Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 4 7 DV Helgarblað i Sterkt og ljúft „Sterkustu upplifanir rnínar varð- andi listir á árinu eru tengdar leik- sýningum. Þær minnisstæðustu eru Platanov hjá Nem- endaleikhúsinu, í samvinnu við Hafn- arfjarðarleikhúsið undir leikstjórn Hilmars Jónssonar, heillandi sýning, full af húmor og óvæntum uppá- tækjum. Fröken Júlía í flutningi Einleikhússins, undir leikstjóin Rún- ars Guðbrandssonar, djörf sýning sem var trú sinni leið þó um hana mætti deila. Grimmasta upplifunin var að sjá í vandaðri og gegnhugsaðri leik- stjórn Maríu Kristjánsdóttur verk Ib- sens, Fjandmaður fólksins. Óborgan- leg var stórleikkona í túlkun Hilmis Snæs í Með fulla vasa af grjóti, vatns- speglunaratriði í Pocket Ocean hjá ís- lenska dansflokknum og dans um- renninganna í Beðið eftir Godot!“ Safn Sverris „Tvennt vil ég sérstaklega nefna í myndiistinni á árinu. Annað er sýn- ingin í Listasafni íslands frá Petit Palais í París. Það er einstakt fyrir okkur að fá að sjá svona perlur úr listasögunni með eigin augum. Hitt er sýningin í Lista- safni Kópavogs úr einkasafni Sverris Sigurðssonar, þriðja sýningin sem þar er á verkum úr einkasöfnum. Ég hélt að hann væri búinn að gefa Há- skólanum mestallt sitt safn en það var öðru nær, hann átti feikinóg eftir til að fylla Gerðarsafn. Sverrir er afar merkur safnari sem studdi abstrakt- kynslóðina og hefur haldið áfram að kaupa verk eftir yngra fólk allt fram á þennan dag.“ Frábært starf „í vor hlustaði ég á ótal nemenda- tónleika sem báru allir vitni um það frábæra starf sem er unnið í tónlistar- skólum landsins. í nóvember fór ég síðan á baráttutón- leika gegn virðing- arleysi sveitarfé- laga gagnvart tón- listarkennslu á ís- landi. Þetta stóð upp úr á árinu. Guðmundur Kristmundsson hélt glæsilega víólutón- leika i desember og Steef Van Oosterhout spilaði fyrir okkur marimbukonsert meistara Takemitsu með Sinfóníuhljómsveit ís- lands af einskærri snilld. Bláa röðin hjá Sinfóníunni er frumleg og fram- sækin - enda ilia sótt. Um verslunar- mannahelgina léku Jaap Schröder, Svava Bernharðsdóttir, Sigurður Hall- dórsson og Kees de Wijs allar 12 tríó- áónötur Purcells í Skálholtskirkju. Innsæi þroskaðra listamanna ein- kenndi flutning þessara fáheyrðu meistaraverka." í hjartastað „Fjórir viðburðir komu við kvik- una: tónleikar Kristins Sigmundsson- ar og Jónasar Ingimundarsonar í Salnum sýndu hversu stórkostlegir listamenn þeir eru, og maður fann fyrir mætti náins sam- starfs, þekkingu og virðingu fyrir tón- listinni, sem skilaði sér beint í hjarta- stað. Dagskráin á Degi slagverksins í Gerðubergi, með Eggerti Pálssyni, Pétri Grétarssyni, Steef van Ooster- hout o.íl. var metnaðarfull, áræðin og fjölbreytt. Sýning íslenska dansflokks- ins á þremur nýjum dansverkum eftir Láru Stefánsdóttur, Katrínu Hall og Ólöfu Ingólfsdóttur var sterk og lif- andi tónlistarílutningur gerði upp- lifunina enn sterkari. Og loks eftir- minndeg sýning á Öndvegiskonum undir stjórn Viðars Eggertssonar." Elísabet B. Þórisdóttir. Kolbeinn Bjarnason. Guðbjörg Kristjánsdóttir. Viöar Eggertsson. Menningarárið 2001 - eitthvað fyrir alla sem vildu njóta og skapa: Er menningin vírus? Þaðfyrsta sem manni dettur í hug þegar spurt er hvaó stóð upp úr í menningunni á árinu er aó sjálf- sögðu hvaó hallar á þaö í saman- burói við árió á undan, hió mikla mmm-menningarár. En þegar sest er niöur og rifjað upp þá kemur ótal- margt í hugann, miklu fleira en tí- undað veröur í stuttum pistli. Sófamálverk, drasl og falsanir Fyrsta myndlistarsýningin sem at- hygli vakti var Gullni pensillinn á Kjarvalsstöðum þar sem hópur mynd- listarmanna sýndi (tiltölulega) figúra- tíf málverk. Minnisstæðustu mynd- irnar eru afar ólikar: Geysistórt skilirí Hallgríms Helgasonar af innviðum venjulegs sumarbústaðar með Grim sitjandi þjáðan og einmana við matarborðið og stórt málverk Kristínar Gunnlaugsdóttur af vængj- uðum hesti. Báðar fylla brjóstið ill- skilgreinanlegum trega. Sófamálverk- ið í Hafnarhúsinu er líka minnisstæð sýning, aldrei hefur forvitni landans um híbýli náungans verið jafnræki- lega svalað og í möppunum með ljós- myndum úr stofum fóiks sem lágu frammi á þeirri sýningu. í Gerðubergi valdi Sjón á sýninguna Þetta vil ég sjá alls konar „drasl“ sem gaman var að skoða, en í Listasafni íslands fengu Silja Aðalsteinsdóttir fréttastjóri menningarefnis menn kjörgripi frá Petit Palais í París og settu upp undir heitinu Náttúru- sýnir. Gerðarsafn í Kópavogi blandaði listamönnum saman í sínu fagra húsi svo iðulega varð úr frjótt samspil. Loks má til að nefna Odd Nerdrum og Kristján Guðmundsson á Kjarvals- stöðum, Erró í Hafnarhúsi, Scheving í Listasafni íslands og Óla G. í Lista- safninu á Akureyri sem seldi heila sýningu. Gallerí i8 fluttist í stærra og hent- ugra húsnæði við Klapparstíginn og við Hverfisgötu var opnað Gallerí Skuggi sem sýnir myndlist á daginn og kvikmyndir á síðkvöldum. Málverkafalsanirnar komust aftur í hámæli á myndlistarþingi í haust og hryggðu menn enn á ný. Godot kom í leikhúsinu var Viðar Eggertsson maður ársins með þrjár eftirminnileg- ar sýningar, Öndvegiskonur hjá LR, Laufin í Toscana í Þjóðleikhúsi og Tú- skildingsóperuna í Nemendaleikhús- inu. Sameiginlegt einkenni þessara ólíku verka er að þau snerta öll ein- hvern sáran mannlegan streng, sagði DV-MYND EINAR ÖRN Hann töfraöi áhorfendur meö söng sín- um og leik Ólafur Kjart- an í hlutverki Papagenós í Töfraflautunni. spuna þegar Siggi Flosa og Gunnar Gunn fluttu Sálma jólanna. I árslok hélt Caput-hópurinn merka nú- timatónlistarhátíð í Hafnarhúsinu til að sýna samstöðu með tónlistarkenn- urum sem háðu harða kjarabaráttu á árinu. Nokkur titringur varð þegar Rico Saccani, aðalhljómsveitarstjóri Sin- fóníunnar, hvarf á braut, en hljóm- sveitin hefur haldið sínu striki. Sögu- legar sættir urðu við tengdason ís- lands, Vladimir Ashkenazy, í ársbyrj- un og eru þeir tónleikar einn af há- punktunum í tónleikahaldi Sinfóníu- hljómsveitarinnar, að mati gagnrýn- anda DV. Stórskemmtilegur bræðing- ur klassíkur og popps tókst vel þegar hljómsveitin lék verk eftir Botnleðju og Quarashi í liaust. Carreras kom og of margir miðar voru seldir inn svo að hljómburður varð afleitur á stórum svæðum í Laugardalshöll. Þar söng líka okkar eigin Björk í fyrsta skipti með hljóm- sveitinni rétt fyrir jólin. Plötur komu margar eigulegar. M.a. lék Nína Margrét Grímsdóttir öll píanóverk Páls ísólfssonar inn á plötu, Finnur Bjarnason söng alla Fígúratíf list í brennidepli Málverk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur. grímskirkju undir stjóm Harðar Ás- kelssonar - sem er maður allra ára í íslensku tónlistarlífi. Sama kirkja endurómaði af ógleymanlegum djass- söngva Jóns Leifs við undirleik Arnar Magnússonar og flutningur Þuríðar Pálsdóttur á klassískum barnalögum kom loksins út. Njála er vírus Ofangreind fullyrðing er úr viötali í DV við Jón Karl Helgason sem skrif- aði bók um Höfunda Njálu, og getur hún vel átt við bókmenntirnar - og menninguna - yfirleitt. í ársbyrjun breyttist Tímarit Máls og menningar í Tíma- rit menningar og mannlifs og líkist nú ekki lengur Eim- reiðinni, eins og nýr ritstjóri sagði í þessu blaði. Ýmsir fengu sjokk og fræði- mönnum á bók- mennta- sviði finnst að sér þrengt en tímaritið lifir vonandi breyt- inguna af. Gerðuberg hélt áfram með vel heppnuð Ritþing þar sem rithöfund- ar eru yfirheyrðir tímun- um saman við almennan fögnuð yfirfullra sala. í ár voru þau í eldlínunni Sigurður Pálsson og Steinunn Siguröardótt- ir sem bæði voru með í jólabókaflóðinu. í Gerðubergi var lika haldin vel heppn- uð barnabókaráðstefna í vor og önnur í haust í Norræna húsinu. Þar komust menn alla leið í Sjöunda himin! íslenskar bókmenntir héldu áfram útrás sinni og bárust fregn- ir af geysigóðum viðtökum m.a. við skáldverkum Guðbergs Bergs- sonar, Hallgríms Helgasonar, Sjóns, Einars Más, Einars Kára- sonar og Ólafs Jóhanns með reglu- legu millibili inn á fjölmiðla. Allir gerðu þessir höfundar sig líka gild- andi á jólabókamarkaði ársins. Einkum voru þeir Hallgrímur og Guðbergur áberandi í fjölmiðlum ásamt Matthíasi Johannessen sem nýtur þess að vera stiginn úr rif^ stjórastóli í Kringlumýrinni og far- inn að geta talað frjálslega um menn og málefni. Verðlaun voru að venju fjölmörg á þessum vettvangi: Vigdís Gríms- dóttir fékk DV-verðlaunin í bók- menntum, Gyrðir Elíasson ís- lensku bókmenntaverðlaunin, Bjarni Bjarnason fékk Lax- nessverðlaunin og Ingibjörg Har- aldsdóttir verðlaun Jónasar Hall- grímssonar. -SA leikstjórinn í viðtali hér i blaðinu. Einnig eru minnisstæðar uppsetning- ar á Bláa hnettinum i Þjóðleikhúsinu, Sniglaveislu Ólafs Jóhanns hjá LA sem bráðum verður sett á svið í West End í London, Ungir menn á uppleið hjá Stúdentaleikhúsinu, Hver er hræddur við Virginíu Woolf í Þjóð- leikhúsinu þar sem Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir keppti við sjálfa Elizabeth Taylor, Englabörn Hávars Sigurjóns- sonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu og Beðið eftir Godot í Borgarleikhúsi. Útvarpsleikhúsið vakti athygli fyrir ræktarsemi við ung leik- skáld og vandaðan flutning á þýddum verkum, til dæmis Ausu Steinberg eftir Lee Hall sem Brynhildur Guð- jónsdóttir lék svo eftir- minnilega. Nýtt leikhús var sett á fót, Vesturport, og er því óskað velfarnaðar. Listdansinn dunaði í Borgarleikhúsinu og heill- andi var sýning íslenska dansflokksins í haust á verkum þriggja íslenskra danshöfunda. Þróuö tónlistarmenning Svo ótalmargir viðburðir eru á tónlistarsviðinu að enginn getur haft yfirsýn yfir þá. Þar er maður ársins Ólafur Kjartan Sigurðarson, fyrsti fastráðni söngvarinn við íslensku óp- eruna sem töfraði áheyrendur í La Bohéme og Töfraílautunni á árinu. Hann söng líka heila dagskrá af splunkunýjum lögum við íslensk ljóð í Gerðubergi við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og í haust briller- uðu þeir Bergþór Pálsson með glunta- söngvana sænsku í Salnum ásamt Jónasi. Meðal stórvirkja á árinu má nefna Passíu Haíliða Hallgrímssonar og Jós- úa Hándels sem bæði voru flutt í Hall- Menn skrifa ekki beittar bækur um land og þjóð klæddir í landsliðsbúninginn: Ekki orðinn ástmögur Spútnik bókavertíðarinnar er Hall- grímur Helgason og mun eflaust verða rætt og rifist um skáldsögu hans. Höfund íslands, langt fram á þessa öld. Hann var spurður að þvi hvernig honum litist á heilsufar is- lenskra bókmennta í lok ársins 2001. „Islenskar bókmenntir standa vel,“ segir Hallgrímur, „það er gullöld í gangi. Margir höfundar fá verk sín þýdd á önnur mál. Að vísu ná aðeins skáldsögur máli hér en- breiddin þar er mikil. Þó finnst mér að menn mættu alveg hugsa stærra í verkum sínum, og vera metnaðarfyilri. Ungir höfundar eru að koma fram og virðast skauta beint inn á miðjuna, fram hjá jaðarbókmenntunum, sem ég tel gott. Við sjáum gróskuna best í því að gagnrýnendur virðast mestmegnis hafa gefist upp fyrir höfundunum. Þeir virðast ekki hafa undan flóðinu og núorðið sjást vart lengur nei- kvæðir dómar. Allt er þetta orðið ein stór „yndislesning". Um leið verður maður var við ákveðna breytingu á tungumálinu. Ungu höf- undarnir bera ekki eins mikla virðingu fyrir íslensk- unni og ég ólst upp við. ís- lenskan er að komast út úr baðstofunni og veröa venju- legt og brúklegra nútímamál. Við heyrum þetta til dæmis vel í dægurlagatextum. Þar hefur talmálið endanlega sigr- að bókmálið. Og í nýrri ljóða bók sinni notar Guðbergur al veg flatt mál og virðist hitta í mark með því. Ungu höfund- arnir leggja lítið upp úr stíl. Innihaldið er þeim allt. Ég er reyndar á þvi að halda í hvort tveggja, en kann þó betur við „basic“-aðferð ungu kynslóðarinnar en formdýrkun eldri kyn- slóðarinnar." - Bókin þín rann út eins og hin- ar frægu lummur - ertu orðinn ást- mögur þjóðarinnar? „Vonandi ekki. Ég held að það sé ekkert alltof auðvelt að skrifa beitt- ar bækur um land og þjóð klæddur í landsliðsbúninginn. Ég var hissa á þessari miklu sölu því nú er þessi bók enginn skyndibiti. Kannski er maður búinn að vinna sér inn kredit hjá þjóðinni í gegnum tíðina, og svo er auðvitað mikill munur að vera nú hjá alvöru bókaforlagi þar sem markaðshugsunin er meiri en á gamla staðnum þar sem höfundar voru auglýstir eftir aldri.“ -SA DV-MYND HILMAR PÓR Hallgrímur Helgason rithöfundur Hann er hugsi yfir sinni miklu sölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.