Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 52
52
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
Kvikmyndir
DV
Gott ár
Þorfinnur Guöna-
son kvikmyndagerö-
armaður hlaut
S'. \ Edduverðlaunin í ár
heimildamynd
^. V • ' sína um smákrimm-
jÉjr*. ann Lalla Johns.
Þoifinnur segir aö
MHMBMEa árið sem er að líða
Þorfinnur haíl verið gott hvað
Guönason. vargar heimilda-
myndir. „Það er búin að vera mikil
gróska og framsókn og frumsýndar
fimm eða sex vandaðar og skemmtileg-
ar heimildarmyndir í kvikmyndahús-
unum. Ég sá heimildamynd um hljóm-
sveitina Ham fyrir skömmu og hún er
mjög góð og fyrir stuttu var frumsýnd
heimildamynd um Vigdísi Finnboga-
dóttur þar sem myndavélin fylgir
henni eins og íluga á vegg.
Þorfinnur segir að framtíðin sé björt
að hans mati. „Sjálfur er ég til dæmis
með hugmyndir aö íjórum myndum i
takinu en vil helst ekki tala um þær að
svo stöddu.“ -Kip
Góð aðsókn
* S inyar han ehki verið
Þorfinnur fyira,
Ómarsson: „Það er búið að
vera mikið að gera í því að kynna ís-
lenskar myndir, sem voru frumsýndar
árið 2000, erlendis á þessu ári og ég tel
vist að árið sem er að líða eigi met
hvað það varðar. 101 Reykjavík er búin
að fara mjög víða og fá meiri bíódreif-
ingu en nokkur önnur tslensk mynd.“
Þorfinnur segir skemmtilegt hvað ís-
lenskar heimildamyndir hafa fengið
góðar viðtökur í kvikmyndahúsum.
„Heimildamyndimar eru betri en við
höfum átt að venjast og videotæknin er
orðin svo góð að það má sýna myndirn-
ar skammlaust í bíó. “ -Kip
Mikill sprettur
„Það sem stendur
,m upp úr hjá mér á ár-
I inu er framleiðslan
■ f *' á Regínu sem við
I ætlum að fara að
B t . JMS frumsýna nú strax
-mm eftir áramótin," seg-
I ir Hrönn Kristins-
I dóttir hjá íslensku
Hrönn kvikmyndasam-
Kristinsdóttir. steypunni. „Regina
er dans- og söngvamynd sem er spenn-
andi form að vinna meö. María Sigurð-
ardóttir leikstýrir og hefur tekist ótrú-
lega vel upp. Þetta er alger gleðimynd,"
segir Hrönn og kveðst vonast tO að
Regína komist inn í barnamynda-
keppni i Berlín nú i febrúar. Hrönn er
líka framleiðslustjóri Fálka, myndar
Friðriks Þórs. Hún segir tökumar hafa
gengið afar vel og náðst hafi að ljúka
þeim fyrir jól. „Þetta er búinn að vera
mikill sprettur seinni part ársins en af-
raksturinn er líka ílottur." Gun.
„Meðal þess sem
mér finnst eftirminni-
legt frá árinu er að
tvær myndir, teknar í
mínum heimabæ,
skuli hafa verið sam-
tímis á tjaldinu i Há-
skólabíói," segir Er-
lendur Sveinsson
kvikmyndagerðar-
maður. Þar á hann
við Málarann og sálminn hans um lit-
inn og Mávahlátur sem filmaðar vom í
Hafnarfirði. Sjálfur gerði hann Málar-
ann... um fóður sinn, Svein Björnsson
listmálara, og sér í henni nýja leið opn-
ast í kvikmyndagerð sem felist í sam-
runa heimildamynda og leikinna
mynda. Hann segir að þetta hafi fólk
komið auga á. „Það var hissa, þegar
það fann að það var að fylgja „drama-
tískri" sögu frá upphafi til enda,“ segir
hann. Einnig þykir honum skemmtileg
tilviljun að Málarinn skyldi sýndur á
sama tíma og kvikmyndahátíðarmynd-
imar um málarana Jackson Pollock og
Goya. -Gun.
Ný leið
Erlendur
Sveinsson.
Kvikmyndaáriö 2001:
Ar heimildamyndanna
Ef árið 2000 var eitt merkasta ár í ís-
lenskri kvikmyndasögu þá var árið
2001 ekki síðra hvað varðar íslenskar
kvikmyndir. Það var samt öðruvísi. í
íyrra vora það leiknu kvikmyndimar
sem vöktu hvað mesta athygli. Englar
alheimsins, 101 Reykjavík og Ikíngut,
þijár gæðamyndir sem hafa á þessu
ári haldið á lofti íslenskri kvikmynda-
gerð úti í hinum stóra heimi. Vert er
að geta þess að í byrjun desembermán-
aðar vora þessar þrjár kvikmyndir all-
ar í sýningu í kvikmyndahúsum í
Kaupmannahöfn. Má segja að það hafi
verið punkturinn yfir i-ið hvað þær
varðar því þessar myndir hafa verið
meira og minna í fréttum allt árið. Sér-
staklega er það 101 Reykjavík sem hef-
ur fengið mikla dreifingu og mikið um-
tal. Það hefur sem sagt ekki verið nein
lognmolla í útflutningi á íslenskri
kvikmyndagerð á árinu.
Lalli Johns vísaöi veginn
Hvað varðar kvikmyndagerð hér á
landi á þessu ári hefur orðið sú breyt-
ing á frá árinu í fyrra að nánast
sprenging hefur orðið í heimilda-
myndagerð, heimildamyndir í fullri
lengd sem hafa ratað í kvikmyndahús.
Það hefur öragglega haft mikið að
segja að aðstandendur heimildamynd-
anna hafa farið með þær í kvikmynda-
hús, að heimildamynd Þorfmns
Guðnasonar, Lalli Johns, varð óhemju
vinsæl og sýndi, svo ekki verður um
villst, að landamæri kvikmyndanna
era víð og breið og ef heimildamynd
nær að fanga huga almennings á hún
jafn mikla möguleika og aðrar kvik-
myndir.
í kjölfarið kom hver heimildamynd-
in á fætur annarri og sumar þeirra
gæðamyndir. Braggabúar, sem Ólafur
Sveinsson gerði, lýsti högum fólks sem
bjó í bröggum sem flestir hveijir vora
reistir af hermönnum í seinni heims-
styijöldinni. Erlendur Sveinsson hóf
sýningar á metnaðarfullri mynd sinni,
Málaranum og sálminum hans um lit-
inn, þar sem hann fjallaði um fóður
sinn, Svein Björnsson myndlistar-
mann, og í desember vora síðan frum-
sýndar tvær athyglisverðar heimildar-
myndir, Ham: Lifandi dauðir, i leik-
stjóm Þorgeirs Guðmundssonar, þar
sem fjallað var um tilurð og feril um-
deildrar hljómsveitar sem lét mikið að
sér kveða í kringum 1990 og Ljós
heimsins sem Ragnar Halldórsson
gerði um líf og störf Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrrverandi forseta ís-
lands. Á þessari upptalningu má sjá að
heimildamyndagerð stendur meö mikl-
um blóma hér á landi, sérstaklega þeg-
ar haft er í huga að ótaldar eru marg-
ar ágætar heimildamyndir sem gerðar
vora fyrir sjónvarp. Gæði myndanna
sem hér hafa verið til umfjöllunar era
misjöfn hvað varðar tækni en ljóst er
að höfúndar hafa lagt mikinn metnað í
gerð þeirra.
Mávahlátur í sérflokki
í byijun árs vora tvær leiknar ís-
lenskar kvikmyndir í sýningu. Önnur
þeirra, Ikingut, hafði byijað um jólin
og telst því framleiðsla ársins 2000. Um
miðjan janúar var síðan framsýnd
Villiljós, ágætlega heppnuð tilraun þar
sem fimm leikstjórar, Dagur Kári Pét-
ursson, Ragnar Bragason, Ásgrímur
Sverrisson, Einar Þór Gunnlaugsson
og Inga Lísa Middleton reyndu sig sitt
í hveiju lagi á handriti Huldars Breið-
fjörðs um fólk í mismunandi hremm-
ingum þegar borgin verður rafmagns-
laus. Það varð síðan löng bið á næstu
íslensku kvikmynd, Mávahlátri. Sú
bið var þess virði. Mávahlátur hefur
slegið í gegn og var sigurvegarinn á
Edduverðlaunahátíðinni sem haldin
var í nóvember. Ágúst Guðmundsson,
leikstjóri Mávahláturs, er einn reynd-
asti leikstjóri okkar Islendinga og má
segja að hann hafi átt góða endurkomu
inn í íslenskan kvikmyndaheim með
Dansinum fyrir rúmum þremur áram.
Hann staðfestir síðan stöðu sína með
Mávahlátri sem er að margra áliti
besta kvikmynd hans.
Lalli Johns
Þekktur flækingur er oröinn aö
atþýöuhetju.
Þriðja leikna
kvikmyndin I
fullri lengd,
Gæsaparti, var
síðan frumsýnd í
lok nóvember. Þar
kvað við nýja tón.
Um var að ræða
hráa digital-kvik-
mynd sem hafði
kannski fleiri
galla en kosti en
sýndi um leið að
það þarf ekki
alltaf að nota tugi
eða hundrað millj-
óna þegar gera á
eina kvikmynd.
Fyrir utan
stuttmyndir á
Stuttmyndahátíð,
sem er að verða
með merkilegri at-
burðum á ári
hverju, var ein
leikin stuttmynd,
Krossgötur, frum-
sýnd sérstaklega.
Var þar margt lipurlega gert þótt sumt
hefði mátt betur fara.
Metnaöur mætti vera meiri
Þegar litið er á frammistöðu kvik-
myndahúsanna á höfuðborgarsvæðinu
var metnaðurinn ekki mikill. Stað-
reyndin er að kvikmyndaárið í Banda-
ríkjunum hefur sjaldan eða aldrei ver-
ið verra og hver dýra myndin af
annarri floppaði. Hér á landi vora
þessar sömu myndir teknar upp hjá
bíóhúsum og auglýstar sem stórmynd-
ir ársins og sumar hverjar fengu dá-
góða aðsókn. Inn á milli leyndust
nokkrar gæðamyndir. En ef það hefði
ekki verið fyrir einstaka kvikmynda-
vikur sem boðið var upp á og framtak
Filmundar þá hefði árið ekki verið
merkilegt hvað varðar erlendar kvik-
myndir.
Kvikmyndahátíð í Reykjavík var á
sínum stað og nú brá svo við að lang-
flestar kvikmyndimar voru bandarísk-
ar. Og ástæðan fyrir því var að þetta
vora kvikmyndir sem bíóin höfðu leg-
ið með eða „geymt" fyrir kvikmynda-
hátíð. Þegar á heildina er litið voru
góðar kvikmyndir í boði á kvikmynda-
hátíð en meðan umboðsaðilar geta
treyst því að listrænar kvikmyndir
sem þeir fá í hendumar geti beðið
næstu kvikmyndahátíðar eru lítil bata-
merki sjáanleg á framboði mynda sem
boðið er upp á á almennum sýningum.
-HK
Með Edduna í
höndunum
Ágúst Guömunósson kvik-
myndageröarmaöur var
kosinn leikstjórí ársins og
hann fékk verölaun fyrir
besta handrítiö.
Kvikmyndin Máva-
hlátur sópaði að sér
verðlaunum
á Eddu-
hátíð-
mm í
Ágúst Guðmundsson kom, sá og sigraði:
Mávahlátur átti
hug minn allan
Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerð-
armaður var kosinn leikstjóri ársins
og hann fékk verðlaun fyrir besta
handritið. Mávahlátur var valinn
mynd ársins og framlag íslands til ósk-
arsverðlaunanna. Þar að auki fengu
þrír leikarar verðlaun fyrir leik sinn i
myndinni. Margrét Vilhjálmsdóttir
var valin leikkona ársins en Kristbjörg
Kjeld og Hilmir Snær Guðnason fengu
verðlaun sem bestu leikarar í auka-
hlutverkum.
Upptekinn af Mávahlátri
„Ég er ekki vanur að tjá mig mikið
um verk kollega rninna," segir Ágúst
Guðmundsson þegar hann er spurður
um kvikmyndimar sem frumsýndar
vora á árinu. „Satt best að segja var ég
svo upptekinn af Mávahlátri að ég
haföi ekki tíma til að fylgjast með því
sem aðrir vora að gera.“
Ágúst segist hafa farið til Danmerk-
ur snemma á árinu til að klára vinnsl-
una á Mávahlátri og ekki komið heim
aftur fyrr en rétt fyrir framsýningu.
„Ég hef því fremur lítið að segja um
kvikmyndir ársins."
Engin uppgerðarhógværð
Ágúst segir aftur á móti að árið hafi
verið mjög gott fyrir hann sem kvik-
myndagerðarmann. „Þetta var stórt ár
fyrir mig. Öll vinnsla á myndinni gekk
mjög vel og fullkomlega áfallalaust og
hún féll í góðan jarðveg bæði hjá
áhorfendum og gagnrýnendum. Satt
best að segja vissi ég að hún fengi góða
aðsókn þegar ég sá hana í heild sinni
og það þýðir ekkert fyrir mig að vera
með neina uppgerðarhógværð í því
sambandi."
Samtímamynd
„Ég er rétt aðeins farinn að velta því
fyrir mér hvað mig langar til að gera
næst og á mina umsókn í Kvikmynda-
sjóði eins og vera ber.“
Ágúst segist vera í viðræðum við er-
lenda aðila um tvö verkefni en að hann
vilji sem minnst um þau ræða;
„Það kemur vel til greina að gera
samtímamynd. Ég er búinn að vera
mikið í fortíðinni og kannski er kominn
timi til að takast á við samtimann og
prófa þessa nýju tækni sem krakkar era
að leika sér með úti um allan bæ.“ -Kip