Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
49
DV
Helgarblað
Fálkar
Ný tíska er allsráðandi á landsbyggðinni, einn kemur þá annar fer:
Upptökur á nýrri kvikmynd eftir
þá félaga Einar Kárason og Friðrik
Þór Friðriksson hér nyrðra eru
minnisverðar.
Myndin Fálkar
var að langmestu
leyti tekin á Hofs-
ósi, Siglufirði og
Fljótum nú í haust
og komu heima-
menn við sögu í
myndinni, þó svo
að þekktir leikarar
séu að sjálfsögðu í
aðalhlutverkum. Það sem gerir
þennan atburð hvað ánægjulegastan
er að enn á ný kemur Friðrik Þór
norður og tekur upp mynd. Áður
hefur hann tekið hér Bíódaga að
stórum hluta og byrjunina á Börn-
um náttúrunnar. Hvort Fálkar ná
álíka viðurkenningu og Börn nátt-
úrunnar veit að sjálfsögðu enginn,
en að sjálfsögðu leyfir maður sér aö
vona að þarna komi önnur mynd
frá Friðriki Þór sem slær virkilega í
gegn bæði heima og erlendis.
Á hálum ís
Fréttaritarastarfiinu fylgir viss
spenna og vissulega hefur ótal
margt eftirminnilegt gerst frá því ég
byrjaði fyrir nærri
30 árum.
Minnisstætt er
þegar ég þurfti að
skrifa um stórt
íþróttamót á
Sindravelli,
iþróttafréttaritari
DV komst ekki
austur. Ég vissi ná-
kvæmlega ekki
neitt um íþróttir. Út á völl fór ég
vopnuð myndavél og upptökutæki.
Þessi ferð endaði með því að ég fann
ekkert fréttnæmt og fannst ég bara
þvælast fyrir þeim sem þarna voru
að vinna og keppa. Ég fór heim án
þess að ná tali af nokkrum manni.
Eftir góðan kafFisopa heima var ég
búin að safna kjarki til að fara á
. völlinn aftur. Endirinn á þessu var
að þetta tókst allt þokkalega og frétt-
in komst til skila.
Björgun
Að morgni 30. ágúst var ég vak-
inn og mér sagt að línubáturinn Ási
væri strandaður við Brjótinn, sem
er rétt utan Suður-
eyrar. Var ég kom-
inn á strandstað
skömmu síðar.
Tókst mér að ná
þokkalegum
myndum. Snudd-
aðist ég í kringum
björgunarsveitar-
menn og lagði eyr-
un við. Að svo
búnu fór ég heim og samdi frétt sem
ég sendi til ritstjórnar DV með
nokkrum myndum. Klukkan 11 kom
DV út með ílennistóra mynd af
strandstað á forsíðu og fréttina á
bls. 3. Atburðurinn er mér minnis-
stæður fyrir það hversu snurðu-
laust allt gekk fyrir sig, bæði verk
mitt og ekki síður björgun mann-
anna.
Happaskip
„Það var einstakt, alveg dásamleg
upplifun að sjá Skaftfelling koma
hér niður fjallveginn. Þegar hann
kom hér út úr
þokunni var eins
og yfir honum
væri dýrðarljómi,"
sagði Sigrún Jóns-
dóttir kirkjulista-
kona við DV í
sumar. Skaftfell-
ingur kom á átt-
ræðisafmælisdegi
hennar á æsku-
slóðir hennar í Vík í Mýrdal. Þessi
flutningur var síðasta stórvirki Sig-
rúnar Jónsdóttur, en hún lést i
Reykjavík i nóvember. Þrautseigja
Sigrúnar er eftirminnileg. Fram
undan er mikið verk og vandasamt
eins og Sigrún benti á. Mýrdælingar
standa i þakkarskuld við Sigrúnu.
Hvert sem hún fór og hvar sem hún
var gleymdi hún aldrei uppruna
sínum.
Njörður
Helgason.
Valdimar
Hreiðarsson.
Júlía Imsland.
Orn
Þórarinsson.
Bóndinn hverfur og pen-
ingamenn kaupa jöröina
Árið 2001 - fyrsta ár aldarinnar að
margra dómi, heilsaði með ljúfri frétt
um að fyrsta barn ársins og þá aldar-
innar á íslandi væri landsbyggðar-
barn. Fréttaritari blaðsins á Akra-
nesi, Daníel V. Ólafsson, var mættur
til leiks á nýársdag og ljósmyndaði
ánægða fjölskyldu á sjúkrahúsinu og
tók hana tali. Þessi skemmtilega frétt
gefur í raun tóninn fyrir fréttir DV af
málefnum innanlands. Oft báru þær
vitni skemmtilegu og elskulegu mann-
lífi landsbyggðarfólks. Landsbyggðin
er hreint ekki að tæmast, víða er unn-
ið að uppbyggingu og það er mat höf-
undar að tími margra byggðarlaga
muni styrkjast til muna á komandi
árum.
Kanarífuglar bannaðir?
Talandi um fæðingar. Úr Snæfells-
bæ bárust fréttir af mikilli frjósemi
kvenna og Þórhallur Ásmundsson á
Sauðárkróki segir að nýburabætur
reynist undravel í Akrahreppi. Lands-
byggðin var þannig að fjölga íslend-
ingum á árinu. Þjóðin var almennt á
góðri siglingu í bærilegum byr.
En ekki er allt líf jafnvelkomið í
byggðum landsíns. Athygli vakti að
Hvergerðingar nánast bönnuðu
hunda- og kattahald i bænum. Ein-
göngu hreinræktaðar læður máttu
eiga kettlinga. Undrandi bæjarfulltrúi
sagði í viðtali við Evu Hreinsdóttur
hættu á banni við kanarífuglum. Um
svipað leyti greinir Örn Þórarinsson
frá skagfirskri á sem bar tvisvar á
sama árinu. Skagfirsk meri kastaði
öllum á óvænt fyrsta folaldi aldarinn-
ar í Húsey snemma árs. Norskir fóst-
urvísar voru mikið í umræðunni allt
þetta ár. 1 Svarfaðardal varð kýr þrí-
Jón Birgir
Pétursson
blaðamaður
allt fór það mál vel að lokum. Frétta-
menn DV vöktuðu Kötlu gömlu vel,
hún hristi sig lítillega en ekkert gerð-
ist.
Bjargaö úr lífsháska
Sjómaður var fiskaður úr hafinu af
Birtingi NK, Sigurbjörn Utley sagðist
í samtali við Helga Garðarsson á Eski-
firði aldrei í lífinu hafa orðið annað
eins hræddur. Sex manna fjölskylda
bjargaðist úr snjóflóði í Haukadal í
Dölum og sagði frá óhugnanlegri
reynslu í viðtali við Melkorku Bene-
diktsdóttur. Kona lenti í óskemmti-
legri lífsreynslu þegar bíll hennar valt
út í ísi lagða tjörn á Suðurlandi, öku-
maður sem kom á eftir náði að bjarga
konunni á þurrt. Margar fleiri
ánægjulegar fréttir um ótrúlega björg-
un mannslífa voru sagðar hér í blað-
inu, en því miður urðu allmörg slys
en nánar er sagt frá þeim annars stað-
ar í blaðinu.
Fréttaflóö af landsbyggðinni
DV sinnti innanlandsfréttum vel á
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON, SUÐURLANDI
Jólasól
Sólin er lágt á lofti á þessari fallegu mynd Njarðar Helgasonar fréttaritara. En
síöustu dagana hefur sólin síöan tekiö kúrsinn upp á viö, fram undan er áriö
2002, ár sem mun án efa veröa okkur gott.
Annáll
kefld undir vor.
Fólksflótti - landakaup
í fréttum frá fréttariturum ber
nokkuð á umræðunni um fólksflótt-
ann af landsbyggðinni. Mismikil
bjartsýni var ríkjandi í hinum dreifðu
byggðum. Meðan sumir sáu fátt annað
en dauðann var mikill hugur í öðrum.
Austfirðingar börðust fyrir tilurð
virkjunar og í framhaldinu álveri við
Reyðarfjörð. Undir árslok virðist ljóst
að af framkvæmdum verður og fram
undan eru án efa bjartir tímar hjá
Austfirðingum. Kjúklingasláturhús á
Dalvík ætlaði sér stóran hlut og fékk
flnar viðtökur neytenda um land allt,
segir Halldór Ingi á Dalvík. Kjúklinga-
kjöt virðist sigla hraðbyri í að leysa af
ýsu og annað fiskmeti sem aðalrétt á
matborðum landsmanna. Víða voru
menn að byggja upp aðstöðu fyrir
ferðafólk og mörg önnur skemmtileg
fyrirtæki urðu til úti á landi.
Bændur voru margir að bregða búi
og fluttu þá gjarnan á mölina eða til
næsta þéttbýlisstaðar. Mikil tíska er
um þessar stundir að kaupa jarðir og
jarðaparta og greindu fréttaritarar og
blaðamenn oft frá kaupum nafnfrægra
Islendinga á jörðum. Ekki minnsta at-
hygli vakti þegar Sigurjón Sighvats
son og Hagkaupsbræður keyptu Eiða
stað og auk þess aflóga frystihús
Flatey á Breiðafirði. Eyjólfur Sverris
son fótboltakappi keypti Skefilsstaði
kvótalaust og óíbúðarhæft með veiði
réttindum. Hálf Spaugstofan hreiðraði
um sig á Skíðastöðum og Edda
Heiðrún Backman norður á Strönd-
um. Sala ríkisjarða vakti snarpar um-
ræður, ekki síst kaup þingmannsins
ísólfs Gylfa Pálmasonar á jörð á Suð-
urlandi. í Fljótshlíð myndaðist uppa-
hverfi ríkra höfuðborgarbúa. DV
sýndi þetta ásamt korti.
Spár sem ekki rættust
Halldór á Dalvík segir frá veður-
klúbbnum í Dalbæ sem landsfrægð
hefur hlotið. í eitt skipti rættist fyrsta
spáin illa, Sunnlendingar fengu asa-
hiáku í stað þess að fenna í kaf og fjöl-
margir bæir urðu umflotnir. Njörður
Helgason var mættur á staðinn. Vet-
urinn var víðast góður og árið í heild
hið ljúfasta. Þorsteinn G. Kristjánsson
greinir frá létti Grindvikinga þegar
boðað ofviðri fór hjá garði í janúar.
Veðurfar á landinu var reyndar rysj-
ótt á þorra og góu og gæftaleysi var
víða langvarandi en vor og sumar
voru landsmönnum hagstæð
Afleiðingar Suðurlandsskjálfta árið
áður voru stöðugt að koma í ljós.
Hellubíói var lokað í öryggisskyni.
íbúar voru orðnir nokkuð svekktir á
stjórnvöldum vegna bótagreiðslna en
Eignaöist jörð
Einn þeirra sem eignaöist jörö gam-
alla bænda var ísólfur Gylfi Pálma-
son alþingismaöur. Um þessi kaup
uröu miklar blaöadeilur.
árinu eins og ævinlega, enda blaöið
mjög útbreitt um landið allt. Auk
rúmlega fjörutíu fréttaritara á lands-
byggðinni hefur blaðið fjóra blaða-
menn á Akureyri sem vinna fréttir frá
Norðurlandi og víðar. Fréttaritarar
eru nær allir búnir stafrænum
myndavélum og frá þeim hafa birst
glóðvolgar fréttamyndir á síðum
blaðsins allt þetta ár, þar af margar
ágætar forsíðumyndir. Fréttamenn og
ljósmyndarar frá höfuðstöðvunum í
Reykjavík fara auk þess mikið út á
land í fréttaöflun. Á annað þúsund
fréttir af landsbyggðinni birtust á síð-
um DV á árinu 2001. -JBP
Fyrrverandi borgarstjóri flytur út á land:
Er að taka mikla áhættu
Fyrrverandi borgarstjóri Reykja-
víkur, Árni Sigfússon, er Vest-
mannaeyingur og ólst upp þar í bæ
tiLtólf ára aldurs. Nú lítur út fyrir
að hann og fjölskylda hans flytji „út
á land“, eins og það er kallað að yf-
irgefa höfuðborgarsvæðið. Árni og
hans fólk hafa verið að skoða hús f
Reykjanesbæ en til stendur að Árni
verði fyrirliði sjálfstæðismanna í
sveitarstjórnarkosningum í vor og
flestir telja einsýnt að hann verði
arftaki Ellerts Eiríkssonar sem bæj-
arstjóri.
„Þarna er sjávarpláss, líkt og í
Eyjum, þar sem ég fæddist og ólst
upp. Ég kann vel við þann anda sem
þar ríkir,“ sagði Árni Sigfússon.
Hann sótti mikið til Eyja eftir að
fjölskyldan flutti til höfuðborgar-
svæðisins. „I sjávarþorpum eru yfir-
leitt allir jafnir, þar líðst engin
stéttaskipting, menn tala út um mál-
in og mér likar það vel. í pólitíkinni
í Reykjanesbæ held ég að hafi
tíðkast minna skítkast en víða, og
það er mér að skapi,“ sagði Árni
Sigfússon. Hann segir að greinilega
hafi menn í Reykjanesbæ staðið vel
saman að uppbyggingu á öflugu
sveitarfélagi.
Óneitanlega vekur það samt at-
hygli þegar fyrrverandi borgarstjóri
og forstjóri hverfur úr borginni á
nýjar lendur. Og Árni leggur tals-
vert undir. í pólitík er ekkert tryggt.
„Auðvitað er það rétt, það er mik-
ill áhættuþáttur í þessu hjá mér,
það er ekki búið að kjósa og ekki er
búið að ná saman um meirihluta.
En eitthvað segir mér að taka starfi
sem þessu frekar en einhverju ró-
legu starfi í skrifræðinu á borgar-
mörkunum," segir Árni.
Arni segir að miklir möguleikar
séu í Reykjanesbæ. Búið er að
byggja upp prýðilega hafnarað-
stöðu, möguleikarnir í tengsl-
um við alþjóðaflugvöllinn eru
miklir, búið er að einsetja
grunnskólana sem Árni segir
að sé mikið þrekvirki. Þá liggi
beinast við að gera enn betur
i innra starfi skólanna. Um-
hverfismálin segir Árni í
góðum farvegi og þar og i at-
vinnumálum megi vinna
áfram að góðum málum.
„Mér finnst það viss kostur
að þetta er minna sveitarfélag
en ég hef búið í síðustu árin. Þarna
er hægt að gera öfluga hluti en kost-
urinn er að maður á að geta verið í
meiri nálægt við fólk, og það er mér
mjög að skapi,“ sagði Árni Sigfús-
son. -JBP
Arni Sigfússon
Meiri nálægö viö fólk í minna sveit-
arfélagi.