Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað I>V Fullkomiö morð í vaskinn Vinurinn John Hawkings leiddi lögreglu og tryggingaeftirlit á villigötur. Þegar Hollywoodlæknirinn Ric- hard Boggs var fyrst kæröur fyrir aö misþyrma ungum homma gerði lögreglan lítið úr málinu og vildi heldur trúa viröulegum og vel látnum lækni en drykkfelldum strák sem seldi samkynhneigöum körlum þau gögn og gæöi sem kroppur hans bauð upp á. Barry Pomeroy hitti lækninn á Spike Bar sem er í Norður- Holiywood, í hverfi sem misjafnt orö fer af. Barinn er sóttur af hommum og aðrir sem villast þar inn eru látnir vita aö þeir eru ekki velkomnir. Þeim félögum leist vel hver á annan og var það einkum ríkmannleg framkoma Boggs sem heillaði strákinn. Fljótlega bauð læknirinn piltinum á læknastofu sína og þar skáluðu þeir í kampa- víni sem styrkt var meö deyfandi lyfi. Ungi gleðihomminn varð ekki hissa þegar læknirinn fór að faðma hann og jafnvel ekki heldur þegar Boggs fór að gefa honum raf- magnsstuð aftan á hálsinn með tæki sem hann hélt á. Hann var vanur að karlarnir sem borguðu honum fyrir smágreiða væru með ýmiss konar sérþarfir og kippti sér ekki upp við tiltektir nýja kunningjans. En rafmagnsstuðin urðu sífellt öflugri og Pomeroy fann að hann var að missa meðvit- und vegna lyfja sem sett voru í kampavínið. Hann varð hræddur, tók á öllum kröftum sem hann átti til og barði kvalara sinn í kviðinn og komst út á meðan hinn engdist. Strákur kærði Boggs fyrir tilræðið en lögreglan gerði lítið úr málinu og þótti ekki taka þvi að gera viðamikla skýrslu eftir vitn- isburði ungs homma sem seldi sig og var drykkfelldur eituriyfjafíkili að auki. Og síst vegna þess að sá sem áskaður var um ofbeldi var virtur góðborgari og einn af mátt- arstólpum samfélagsins. En læknirinn líktist meira sögu- frægum kollega sínum í London, doktor Jekyll og mister Hyde, en vel látnum lækni í Hollywood. Tílvalið fórnarlamb Viku eftir að Pomeroy slapp úr klóm Boggs var annar hommi, Ell- is Greene, að leita uppi fjörið á öðrum hommabar í Norður- HoUywood. Honum brást ekki til- breytingin þegar Boggs gekk inn í The Bullet Club. Þá var hann bú- inn að innbyröa sex bjóra og kom- inn áleiðis með þann sjöunda. Greene var 31 árs gamall bókari. Hann var frá Columbus í Ohio, sem var borg í daufasta lagi fyrir framsækna homma. Tíu árum fyrr hafði hann yfirgefið heimaborg sína og fjölskyldu án þess að láta nokkra sál vita að hann væri að yfirgefa staðinn, enginn þar vissi hvert hann fór. Piltur hélt til Los Angeles og kunni vel við hið frjáls- lega andrúmsloft þar og afskipta- leysi fólks af misjafnri hegðun þeirra afbrigöilegu. Þegar hér var komið sögu var Greene kominn Lœknirínn hringdi í lög- regluna og tilkynnti að sjúklingur hefði látist í stofu sinni. Hann skýrði svo frá að maðurinn hefði hringt i sig og sagst vera með verk fyrir brjósti en Greene var með veilt hjarta. Lögeglu- mennirnir sáu ekkert at- hugavert við dánarorsök- ina og engum þótti und- arlegt að veikur maður gœfi upp öndina hjá lcekni sem hann leitaði ásjár hjá. með eyðniveiru og drakk stíft til að þurrka úr huga sér hvaða örlög biðu hans. Læknirinn og bókarinn yfirgáfu barinn sinn í hvoru lagi en Boggs bað nýja félagann sinn að bíða í matvöruverslun þar rétt hjá og mundi hann sækja hann eftir hálf- tíma. Það stóð heima og sam- þykkti Greene að fara með eldri manninum á læknastofu hans til að láta renna af sér áður en aðal- skemmtun kvöldsins hæfist. En þegar til kom var Boggs ekki á höttunum eftir ástarleikjum. Hann vantaði lík til að losa sig úr fjárhagskröggum og drykkfelldur og hjartveikur hommi var tilvalið fórnarlamb. Galdurinn var ekki annar en sá að veita byttunni nokkur rafmagnsstuð og dánaror- sökin var augljós, köfnun sem staf- aði af veiku hjarta. Engir áverkar voru á líkinu og áfengi var eina eitrið sem var í líkamanum. Læknirinn hringdi í lögregluna og tilkynnti að sjúklingur hefði látist í stofu sinni. Hann skýröi svo frá að maðurinn hefði hringt í sig og sagst vera með verk fyrir brjósti en Greene var með veilt „Líkið“ Melvin Hanson þóttist vera dauöur og kunni ekki að skrifa nafniö sitt. hjarta. Lögeglumennimir sáu ekk- ert athugavert við dánarorsökina og engum þótti undarlegt að veik- .ur maður gæfi upp öndina hjá lækni sem hann leitaði ásjár hjá. En í skýrslunni sem Boggs af- henti lögreglunni var nafn hins látna Melvin Eugene Hanson. í vasa hins látna fannst meira að segja ljósrit af fæðingarvottorði með þessu nafni svo ekki var um að villast hver maðurinn var í lif- anda lífi. Líkið var ljósmyndað, fmgrafór tekin eins og reglur segja til um og dánarorsökin var skrifuö hjartaslag. „Líkið“ reyndist bráðlifandi Brátt gaf ástmaður Hansons sig fram við lögregluna. John Hawk- ings fór í líkhúsið og staðfesti með skjálfandi röddu þegar hann hélt í hönd líksins aö þar væri elskhugi sinn steindauður. Nú var búið að staðfesta að líkiö af Greene væri af Hanson. Hawkings hafði stutt stopp í Los Angeles en hafði fljót- lega samband við tryggingafélag og tilkynnti að hann væri einka- erfingi Hansons og krafðist einnar milljónar dollara líftryggingar sem hann fékk umyrðalaust því pappírarnir voru í lagi. Hinn fúll- komni glæpur hafði verið fram- inn. En síöar kom babb í bátinn. Samkvæmt reglu var starfsmaður samtaka tryggingafélaga að at- huga fingraför látna mannsins, sem skráður var Greene frá Ohio, og bera saman i tölvukerfi alríkis- lögreglunnar. Þá kom í ljós að fingrafarið af þumalputta manns- ins sem skráður var sem Hanson var af Greene nokkrum sem var á skrá yfir horfið fólk. Foreldrar hans höfðu leitað til lögreglu til að finna son sinn á sínum tíma. Boggs læknir og félagar hans höfðu haldiö að Greene væri að- eins umkomulaus flækingsróni sem enginn mundi sakna. Nú fóru hjólin að snúst. Farið var að svipast um eftir Hanson sem greinilega var ekki í líkhús- inu í Hollywood. Melvin Hanson hafði tekið upp nafnið Wolfgang Eugene von Snowden sem honum fannst flott en kunni ekki að skrifa rétt. Það vakti til að mynda at- hygli að margar villur voru 1 nafn- inu þegar hann undirritaði leigu- samninga á lúxusíbúö á Florida með því nokkru eftir að Greene var myrtur. Þegar farið var að rekja hvernig á því stóð að maður- inn kunni ekki að stafa nafnð sitt kom í ljós að þarna var Melvin Hanson á ferð. Rannsóknin var nú komin á skrið og vissi lögreglan að allir þrír hommarnir voru aðilar að láti Greenes en erfitt var aö pússla öllu sjónarspilinu saman. Hanson var handtekinn á Dallas-flugvelli og í fórum hans fannst há peninga- upphæð og mismunandi persónu- skilriki og meðal þeirra eitt með nafiii Ellis Greenes. Til að gera langa sögu stutta þá var Boggs læknir handtekinn á stofu sinni, þar sem hann tók á móti sjúklingum, handjárnaður og stungið inn. Hann var ákærður fyrir átta alvarlega afbrot og með- al þeirra morð af ásettu ráði. Hann neitaði öllum kæruatriöum og við- urkenndi aldrei að hann væri samkynhneigður glæpamaður og hélt fast í þá ímynd að vera virðu- legur góðborgari. En sönnunar- gögnin hrúguöust upp og var hann dæmdur í lífstíðar fangelsi. Melvin Hanson fær að dúsa í sínum klefa í 25 ár og er maðal annars talinn meðsekur um morö. John Hawkings var sloppinn úr landi og lifði ljúfu lífi í Evrópu fyr- ir sitt illa fengna fé en trygginga- bótunum skiptu þeir félagar á milli sín. Lokst tókst að hafa uppi á honum og var skálkurinn grip- inn þar sem hann var að sigla á bát sem hann átti úti fyrir strönd Sardínu. Hann var framseldur til Bandaríkjanna og dæmdur til að sitja í fangelsi í fjórðung aldar. Furður fortiðar Síðborin réttvísi Gamall Ku Klux Klan-meðlimur var nýlega dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir morð á fjórum ungum blökku- stúlkum. Það var árið 1963 sem of- stopamenn köst- uðu sprengju inn í kirkju í Birming- ham í Alabama. Stúlkurnar, 11 til 14 ára gamlar, voru þar á söngæfingu og létust sam- stundis. Viku síðar var á ailra vörum í borg- inni hverjir voru þarna að verki en ekkert var gert í málinu og enginn handtekinn og engar yfirheyrslur fóru fram. En málið vakti andstyggð um gjörvöll Bandaríkin. Árið 1977 var einn tilræðismann- anna handtekinn og dæmdur fyrir morð. Hann dó í fangelsi. Annar hvarf burt úr heimi 71 árs að aldri og hinn þriðji var ekki talinn sakhæfur vegna geðröskunar. En nú var Thomas Blanthon loks handtekinn og dæmdur og þótti mörgum sem tími væri kom- inn til. Dauðasynd Margur hefur þurft að greiða fá- tæktina háu verði. Presturinn Willi- am Dodd, sem uppi var í Englandi á 18. öld og var m.a. hirðprestur kon- ungs, varð að greiða hana með lífi sínu. Séra Dodd var örlátur og gaf til góðgerðarstarfsemi. En hann oíbauð fjárhag sínum og tók lán. Það þykir engum mikið nú á dögum og afskrifa bankar fúslega skuldir hinna stór- skuldugu. Hinir smáskuldugu hljóta lakari meðferð. Þegar séra Dodd gat ekki staðið í skilum blasti skuldafangelsið eitt við. Þá greip hann til örþrifaráðs og fals- aði nafn Chesterfields lávarðar undir skuldabréf. Tiltækið komst upp og Dodd var stungið inn. Lávarðurinn, sem var einkavinur prestsins, harð- neitaði að gangast við undirskriftinni, kóngurinn vildi ekkert skipta sér af vandamálum hirðprestsins og borgar- stjóri Lundúna neitaði aö taka afstöðu til málsins þrátt fyrir að stórmennin væru sárbeðin að bjarga lífi hins guð- hrædda og örláta prests. Var svo hirð- prestur konungs hengdur á hásumar- tíð árið 1777. Ótímabært sjálfsmorö Breskur maður, Parris að nafni, skaut af sér höfuðið með haglabyssu eftir að læknir hafði úrskurðað að hann væri með krabbamein í ristli. Við krufningu kom í ljós að ekkert bólaði á meininu sem sagt var að fundist hefði mán- uði fyrr. Ekkjan Joanna Parris sagði að maður sinn hefði ávallt haft áhyggj- ur af heilsu sinni og farið mjög vel með líkama sinn en til einskis að hon- um fannst eftir að meint krabbamein kom í ljós. Læknirinn, sem rannsak- aði hinn 57 ára gamla sjúkling sinn, staðhæfði að þrátt fyrir niðurstöðu líkskoðunarinnar hefði hann greint krabbamein í ristli Parris nokkrum vikum fyrir dauða hans. Ódýr leikmynd Verið er að kvikmynda glæpi Kobba kviðristu (Jack the Ripper) rétt einu sinni en þeir eru meðal uppáhaldsfrásagna sannra Englend- inga. Ekki verður myndin tekin upp í sínu sögulega umhverfi, í London, heldur í Prag þar sem er helmingi ódýrara að mynda en í gömlu höfuð- borg heimsveldisins. Spara á millj- ón pund með því að flyta fjöldamorðingjann til meginlands- ins. Læknlrlnn Richard Boggs var virðulegur læknir í Hollywood en lenti í fjárhagskröggum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.