Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
4 7
DV
Helgarblað
i
Sterkt og ljúft
„Sterkustu upplifanir rnínar varð-
andi listir á árinu eru tengdar leik-
sýningum. Þær minnisstæðustu eru
Platanov hjá Nem-
endaleikhúsinu, í
samvinnu við Hafn-
arfjarðarleikhúsið
undir leikstjórn
Hilmars Jónssonar,
heillandi sýning,
full af húmor og
óvæntum uppá-
tækjum. Fröken
Júlía í flutningi
Einleikhússins, undir leikstjóin Rún-
ars Guðbrandssonar, djörf sýning sem
var trú sinni leið þó um hana mætti
deila. Grimmasta upplifunin var að
sjá í vandaðri og gegnhugsaðri leik-
stjórn Maríu Kristjánsdóttur verk Ib-
sens, Fjandmaður fólksins. Óborgan-
leg var stórleikkona í túlkun Hilmis
Snæs í Með fulla vasa af grjóti, vatns-
speglunaratriði í Pocket Ocean hjá ís-
lenska dansflokknum og dans um-
renninganna í Beðið eftir Godot!“
Safn Sverris
„Tvennt vil ég sérstaklega nefna í
myndiistinni á árinu. Annað er sýn-
ingin í Listasafni íslands frá Petit
Palais í París. Það er einstakt fyrir
okkur að fá að sjá
svona perlur úr
listasögunni með
eigin augum. Hitt
er sýningin í Lista-
safni Kópavogs úr
einkasafni Sverris
Sigurðssonar,
þriðja sýningin sem
þar er á verkum úr
einkasöfnum. Ég
hélt að hann væri búinn að gefa Há-
skólanum mestallt sitt safn en það var
öðru nær, hann átti feikinóg eftir til
að fylla Gerðarsafn. Sverrir er afar
merkur safnari sem studdi abstrakt-
kynslóðina og hefur haldið áfram að
kaupa verk eftir yngra fólk allt fram á
þennan dag.“
Frábært starf
„í vor hlustaði ég á ótal nemenda-
tónleika sem báru allir vitni um það
frábæra starf sem er unnið í tónlistar-
skólum landsins. í nóvember fór ég
síðan á baráttutón-
leika gegn virðing-
arleysi sveitarfé-
laga gagnvart tón-
listarkennslu á ís-
landi. Þetta stóð
upp úr á árinu.
Guðmundur
Kristmundsson hélt
glæsilega víólutón-
leika i desember og
Steef Van Oosterhout spilaði fyrir
okkur marimbukonsert meistara
Takemitsu með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands af einskærri snilld. Bláa röðin
hjá Sinfóníunni er frumleg og fram-
sækin - enda ilia sótt. Um verslunar-
mannahelgina léku Jaap Schröder,
Svava Bernharðsdóttir, Sigurður Hall-
dórsson og Kees de Wijs allar 12 tríó-
áónötur Purcells í Skálholtskirkju.
Innsæi þroskaðra listamanna ein-
kenndi flutning þessara fáheyrðu
meistaraverka."
í hjartastað
„Fjórir viðburðir komu við kvik-
una: tónleikar Kristins Sigmundsson-
ar og Jónasar Ingimundarsonar í
Salnum sýndu hversu stórkostlegir
listamenn þeir eru,
og maður fann fyrir
mætti náins sam-
starfs, þekkingu og
virðingu fyrir tón-
listinni, sem skilaði
sér beint í hjarta-
stað. Dagskráin á
Degi slagverksins í
Gerðubergi, með
Eggerti Pálssyni,
Pétri Grétarssyni, Steef van Ooster-
hout o.íl. var metnaðarfull, áræðin og
fjölbreytt. Sýning íslenska dansflokks-
ins á þremur nýjum dansverkum eftir
Láru Stefánsdóttur, Katrínu Hall og
Ólöfu Ingólfsdóttur var sterk og lif-
andi tónlistarílutningur gerði upp-
lifunina enn sterkari. Og loks eftir-
minndeg sýning á Öndvegiskonum
undir stjórn Viðars Eggertssonar."
Elísabet B.
Þórisdóttir.
Kolbeinn
Bjarnason.
Guðbjörg
Kristjánsdóttir.
Viöar
Eggertsson.
Menningarárið 2001 - eitthvað fyrir alla sem vildu njóta og skapa:
Er menningin vírus?
Þaðfyrsta sem manni dettur í hug
þegar spurt er hvaó stóð upp úr í
menningunni á árinu er aó sjálf-
sögðu hvaó hallar á þaö í saman-
burói við árió á undan, hió mikla
mmm-menningarár. En þegar sest er
niöur og rifjað upp þá kemur ótal-
margt í hugann, miklu fleira en tí-
undað veröur í stuttum pistli.
Sófamálverk, drasl
og falsanir
Fyrsta myndlistarsýningin sem at-
hygli vakti var Gullni pensillinn á
Kjarvalsstöðum þar sem hópur mynd-
listarmanna sýndi (tiltölulega) figúra-
tíf málverk. Minnisstæðustu mynd-
irnar eru afar ólikar: Geysistórt
skilirí Hallgríms Helgasonar af
innviðum venjulegs sumarbústaðar
með Grim sitjandi þjáðan og einmana
við matarborðið og stórt málverk
Kristínar Gunnlaugsdóttur af vængj-
uðum hesti. Báðar fylla brjóstið ill-
skilgreinanlegum trega. Sófamálverk-
ið í Hafnarhúsinu er líka minnisstæð
sýning, aldrei hefur forvitni landans
um híbýli náungans verið jafnræki-
lega svalað og í möppunum með ljós-
myndum úr stofum fóiks sem lágu
frammi á þeirri sýningu. í Gerðubergi
valdi Sjón á sýninguna Þetta vil ég sjá
alls konar „drasl“ sem gaman var að
skoða, en í Listasafni íslands fengu
Silja
Aðalsteinsdóttir
fréttastjóri
menningarefnis
menn kjörgripi frá Petit Palais í París
og settu upp undir heitinu Náttúru-
sýnir. Gerðarsafn í Kópavogi blandaði
listamönnum saman í sínu fagra húsi
svo iðulega varð úr frjótt samspil.
Loks má til að nefna Odd Nerdrum og
Kristján Guðmundsson á Kjarvals-
stöðum, Erró í Hafnarhúsi, Scheving í
Listasafni íslands og Óla G. í Lista-
safninu á Akureyri sem seldi heila
sýningu.
Gallerí i8 fluttist í stærra og hent-
ugra húsnæði við Klapparstíginn og
við Hverfisgötu var opnað Gallerí
Skuggi sem sýnir myndlist á daginn
og kvikmyndir á síðkvöldum.
Málverkafalsanirnar komust aftur í
hámæli á myndlistarþingi í haust og
hryggðu menn enn á ný.
Godot kom
í leikhúsinu var Viðar Eggertsson
maður ársins með þrjár eftirminnileg-
ar sýningar, Öndvegiskonur hjá LR,
Laufin í Toscana í Þjóðleikhúsi og Tú-
skildingsóperuna í Nemendaleikhús-
inu. Sameiginlegt einkenni þessara
ólíku verka er að þau snerta öll ein-
hvern sáran mannlegan streng, sagði
DV-MYND EINAR ÖRN
Hann töfraöi
áhorfendur
meö söng sín-
um og leik
Ólafur Kjart-
an í hlutverki
Papagenós í
Töfraflautunni.
spuna þegar Siggi Flosa og Gunnar
Gunn fluttu Sálma jólanna. I árslok
hélt Caput-hópurinn merka nú-
timatónlistarhátíð í Hafnarhúsinu til
að sýna samstöðu með tónlistarkenn-
urum sem háðu harða kjarabaráttu á
árinu.
Nokkur titringur varð þegar Rico
Saccani, aðalhljómsveitarstjóri Sin-
fóníunnar, hvarf á braut, en hljóm-
sveitin hefur haldið sínu striki. Sögu-
legar sættir urðu við tengdason ís-
lands, Vladimir Ashkenazy, í ársbyrj-
un og eru þeir tónleikar einn af há-
punktunum í tónleikahaldi Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, að mati gagnrýn-
anda DV. Stórskemmtilegur bræðing-
ur klassíkur og popps tókst vel þegar
hljómsveitin lék verk eftir Botnleðju
og Quarashi í liaust.
Carreras kom og of margir miðar
voru seldir inn svo að hljómburður
varð afleitur á stórum svæðum í
Laugardalshöll. Þar söng líka okkar
eigin Björk í fyrsta skipti með hljóm-
sveitinni rétt fyrir jólin.
Plötur komu margar eigulegar.
M.a. lék Nína Margrét Grímsdóttir öll
píanóverk Páls ísólfssonar inn á
plötu, Finnur Bjarnason söng alla
Fígúratíf list í brennidepli
Málverk eftir Kristínu
Gunnlaugsdóttur.
grímskirkju undir stjóm Harðar Ás-
kelssonar - sem er maður allra ára í
íslensku tónlistarlífi. Sama kirkja
endurómaði af ógleymanlegum djass-
söngva Jóns Leifs við undirleik Arnar
Magnússonar og flutningur Þuríðar
Pálsdóttur á klassískum barnalögum
kom loksins út.
Njála er vírus
Ofangreind fullyrðing er úr viötali í
DV við Jón Karl Helgason sem skrif-
aði bók um Höfunda Njálu, og getur
hún vel átt við bókmenntirnar -
og menninguna - yfirleitt.
í ársbyrjun breyttist
Tímarit Máls og
menningar í Tíma-
rit menningar og
mannlifs og
líkist nú ekki
lengur Eim-
reiðinni,
eins og nýr
ritstjóri
sagði í þessu
blaði. Ýmsir
fengu sjokk
og fræði-
mönnum á
bók-
mennta-
sviði
finnst að
sér þrengt en
tímaritið lifir
vonandi breyt-
inguna af.
Gerðuberg hélt
áfram með vel heppnuð
Ritþing þar sem rithöfund-
ar eru yfirheyrðir tímun-
um saman við almennan
fögnuð yfirfullra sala. í ár
voru þau í eldlínunni
Sigurður Pálsson og
Steinunn Siguröardótt-
ir sem bæði voru með í
jólabókaflóðinu. í
Gerðubergi var lika haldin vel heppn-
uð barnabókaráðstefna í vor og önnur
í haust í Norræna húsinu. Þar komust
menn alla leið í Sjöunda himin!
íslenskar bókmenntir héldu
áfram útrás sinni og bárust fregn-
ir af geysigóðum viðtökum m.a.
við skáldverkum Guðbergs Bergs-
sonar, Hallgríms Helgasonar,
Sjóns, Einars Más, Einars Kára-
sonar og Ólafs Jóhanns með reglu-
legu millibili inn á fjölmiðla. Allir
gerðu þessir höfundar sig líka gild-
andi á jólabókamarkaði ársins.
Einkum voru þeir Hallgrímur og
Guðbergur áberandi í fjölmiðlum
ásamt Matthíasi Johannessen sem
nýtur þess að vera stiginn úr rif^
stjórastóli í Kringlumýrinni og far-
inn að geta talað frjálslega um
menn og málefni.
Verðlaun voru að venju fjölmörg
á þessum vettvangi: Vigdís Gríms-
dóttir fékk DV-verðlaunin í bók-
menntum, Gyrðir Elíasson ís-
lensku bókmenntaverðlaunin,
Bjarni Bjarnason fékk Lax-
nessverðlaunin og Ingibjörg Har-
aldsdóttir verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar. -SA
leikstjórinn í viðtali hér i blaðinu.
Einnig eru minnisstæðar uppsetning-
ar á Bláa hnettinum i Þjóðleikhúsinu,
Sniglaveislu Ólafs Jóhanns hjá LA
sem bráðum verður sett á svið í West
End í London, Ungir menn á uppleið
hjá Stúdentaleikhúsinu, Hver er
hræddur við Virginíu Woolf í Þjóð-
leikhúsinu þar sem Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir keppti við sjálfa Elizabeth
Taylor, Englabörn Hávars Sigurjóns-
sonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu og
Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsi.
Útvarpsleikhúsið vakti athygli
fyrir ræktarsemi við ung leik-
skáld og vandaðan flutning á
þýddum verkum, til dæmis
Ausu Steinberg eftir Lee
Hall sem Brynhildur Guð-
jónsdóttir lék svo eftir-
minnilega.
Nýtt leikhús var sett á
fót, Vesturport, og er því
óskað velfarnaðar.
Listdansinn dunaði í
Borgarleikhúsinu og heill-
andi var sýning íslenska
dansflokksins í haust á
verkum þriggja íslenskra
danshöfunda.
Þróuö tónlistarmenning
Svo ótalmargir viðburðir eru á
tónlistarsviðinu að enginn getur haft
yfirsýn yfir þá. Þar er maður ársins
Ólafur Kjartan Sigurðarson, fyrsti
fastráðni söngvarinn við íslensku óp-
eruna sem töfraði áheyrendur í La
Bohéme og Töfraílautunni á árinu.
Hann söng líka heila dagskrá af
splunkunýjum lögum við íslensk ljóð
í Gerðubergi við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar og í haust briller-
uðu þeir Bergþór Pálsson með glunta-
söngvana sænsku í Salnum ásamt
Jónasi.
Meðal stórvirkja á árinu má nefna
Passíu Haíliða Hallgrímssonar og Jós-
úa Hándels sem bæði voru flutt í Hall-
Menn skrifa ekki beittar bækur um land og þjóð klæddir í landsliðsbúninginn:
Ekki orðinn ástmögur
Spútnik bókavertíðarinnar er Hall-
grímur Helgason og mun eflaust
verða rætt og rifist um skáldsögu
hans. Höfund íslands, langt fram á
þessa öld. Hann var spurður að þvi
hvernig honum litist á heilsufar is-
lenskra bókmennta í lok ársins 2001.
„Islenskar bókmenntir standa vel,“
segir Hallgrímur, „það er gullöld í
gangi. Margir höfundar fá verk sín
þýdd á önnur mál. Að vísu ná aðeins
skáldsögur máli hér en- breiddin þar
er mikil. Þó finnst mér að menn
mættu alveg hugsa stærra í verkum
sínum, og vera metnaðarfyilri. Ungir
höfundar eru að koma fram og virðast
skauta beint inn á miðjuna, fram hjá
jaðarbókmenntunum, sem ég tel gott.
Við sjáum gróskuna best í því að
gagnrýnendur virðast mestmegnis
hafa gefist upp fyrir höfundunum.
Þeir virðast ekki hafa undan flóðinu
og núorðið sjást vart lengur nei-
kvæðir dómar. Allt er þetta orðið
ein stór „yndislesning".
Um leið verður maður
var við ákveðna breytingu
á tungumálinu. Ungu höf-
undarnir bera ekki eins
mikla virðingu fyrir íslensk-
unni og ég ólst upp við. ís-
lenskan er að komast út úr
baðstofunni og veröa venju-
legt og brúklegra nútímamál.
Við heyrum þetta til dæmis
vel í dægurlagatextum. Þar
hefur talmálið endanlega sigr-
að bókmálið. Og í nýrri ljóða
bók sinni notar Guðbergur al
veg flatt mál og virðist hitta í
mark með því. Ungu höfund-
arnir leggja lítið upp úr stíl.
Innihaldið er þeim allt. Ég
er reyndar á þvi að halda í
hvort tveggja, en kann þó
betur við „basic“-aðferð
ungu kynslóðarinnar en
formdýrkun eldri kyn-
slóðarinnar."
- Bókin þín rann
út eins og hin-
ar frægu lummur - ertu orðinn ást-
mögur þjóðarinnar?
„Vonandi ekki. Ég held að það sé
ekkert alltof auðvelt að skrifa beitt-
ar bækur um land og þjóð klæddur í
landsliðsbúninginn. Ég var hissa á
þessari miklu sölu því nú er þessi
bók enginn skyndibiti. Kannski er
maður búinn að vinna sér inn kredit
hjá þjóðinni í gegnum tíðina, og svo
er auðvitað mikill munur að vera nú
hjá alvöru bókaforlagi þar sem
markaðshugsunin er meiri en á
gamla staðnum þar sem höfundar
voru auglýstir eftir aldri.“ -SA
DV-MYND HILMAR PÓR
Hallgrímur Helgason rithöfundur
Hann er hugsi yfir
sinni miklu sölu.