Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 8
8
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Útlönd
DV
Osama bin Laden
Áreiöanlegar heimildir fyrir þvi
aö honum hafi veriö smyglaö
til Pakistans.
Bin Laden smygl-
aö til Pakistans?
Abdullah Tawheedi, háttsettur full-
trúi í afgönsku leyniþjónustunni,
sagðist í gær hafa fyrir því áreiðanleg-
ar heimildir að Osama bin Laden
hefði borgaö Haji Zaman, þekktum
stríðsforingja, stórfé fyrir að smygla
sér inn í Pakistan. Zaman mun hafa
tekið þátt í bardögum gegn al-Qaeda
liðum bin Ladens í Tora Bora-fjöllum
en ekki staðist mátiö þegar honum
var boðið stórfé fyrir að koma hryðju-
verkaforingjanum óhultum til stuðn-
ingsmanna hans innan landamæra
Pakistans. „Þegar Zaman var með lið
sitt í Tora Bora, þar sem talið var að
bin Laden hefðist við, fór hann fram á
vopnahlé.
Ég tel að hann hafi ætlað að nota
sér það til að læðast meö bin Laden í
burtu," sagði Tawheedi. Það var
einmitt umræddur Zaman sem lýsti
yfir sigrinum gegn al-Qaeda-liðum i
Tora Bora eftir að þeir höfðu verið
umkringdir í dalverpi í fjöllunum.
Frá slysstaö í New York.
Sex létust í slysi
í New York
Sex manns létu lífið og að
minnsta kosti átta aðrir slösuðust
þegar 77 ára gamall sendibílstjóri
ók bíl sínum upp á gangstétt fyrir
framan Macy's stórverslunina við
Herald-torg í miðborg New York í
gær. Maðurinn mun hafa lagt bll
sínum ólöglega við 34. stræti en þeg-
ar lögregla skipaöi honum að færa
bílinn ók hann hratt af stað en lenti
þá upp á gangstéttinni með áður-
nefndum afleiðingum.
Eftir að hafa ekið á fólkið hélt
maðurinn áfram ferö sinni út á göt-
unu en lenti þá á strætisvagni sem
átti leið hjá. Af þeim sex sem létust
munu fjórir hafa látist samstundis
en hinir tveir á sjúkrahúsi, þar af
fimmtán ára gamall drengur.
Búist við neyðarástandi á skógareldasvæðinu í Ástralíu um helgina:
Sérsveit stofnuð til aö
stöðva brennuvarga
Hundruð slökkviliðsmanna glíma
nú við mikla skógarelda sem geisa á
rúmlega hundrað stöðum i næsta
nágrenni við ólympíuborgina Sydn-
ey í Nýja Suður-Wales í Ástralíu.
Eldarnir hafa logað í nærri viku og
lítur illa út með veður um helgina
en þá er spáð hlýnandi veöri og
auknum vindi sem gæti breitt
eldana frekar út og nær borginni.
Vegna versnandi veðurútlits
streyma nú slökkviliðsbílar og tæki
frá öðrum fylkjum Ástralíu í löng-
um röðum til Nýja Suður-Wales en
flestir koma þó slökkviliðsmennirn-
ir fljúgandi á staðinn. Vonast yfir-
völd í fylkinu til að þeir verði orðn-
ir 15 þúsund um helgina en þá er
búist viö að algjört neyðarástand
geti skapast ef ekki tekst að hefta
úbreiðslu eldanna.
Að sögn Phils Koperbergs, yfir-
manns slökkviliðsins í fylkinu, á
hann von á fjórum mjög erfiðum
dögum fram yfir helgina. „Á meðan
úbreiðsla eldsins er svona mikil þá
verður illa ráðið við slökkvistarfið
og ef okkur tekst ekki að ná verulega
tökum á eldinum í dag þá lýst mér
Brunarústir
John Howard, forsætisráöherra Ástr-
alíu, skoöar hér brunarústir í næsta
nágrenni Sydney.
ekki á blikuna á morgun þegar fer að
blása,“ sagði Koperberg í viðtali við
fljömiðla í gærmorgun. Þá voru liðs-
menn hans að berjast við tímann en
í dag var búist við 40 stiga sólarhita
á svæðinu. í gær höfðu að minnsta
kosti 5000 manns þurft að yfirgefa
heimili sín vegna hættuástands og
vitað var um að minnsta kosti 50
heimili sem höfðu orðið eldinum að
bráð. Þegar hafa þúsundir hektara
skóglendis og ræktarlands fuðrað
upp og er talið að vísvitandi hafi
verið kveikt í á sumun stöðum. í
fyrradag voru til dæmis þrír fimmt-
án ára gamlir brennuvargar staðnir
að verki og handteknir og í gær var
einn nítján ára gómaður við
íkveikju. Fleiri liggja undir grun og
hafa yfirvöld nú stofnað sérsveit ör-
yggisvarða sem ætlað er að hafa
hendur í hári brennuvarga.
Að sögn ástralskra yfirvalda er
ástandið orðið ískyggilegt og verið
að skoöa möguleikana á aðstoð er-
lendis frá. Munu tvær bandariskar
slökkviliðssveitir þegar hafa boðið
fram aðstoð sína. Þá munu samtök
slökkviliðsmanna hafa lagt hart að
yfirvöldum að fá aðstoð Kanada-
manna sem hafa yfir að ráða öflug-
um vatnssprengjum sem varpað er
úr flugvélum.
Evran kynnt í Evrópusambandslöndunum
Þær Monique Pochanke og Susan Schulze, afgreiöslustúlkur í gjafavöruverslun i Berlín, eru meira en tilbúnar til aö
taka viö evrunni þegar hún verður tekinn í gagniö í Evróþusambandslöndunum tólf um áramótin. Þessar mjög svo
stóru þlastevrur, sem þær halda á, eru til sölu í búöinni hjá þeim og rjúka út eins og heitar lummur, aö þeirra sögn.
Þrír hlutu dauðadóm
Hæstiréttur í
Malasíu dæmdi í
gær þrjá
múslímska öfga-
menn til dauða
með hengingu og
sextán aðra til
ævilangrar fang-
elsisvistar fyrir
tilraun til vopn-
aðrar byltingar í landinu. Mennirnir
eru allir meðlimir í al-Maunah-hreyf-
ingunni sem hugðist steypa ríkis-
stjóm landsins af stóli meö vopna-
valdi og stofna í staðinn íslamskt ríki.
Þeir sem hlutu dauðadóminn voru
forsprakkar hópsins en upp komst um
áform þeirra eftir að þeir höfðu brot-
ist inn í tvær skotfærageymslur hers-
ins og síðan tekið tvo gísla sem þeir
myrtu. Mennirnir trúðu því að áform
þeirra væru köllun sem gerði þá
ósnertanlega.
Talibanar vistaðir á Kúbu
Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að
þeir talibanar og al-Qaeda-liðar sem
teknir hafa verið höndum í Afganist-
an verði fluttir til Guantanamo-her-
stöðvarinnar á Kúbu og vistaðir þar
þar til yfirvöld í Pentagon hafa ákveð-
ið hvort þeir verða leiddir fyrir her-
rétt eða ekki. „Herstöðin á Kúbu er
ekki versti staðurinn fyrir þá,“ sagði
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, og bætti við að
ekkert hefði enn verið ákveðið um ör-
lög þeirra þó að Bush hafi gefið grænt
ljós á að réttað yrði yfir erlendum
borgurum fyrir herrétti.
Ben-Eliezer sigraði
Binyamin Ben-
Eliezer, varnar-
málaráðherra ísra-
els, var á miðviku-
daginn kjörinn nýr
formaður ísraelska
V erkamannaflokks-
ins eftir harða bar-
áttu við Abraham
Burg, forseta ísra-
elska þingsins. Tvær umferðir þurfti
til að útkljá hver tæki við for-
mannshlutverkinu í flokknum en sú
fyrri, sem fram fór í september,
lauk með naumum sigri Burgs, en
vegna deilna sem upp komu um
framkvæmd kosninganna var
ákveðið að kjósa aftur.
OPEC dregur saman
Oliuráðherrar OPEC-ríkjanna sam-
þykktu á fundi sínum í Kaíró í gær að
draga úr sameiginlegri olíufram-
leiðslu sinni um 1,5 milljónir tunna á
dag frá og með áramótum í viðleitni
sinni til að hækka heimsmarkaðsverð
sem verið hefur í lágmarki undan-
farna mánuði eða frá hryðjuverka-
árásunum á Bandaríkin. Þetta þýðir
um 6% samdrátt í framleiðslu og er
ætlunin að endurskoða málið eftir sex
mánuði. Þetta hefur strax haft áhrif
og hækkaði tunnan til dæmis um 43
sent á markaöi í London i gær, eða í
20,77 dollara tunnan.
Dóttir Milosevics fyrir rétt
Marija Milosevic, 32 ára dóttir
Slobodans Milosevics, fyrrum forseta
Júgóslavíu, kom í gær fyrir rétt í
Belgrad, ákærð fyrir að hafa skotið á
opinbera starfsmenn úr skammbyssu
þegar þeir komu á heimili fjölskyld-
unnar í april sl. til aö fá fóður hennar
til að gefast upp fyrir lögreglu. Enginn
meiddist í skothríðinni en ef Marija
reynist sek getur hún átt von á allt að
átta ára fangelsisdómi.
■X'
Gleðilegt nýtt dr!
Þökkum viðskiptin
d liðnu dri. ®
UTSALAN
* BYRJARÍDAGKL. 10
* Yfirhafnir í úrvali
^Oo
'o
Á<#HW5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518