtalsverðum
vexti borgarinnar,
flugvöllurinn í
Vatnsmýri fari og
allt það svæði verði
lagt undir byggð á
skipulagstímanum.
Tókust þau Ingi-
björg Sólrún Gísla-
-^'ingibjörg Sól- dóttir borgarstjóri
run Gisladottir. og sturla Böðvars-
son samgönguráðherra hart á um
þetta á árinu, m.a. vegna endurbóta
sem ráðist var í varðandi flugvöllinn.
Ráðherrann taldi að samkomulag
hefði verið um flugvöll í Vatnsmýr-
inni til 2024, en borgarstjóri sagði ekk-
ert samkomulag um veru vallarins
þar eftir 2016.
Þá var einnig hafin kynning á
skipulagstillögum vegna svæðisskipu-
lags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024
nú í desember. Að þessum tillögum
standa sveitarfélögin átta á höfuð-
borgarsvæðinu.
Mikil gerjun
„Þetta er fyrst og fremst undirbún-
ingsár og því kannski ekki svo margt
á þessari stundu sem hægt er að hrópa
húrra yfir,“ segir
Valgerður Sverris-
dóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra.
„Vonandi hrópa ég
mun meira húrra á
næsta ári. Stóra
málið er auðvitað
sem er Kárahnjúka-
virkjun. Á næsta ári
verður tekin
■^ákvörðun um Noral-framkvæmdirnar.
^^Síðan er ekki ljóst á þessari stundu
hvemig raforkuþörf Norðuráls verður
fullnægt komi til stækkunar verk-
smiðjunnar. Einnig hefur verið rætt
um stækkun álvers ísal í Straumsvík.
Reyðarálsverkefnið er þó komið lengst
i undirbúningi. Þau mál sem hafa ver-
ið í farvegi á annað borð eru því á
réttu róli,“ segir ráðherra.
Valgerður
Sverrisdóttir.
Steingrímur J.
Sigfússon.
Mannvirkjagerö og samgöngubætur setti svip sinn á árið 2001:
Verslunarmiðstöðin Smáralind er
án efa stærsta verkefni ársins þegar
litið er til verkfræðilegra stórverk-
efna á íslandi á árinu 2001. Þar var
reist mannvirki sem kostar með
öllu um 10 milljarða króna, en aðal-
verktaki var ístak. Sem dæmi, þá
kostar Vatnsfeflsvirkjun, sem líka
var tekin í gagnið nú síðla árs, „að-
eins“ um 7 milljarða króna. Þriðja
risaverkefni ársins upp á 1.200 millj-
ónir króna var svo gerð mislægra
gatnamóta á Reykjanesbraut.
Fræg um allan heim
Smáralind var í upphafi sögð
marka tímamót í verslun á Islandi
og sérstaða hennar margþætt. Vakti
hönnunin reyndar heimsathygli þar
sem gárungar töldu sig geta séð aug-
ljóst reðurtákn út úr loftmynd af
byggingunni. Sú mynd flaug eins og
eldur i sinu um afla heimsbyggðina
um Netið. Hönnun ýmissa annarra
þátta byggingarinnar hefur þó líka
vakið talsverða athygli erlendis.
Smáralind í Kópavogi
Langstærsta verklega framkvæmd ársins.
Þrjú verkfræðileg
risaverkefni
Stærsta sinnar tegundar
Smáralind er stærsta bygging sinn-
ar tegundar á Islandi, samtals 63.000
fermetrar og um 400.000 rúmmetrar.
Gríðarleg vinna var lögð í undirbún-
ing þessarar framkvæmdar og voru
m.a. gerðar ítarlegar markaðsrann-
sóknir. Þegar Smáralind var opnuð
klukkan 10.10 þann 10.10. 2001 var
áætluð markaðshlutdeild á höfuðborg-
arsvæðinu 10-12% og ársvelta áætluð
12-14 milljarðar króna. Búist var við
nokkrum samdrætti í verslun annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu í kjöl-
farið.
Samkvæmt áætlunum var síðan
gert ráð fyrir að fjöldi gesta Smára-
lindar yrði um 5 milljónir á ári. Við-
skipti fyrstu mánuðina hafa verið vel
yfir væntingum og sömu sögu var að
segja af aðsókn. Fór milljónasti gest-
urinn þar inn fyrir dyr fyrstu helgina
í desember, eftir að einungis hafði
verið opið í 55 daga.
Risaframkvæmd í vegagerð
Önnur stórframkvæmd og í raun
risaverkefni var unnið á mettíma i
næsta nágrenni Smáralindar á árinu.
Þar var um að ræða 1.200 milljóna
króna verkefni við byggingu mis-
lægra gatnamóta á mótum Reykjanes-
brautar, Nýbýlavegar og Breiðholts-
brautar. ístak hóf framkvæmdir við
verkið í febrúar og var umferð fyrst
hleypt yfir brýmar 30. september.
Þarna er um tvær brýr að ræða, 35
metra brú yfir Reykjanesbraut og 20
metar brú yfir Álfabakka með flókn-
um vegatengingum í allar áttir. I
mannvirkið fóru 4.750 rúmmetrar af
steypu.
Tveim dögum fyrir opmm Smára-
lindar fór fram vígsla þessa mikla
samgöngumannvirkis. Þá afhenti
Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri,
samgönguráðherra, borgarstjóra
Reykjavikur og bæjarstjóra Kópavogs
mannvirkið til notkunar. Áætlað er
að um 50 þúsund bifreiðar fari um
þessi gatnamót á hverjum sólarhring.
Gert er ráð fyrir að bílaflöldinn aukist
í 100 þúsund á sólarhring fyrir árið
2030.
Líka á Vesturlandsvegi
Annað viðamikið verkefni af svip-
uðum toga en talsvert minna í sniðum
er nú í byggingu á gatnamótum Vest-
urlandsvegar, Reynisvatnsvegar og
Víkurvegar við ofanvert Grafarvogs-
hverfið. Hófst þar vinna i haust og var
ráðgert að uppsteypu brúar og ann-
arra mannvirkja yrði lokið um miðj-
an nóvember. Endanlegum frágangi á
ekki að verða lokið fyrr en 1. júlí á
næsta ári. Þá fyrst verður umferð
formlega hleypt á mannvirkið. Fram-
kvæmdin kostar 390.741.000 krónur og
er samvinnuverkefni Vegagerðarinn-
ar og Reykjavíkurborgar. Verktakar
eru Sveinbjörn Sigurðsson ehf. og
Jarðvélar sf.
Vatnsfellsvirkjun
ÍAV-Ísafl ehf., dótturfyrirtæki ís-
lenskra Aðalverktaka, hóf fram-
kvæmdir við Vatnsfellsvirkjun í júlí
1999 og áttu báðar vélar virkjunarinn-
ar að vera komnar í gang um miðjan
desember á þessu ári. Virkjunin er
talin mjög hagkvæm en hún mun
kosta tilbúin um sjö milljarða króna.
Steypan í Vatnsfeflsvirkjun var ekki
skorin við nögl. I mannvirkið fóru
hvorki meira né minna en 45 þúsund
rúmmetrar af steinsteypu en það
myndi duga ágætlega í 120 einbýlis-
hús. Til samanburðar var steypan í
Smáralind um 27.800 rúmmetrar, auk
mikils af steypu sem fór í forsteyptar
einingar. Grafnar voru út í skurðum
við Vatnsfellsvirkjun og fyrir öðrum
mannvirkjum um 2 mifljónir
rúmmetra af jarðvegi. Þá fóru 500 þús-
und rúmmetrar af efni í stíflur og aðr-
ar fyllingar.
Mörg álitamál
Hér er aðeins stiklað á stórum
verkefnum í samgöngumálum og
verklegum framkvæmdum hérlendis
á árinu. Mörg álitamál og ágreinings-
mál eru enn í gangi. Þar má nefna
jarðgangagerð fyrir norðan og austan.
Gerð lóns við Norðlingaöldu hefur
Vatnsfellsvirkjun
Raforkuverið er þegar farið að skila
orku þrátt fyrir undra skamman
framkvæmdatíma.
verið í brennidepli vegna þess að fyr-
ir liggur áhugi Norðuráls á frekari
orkukaupum vegna áforma um stækk-
un álversins á Grundartanga upp í þá
stærð sem rekstrarleyfi er fyrir. Til
þess að uppfylla á umbeðnum tíma
þessar þarfir Norðuráls fyrir raforku
er talið nauðsynlegt að byggja Búðar-
hálsvirkjun og Norðlingaölduveitu.
Aðrir kostir eru ekki taldir möguleg-
ir. Gerð lóns í eða við jaðar Þjórsár-
vera hefur þó sætt mjög harðri gagn-
rýni.
Þá má líka nefna fyrrihugaða
færslu Hringbrautar í Reykjavik og
mislæg gatnamót á dýrustu
slysagatnamótum landsins, Miklu-
braut og Kringlumýrarbraut. Enn
virðist nokkuð í land að menn sættist
þar á leiðir til úrbóta. Það virðist því
hvorki þurð á deilumálum né verkefn-
um á komandi ári.
Sturla Böðvarsson
Mjög stór verkefni í
vegagerð eru í upp-
siglingu, m.a. jarð-
göng fyrir norðan
og austan.
Árið 2001 metár í vegaframkvæmdum:
Meiri vegagerð á nýju á
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra segir árið 2001 hafa verið
metár i vegaframkvæmdum, en enn
meira verði unnið á nýja árinu.
Hann segir að miklar annir hafi ein-
kennt árið 2001 og mörg mál i
vinnslu.
„Það sem hefur tekið einna mest-
an tíma fyrir utan flarskiptamálin
er vinna við samræmda samgöngu-
áætlun sem birt verður á nýju ári.
Þar fyrir utan eru ánægjuleg við-
fangsefni við undirbúning ýmissa
stórframkvæmda og nú síðast átak í
ferðaþjónustunni. Þetta er trúlega
það helsta fyrir utan mikla umræðu
um flugöryggismál."
Mjög stór verkefni eru í uppsigl-
ingu í samgöngumálum. Seinni part
vetrar verði m.a. boðnar út í einu
lagi framkvæmdir við gerð jarð-
ganga á milli Sigluflarðar og Ólafs-
flarðar um Héðinsflörð og ganga á
milli Reyðarfiarðar og Fáskrúðs-
flarðar. Ráðherra gerir ráð fyrir að
jarögangaframkvæmdir geti hafist
næsta haust. Hann nefnir einnig
framkvæmdir sem eru í undirbún-
ingi varðandi Reykjanesbraut sem
nú er í umhverfismatsvinnslu og
hönnun.
„Þá hafa náðst feiknalega stórir
og ánægjulegir áfangar í vegamál-
um á höfuðborgarsvæðinu. Þar er
um að ræða gatnamótin á Reykja-
nesbrautinni og einnig þau sem nú
er unnið að á Vesturlandsveginum.
Næsta verkefni hér á höfuðborgar-
svæðinu er við Reykjanesbrautina í
gegnum Hafnarfiörð.
Á nýju ári munum við hægja á
framkvæmdum frá því sem gert var
ráð fyrir á vegaáætlun. Þar á meðal
mun jarðgöngum seinka eitthvað.
Engu að síður er verið að setja í
krónum talið meira í vegagerð á ár-
inu 2002 en var á líðandi ári sem þó
var metár. Á árinu 2001 voru þetta
tæpir 5,9 milljarðar sem fóru til
vegagerðar en verða tæpir 6,4 millj-
arðar á árinu 2002, þrátt fyrir
frestanir verka," segir Sturla
Böðvarsson.
Þá ákvað Vegagerðin
haustdögum
að ráðist
yrði í tvö-
földun Reykja
nesbrautar sam
kvæmt hugmyndum
Vegagerðarinnar.
Reiknað er með að
bjóða fyrsta kaflann í
þessu 3,5 milljarða
króna verki út snemma á
nýju ári.
m
4‘