Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Helgarblað
Barn í lausaleik
Bandaríski
blökkumanna-
leiötoginn séra
Jesse Jackson
gekkst við því
snemma árs að
hafa eignast barn
í lausaleik með
ástkonu sinni til
margra ára.
Jackson sagði að sjálfsagt hefðu
margir vina hans og stuðnings-
manna orðið fyrir vonbrigðum.
„Ég bið þá um fyrirgefningu og
vona að þeir biðji fyrir mér,“ sagði
Jackson við það tækifæri.
Það var slúðurblaðið National
Enquirer sem greindi frá framhjá-
haldi Jacksons með Karin Stanford,
sem um árabil var aðstoðarkona
hans. Þau kynntust um miðjan síð-
asta áratug, þegar hún ritaði bók
um Jackson og alþjóölegt starf hans.
Kaldhæðni örlaganna hagaði þvi
svo að þegar Hillary Clinton forseta-
frú og Chelsea dóttir hennar þurftu
á huggun að halda vegna framhjá-
halds Bills Clintons leituðu þær
einmitt til Jesses Jacksons.
Grænmetisæði
Sænskir bænd-
ur lýstu í upphafi
ársins yfir
áhyggjum sinum
af mataræði
Görans Perssons
forsætisráðherra,
þá sérstaklega
auknum áhuga
hans á grænmet-
isfæði. Bændur töldu að með orðum
sínum gæti forsætisráðherrann haft
mikil áhrif á matarvenjur sænsks
almennings.
Persson hafði í nokkra daga á
undan geflð í skyn í viðtölum við
fjölmiðla að ástæða væri til að
íhuga sitt lítið af hverju við fram-
leiöslu og neyslu á kjöti. Þá hafði
forsætisráðherrann sagt að neysla á
grænmeti í stað kjöts væru heil-
brigð viðbrögð við því að eitthvað
væri ekki eins og það ætti að vera í
samfélaginu.
Einstök saga
Það þótti ganga kraftaverki næst að
þrettán mánaða gamalt stúlkubarn í
borginni Edmonton í Kanada skyldi
hafa lifað af margra klukkustunda
vist úti i fimbulkulda á bleiunni einni
fata. Hjarta stúlkunnar var reyndar
hætt að slá þegar hún fannst en fór
aftur i gang eftir að komið var með
hana á sjúkrahús. Líkamshiti
stúlkunnar litlu var ekki nema sextán
gráður.
Stúlkan og móðir hennar ætluðu að
gista hjá vinafólki sínu en einhvem
veginn tókst þeirri stuttu að skríða út.
Tuttugu og fjögurra stiga frost var í
Edmonton þetta kvöld í febrúar.
Læknar telja að kuldinn úti og
sihæð stúlkunnar hafði orðið til þess
að bjarga henni frá því að fá
heilaskaða vegna hjartastoppsins.
Drykkjubætur
Kanada-
menn fengu
ærna ástæðu
til að hneyksl-
ast á síðasta
vetri þegar
dómari úrskurðaði að árekstur sem
drukkin kona átti sök á væri at-
vinnurekanda hennar að hluta til
að kenna. Konunni voru dæmdar
sautján milljónir króna í skaðabæt-
ur vegna meiðsla sem hún hlaut i
slysinu. Málavextir eru þeir að kon-
an fékk sér einum of marga drykki
í jólaveislu 1994 og á krá þar á eftir.
Dómarinn taldi að yfirmaður kon-
unnar hefði átt að koma í veg fyrir
að hún settist undir stýri.
!OV
Faömar hetjurnar sínar
Fulloröin kona tekur utan um hetjurnar sínar, tvo slökkviliösmenn, viö minningarathöfn um þá sem týndu lífi í turnunum i World Trade Center þegar hryöju-
verkamenn flugu tveimur farþegaþotum á þá. Rúmlega þrjú þúsund manns létust í árásunum á turnana tvo 11. seþtember síöastliöinn. Meöal hinna látnu
voru margir slökkviliðsmenn sem þustu á vettvang eftir árásirnar en uröu svo undir þegar turnarnir hrundu til grunna.
Þriðjudagurinn 11. september 2001:
Ársins sem nú er að líða verður fyrst
og fremst minnst fyrir þennan dag,
dag sem margir telja að hafi breytt
öllu; tilfmningum okkar, afstöðu okk-
ar til annarra menningarheima og
pólitískum og hernaðarlegum banda-
lögum víða um heim.
Fólk um allan heim var sem lamað
af skelfmgu og hryllingi þegar það
horfði á myndir í sjónvarpi þennan
dag af því þegar tveimur bandarískum
farþegaþotum, sem hryðjuverkamenn
höfðu rænt skömmu áður, var flogið á
turnana tvo í World Trade Center á
Manhattan í New York.
Klukkan var að verða niu að
morgni og þúsundir manna komnar
inn í turnana og aðrar byggingar
World Trade Center þegar tveimur
þotum var flogið á turnana með fárra
mínútna millibili og þeir breyttust í
logandi víti áður en þeir hrundu svo
til grunna.
Snerust til varnar
Um svipað leyti var þriðju þotunni
flogið á Pentagon, höfuðstöövar banda-
ríska landvarnaráðuneytisins, í út-
jaðri Washington D.C. og olli hún tals-
verðum skemmdum og nokkru mann-
tóni. Fjórðu farþegaþotunni var rænt
þennan sama þriðjudagsmorgun en
hún komst aldrei á áfangastað sem
talið er að hafi átt að vera þinghúsið i
Washington. Farþegar í þeirri vél
snerust til vamar og lauk viðureign
þeirra við flugræningjana með þvi að
vélin hrapaði niður í skóglendi
skammt frá borginni Pittsburgh í
Pennsylvaníu.
Um tíma var talið að hátt í sjö þús-
und manns hefðu týnt lífi í þessu
mesta hryðjuverki sem framið hefur
samtakanna. Talibanar hörfuöu frá
höfuðborginni Kabúl þegar komið var
fram undir miðjan nóvember en það
var ekki fyrr en í desember að síðasta
vígi þeirra, borgin Kandahar í suður-
hluta landsins, féll í hendur andstæð-
ingum þeirra.
Stökkt á flótta
Um miðjan desember var síðustu
liðsmönnum al-Qaeda, sem héldu til i
fjalllendi í austurhluta Afganistans,
stökkt á flótta en hvorki fannst tangur
né tetur af Osama bin Laden eða múll-
anum Ómari, andlegum leiðtoga tali-
banahreyfingarinnar. Ekki var þó
annað vitað en að þeir væru á lifl.
Andstæðingar talibanastjórnarinn-
ar, með Norðurbandalagið í broddi
fylkingar, settust niður á afskekktu
hóteli í Þýskalandi undir lok nóvem-
ber og rúmlega viku síðar skrifuðu
þeir undir samkomulag um nýja
bráðabirgðastjóm í landinu til næstu
sex mánaða. Sú stjóm tók formlega
við völdum skömmu fyrir jól. í forsæti
hennar er pastúnaleiðtoginn Hamid
Karzai sem hafði setið í stjórn lands-
ins fyrir tíð talibana.
íbúar Kabúl og annarra borga í
Afganistan fögnuðu mjög ósigri tali-
bana sem höfðu stjómað með harðri
hendi í fimm ár. Margir karlar rökuðu
af sér skeggið sem þeim var gert skylt
að bera, konur tóku ofan blæjumar
sem huldu andlit þeirra og kröfðust
aukinna réttinda og sendar afganska
sjónvarpsins voru aftur gangsettir eft-
ir nokkurra ára þögn.
Standa með forsetanum
Bandarískur almenningur hefur
staðið meö forseta sinum, George W.
Bush, í hernaðinum í Afganistan. Og
DV-MYND ÞÖK
Flóttamenn frá Afganistan
Afganskir flóttamenn koma til landamæranna aö Pakistan meö aleigur sínar
á asna. Mikill fjöldi Afgana lagöi á flótta undan talibönum og loftárásum
Bandarikjamanna og fóru flestir til landamæranna aö Pakistan.
verið á bandarískri grandu. Sú tala
hefur hins vegar stöðugt verið að
lækka og nú er talið aö látnir og þeir
sem saknað er eftir árásirnar séu rétt
rúmlega þrú þúsund.
Böndin beindust fljótlega að sádi-ar-
abíska hryðjuverkamanninum Osama
bin Laden og al-Qaeda hryðjuverka-
sveitum hans sem höfðu hreiðrað um
sig í Afganistan í skjóli talibanastjóm-
arinnar. I desember gerðu bandarísk
stjórnvöld svo opinbera myndbands-
upptöku sem þau segja að sanni, svo
ekki verði um villst, sekt bin Ladens i
þessu máli.
Þykir vænt um dauðann
í öðrum upptökum sem gerðar voru
eftir 11. september þrætti bin Laden
aldrei almennilega fyrir að hafa staðiö
að árásunum en hótaði þess í stað að
fleiri væra í vændum.
Bin Laden var eins og spámaður í
þessum upptökum og í desember var
ekki annað að sjá en að einn spádóm-
ur hans væri um það bO að rætast.
„Það er hægt að sprengja þennan
stað í loft upp,“ sagði hann eitt sinn
við blaðamann sem tók viðtal við
hann í helli hans í Afganistan. „Og við
verðum drepnir. Okkur þykir vænt
um dauðann. Bandaríkjunum þykir
vænt um lifið. Sá er munurinn á okk-
ur.“
Bandaríkjamenn hófu svo loftárásir
á Afganistan í október I þeim tilgangi
að hrekja talibana frá völdum og upp-
ræta starfsemi al-Qaeda hryðjuverka-
2001 reyndist einstakt fréttaár í útlöndum:
í skugga hryðjuverka