Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 46
46
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Helgarblað
DV
Kjarasamningur
„Þaö stendur upp úr á árinu að við
gerðum kjarasamning við Vélstjórafé-
lag íslands þar sem
stigin voru skref
varðandi verð-
myndun á fiski og
skref í áttina til
okkar krafna.
Þarna voru einnig
atriði eins og bætt
slysatrygging og
aðrar kjarabætur,
gegn þeirri kröfu að
ávinningur framfara skiptist milli að-
ila þótt skrefið í áttina til okkar væri
stutt. Þá var einnig merkilegur samn-
ingurinn um nýju skipin sem veiða og
vinna uppsjávarfisk. Þessi samningur
gerir það að verkum að þessi skip
verða áfram í íslenska flotanum.
Hins vegar voru það vonbrigði að
ná ekki samningum við Sjómanna-
sambandið því við náðum góðri vinnu
með því. Sú forusta sem var fyrir Far-
manna- og fiskimannasambandið á
þeim tima þegar samningaviðræður
stóðu yfir var hins vegar þannig að
það var engin von um samninga þar.“
Mýkra næst?
„Efst í minningunni í mínum huga
eru stóru átökin á fyrri hluta ársins,
samningarnir,
verkföllin og síðan
gerðardómurinn,
Þar á móti er þetta
búið að vera mjög
gott ár í flestu tilliti
til sjávar s.s. með
aflabrögð og annað
slíkt. Afurðaverð er
mjög gott og margt
jákvætt þar en éfst í.
minningunni er baráttan fyrri hluta
ársins og þau gríðarlegu átök sem þá
voru í gangi.
Þau voru ekki harðari en venju-
lega. Ég á e.t.v. ekki von á mikilli
breytingu í framtíðinni en vonandi
hafa menn lært eitthvað af þessum
átökum. Það voru þó tekin út af borð-
inu með gerðardómi átökin sem voru
um mönnunina þannig að þau verða
varla á milli manna næst. Sama á við
um verðmyndunina og ef þessir þætt-
ir verða ekki deiluefni eftir þetta
samningstímabil þá verður þetta
miklu mýkra næst.“
Vonbrigði
„Eftir kjarasamningana á siðasta
ári hefur þróunin á yfirstandandi ári
valdið mér vonbrigðum, hún hefur
ekki verið i sam-
ræmi við þær vænt-
ingar sem gerðar
voru þegar samið
var, og þar á ég við
þróun gengis og
verðlags. Hins veg-
ar fékkst nú fyrir
jólin ánægjuleg nið-
urstaða þar sem að-
ilar vinnumarkað-
ar og ríkisstjórnar komust að sameig-
inlegri niðurstöðu.
Ég ætla að leyfa mér að vona að
þetta gangi eftir og menn hafi sett sér
raunhæf markmið til að starfa eftir.
Takist vel til geri ég mér vonir um að
við munum ná stöðugleika að nýju og
hjá þeim samdrætti sem sumir hafa
verið að boða verði komist."
■■ Samheldni
„Persónulega er mér efst í huga að
hafa í lok síðasta árs verið kjörinn til
forustu í Starfs-
greinasambandinu
og sem varaforseti
ASÍ sem þýddi að
ég var í eldlínunni
sem aldrei fyrr.
Siðan koma upp í
hugann vonbrigði
með að sú vegferð
sem við töldum okk-
ur hafa lagt upp í
um stöðugleika með samningunum
skyldi ekki ganga upp. Þess vegna fór-
um við út í það að gera samning nú í
desember til þess að freista þess að ná
tökum á málunum að nýju. Það sem
mér finnst annars einkenna verka-
lýðshreyfinguna i dag er að það er
miklu friðvænlegra innan hennar en
mörg undanfarin ár og mun meiri
samheldni ríkjandi en verið hefur.“
Halldór
Blörnsson.
Flnnur
Gelrsson.
Sævar Gunn-
arsson.
Friörik J.
Arngrímsson.
Kjaramálin á árinu 2001:
Verkföll sjómanna og
tónlistarkennara ber hæst
á Svipaðri línu og aðrir samningar
sem þá höfðu verið gerðir að undan-
fornu. Stóru málin svokölluðu, s.s.
verðmyndunarmál, átti að leggja til
hliðar en árið átti að nota til að ná
sátt í þeim málum.
3 mánuði gegn ýmsum aðgerðum
sem grípa á tO og kemur ríkisstjóm-
in þar að málum. En nægi þessar að-
gerðir ekki verða launaliðir kjara-
samninga verkalýðsfélaganna upp-
segjanlegir um miðjan maí meö 3
mánaða uppsagnarfresti.
Sjómannadeila í algleymingi
Harðvítugasta kjaradeila ársins
var án efa deila útgerðarmanna og
sjómanna, þ.e. Sjómannasambands-
ins, Vélstjórafélags íslands og Far-
manna- og fiskimannasambandsins.
Útvegsmenn höfðu í ársbyrjun til
skoðunar tilboð sem þeir fengu frá
samninganefnd Sjómannasambands-
ins. Innihald þess tUboðs var að gerð-
ur yröi eins árs samningur og samið
Útvegsmenn höfnuðu þessum
samningi í janúar og þá sagði Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómanna-
sambandsins, að málið væri í
rembihnút. Friðrik J. Arngrimsson,
framkvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna, var hins veg-
ar bjartsýnn og sagði: „Ég trúi ekki
öðru en við náum saman. Ég vU alls
ekki trúa að tU verkfaUs komi.“ Frið-
rik sagði líka: „Þetta bara spurning
um vilja."
Næstu vikurnar gengu klögumálin
á víxl og ekki alltaf töluð tæpitunga
eins og jafnan þegar þessir aðilar
eiga í kjaradeilum. Útvegsmenn tU-
kynntu um verkbann á þá sjómenn
sem ekki höfðu boðað verkfaU 15.
mars en Friðrik J. var þó enn bjart-
„Það er þungt hljóð í mönnum og
reiði en einnig einhugur um það að
forsendur samninga verkalýðshreyf-
ingarinnar við atvinnurekendur eru
brostnar," sagði Aðalsteinn Baldurs-
son, þáverandi formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands, í upphafi ársins,
en hann á einhig sæti í framkvæmda-
stjórn Starfsgreinasambands íslands
sem er langstærsta sambandið innan
Alþýðusambands íslands. Fram-
kvæmdastjórnin hafði fundað í kjöl-
far samninga kennara og voru menn
almennt á þeirri skoðun að þeir
samningar hefðu farið út fyrir þann
ramma sem markaður var með
samningum verkalýðshreyfingarinn-
ar snemma árs 2000.
AUt árið hafa forkólfar verkalýðs-
hreyfmgarinnar verið að tjá sig um
það af og til hvort forsendur væru til
að segja upp launalið kjarasamning-
anna 15. febrúar nk. þar sem mark-
mið þeirra, s.s. um verðbólgu og
launahækkanir annarra starfsstétta,
hefðu farið úr böndunum. Var svo
komið á haustdögum að allir voru á
einu máli um að forsendur kjara-
samninga væru brostnar en menn
tóku sig þá til og hafa gengið frá sam-
komulagi um að fresta uppsögninni í
Sjomannadeilan
Frá samningafundi sjómanna hjá sáttasemjara.
Setti lög á sjómenn eftir langt verkfall þeirra.
sýnn. „Yfirlýsingar um bjartsýni eða
svartsýni bíða betri tíma,“ sagði hins
vegar Konráð Alfreðsson, varafor-
maður Sjómannasambandsins.
Verkfall og lög í tvígang
Verkfali hófst 15. mars, flotinn
sigldi í land og enn voru óveidd um
150 þúsund tonn af loðnukvótanum.
Fjórum dögum síðar sagði ríkis-
stjórnin það eina meginástæðu þess
að verkfallinu var frestað með lög-
um til 1. apríl. „Þetta er mannétt-
indabrot," sagði formaður Sjó-
mannasambandsins og sagðist bæði
sár og foxillur. Framkvæmdastjóri
LÍÚ var enn vongóöur og sagði að
menn myndu nota tímann til að
reyna að semja. Aðrir voru sann-
færðir um að engin alvara yrði í
samningaviðræðum fyrr en búið
væri að binda flotann aftur 1. apríl
og það gekk eftir.
Gylfi
Kristjánsson
blaöamaöur
ra
Þrátt fyrir samningafundi miðaði
ekkert og um miðjan aprilmánuð
voru menn famir að ræða um miðl-
unartillögu sem reyndar kom aldei
fram. „Minni líkur á lögum," sagði
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra en samt mælti hann fyrir lög-
um 13. maí sem stöðvuðu verkfallið
nokkrum dögum eftir að vélstjórar
höfðu samið við LÍÚ. „Nú er mælir-
inn fullur," sagði Sævar Gunnars-
son.
Verkfall tónlistarkennara
Annað langt verkfall á árinu var
verkfali tónlistarkennara nú á haust-
mánuðum. Ekkert hafði miðað í
kjaraviðræðum þeirra og það var
ekki fyrr en eftir 4 vikna verkfall
sem samningar náðust. Segja má að
tónlistarkennarar hafi haft sigur því
þeir náðu áþekkum samningum og
aðrir kennarar höfðu fengið en á
þeim hafði verið umtalsverður mun-
ur.
Aflýstu aðgerðum
Flugumferðarstjórar hafa lengi
verið ósáttir viö laun sín og i haust
ætluðu þeir í „seríu" smáverkfalla.
Því var síður en svo vel tekið i þjóð-
félaginu og urðu talsverðar umræður
um ágæt laun þeirra. Svo fór áður en
þessi verkfallshrina hófst að ríkis-
stjórnin kallaði forráðamenn flugum-
ferðarstjóranna á sinn fund og setti
þeim stólinn fyrir dyrnar. Flugum-
ferðarstjórarnir aflýstu strax í kjöl-
farið aðgerðum, enda lá í loftinu að
svo gæti farið að verkfallsrétturinn
yrði tekinn af þeim gerðu þeir það
ekki.
Griðarlegur fjöldi annarra starfs-
stétta hefur á árinu fengið nýja kjara-
samninga, annaðhvort með góðu eða
illu. Sumir hafa þurft í verkföll, aðr-
ir en hér hefur verið minnst á, og
hefur t.d. verið nokkuð um verkfóll
og tímabundnar vinnustöövanir hjá
heilbrigðisstéttunum.
Ekki hefur gengið mikið á í for-
ustumálum verkalýðshreyfmgarinn-
ar. Það sem hæst ber á þeim vett-
vangi var að Grétari Mar Jónssyni,
formanni Farmanna- og fiskimanna-
sambandsins, var velt úr stóli eftir
tveggja ára setu og við tók Árni
Bjarnason frá Akureyri.
Þórir Einarsson í eldlínu endalausra átaka:
Sjómannadeilan efst í
„Þetta ár sem nú er að líða er án
efa eitt allra annasamasta árið síð-
an ég tók viö og tvö síðustu ár hafa
reyndar bæði verið mjög erfið," seg-
ir Þórir Einarsson ríkissáttasemj-
ari, en hann og hans fólk hafa held-
ur betur staðið í ströngu á árinu og
í húsakynnum þeirra verið nánast
stanslausir samningafundir allt árið
og oft margir í gangi í einu.
„Það er búið að framlengja nán-
ast alla kjarasamninga í landinu á
þessum tíma og flestir hafa verið
hér í húsi þótt við höfum ekki beint
haft með öll mál að gera. Langflest
eru þetta mál sem hefur verið vísað
til embættisins, en þau eru um 50
sem hafa komið inn á þessu ári og
verið afgreidd og svo voru fleiri mál
frá fyrra ári.
Það er ákaflega erfitt aö segja að
eitt mál hafi verið erfiðara en önn-
ur. Sjómannasamningarnir eru þó
alveg sér á báti en það mál virtist i
eðli sinu óleysanlegt á meðan öll
önnur mál sem lokið er hafa verið
leyst með samningum. Sjómanna-
deilan er örugglega minnisstæðust
og erflðust viðfangs, flóknust, bæði
aðildin og viðfangið sjálft er svo
óvenjulegt. Menn eru að tala um
verðlagsmál og mönnunarmál og
svoleiðis hluti sem tengjast laun-
um.“
Er öðruvísi andrúmsloft á þess-
um samningafundum en öðrum?
„Það er erfitt aö segja, ég held
það mótist af kröfunum sem slík-
um. En sjómenn eru menn sem
skafa ekkert utan af hlutunum og
það eru allir góðir á sínum for-
sendum.“
Þórir segir að nokkrir kjara-
samningar séu ógerðir. Ekki hefur
verið samið viö flugumferðar-
stjóra, í gangi er deila sjúkraliða
og SÁÁ og deila sálfræðinga og
launanefndar sveitarfélaga vegna
nokkurra sálfræðinga í Reykjanes-
bæ. „Þetta er eftir núna en það
geta alltaf komið upp einhverjar
minni deilur," segir Þórir.
Fastir starfsmenn Ríkissátta-
semjaraembættisins eru aðeins
tveir í fullu starfi, Þórir og Elísa-
bet Ólafsdóttir skrifstofustjóri.
Síðan er Geir Gunnarsson aöstoð-
arsáttasemjari á álagstímum og þá
starfar einnig Sesselía Magnea
Matthíasdóttir ritari á álagstím-
um. „Það er sjálfsagt alltaf hægt að
bæta við en við erum að reyna að
komast af með þetta því það eru
miklar sveiflur í þessu, bæði topp-
ar og lægðir,“ segir Þórir rikis-
sáttasemjari.
minni
Þórir Einarsson
Sjómannasamningarnir eru alveg
sér á báti.