Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Missti eista eftir viðureign við lögregluna Ungur lögfræðinemi kom út af dans- leik á Hótel Borg aðfaranótt sunnu- dagsins 30. apríl 1944. Klukkan var um þrjú og dansleiknum var lokið en ungi maðurinn ætlaði að biða eftir kunn- ingja sínum og verða honum saxnferða heim á leið. Bið varð á því að kunning- inn léti sjá sig og bað lögfræðineminn því um að honum yrði hleypt aftur inn á dansleikinn. Síðan þá ber dyraverði, lögreglumanni og vitnum ekki saman um hvað gerðist. Lögfræðineminn segir að lögreglu- þjónn hafi hrint honum frá dyrunum svo að hann hrasaði aftur á bak og lenti á bifreið er stóð þar hjá. Hann kveðst hafa reiðst og spurt hvað þetta ætti að þýða en lögreglumaðurinn hafi snúið við honum baki og ætlað að ganga í burtu. Þá hafi hann skellt úti- dyrahurðinni aftan á lögreglumann- inn, sem hafl snúið sér við og slegið hann með krepptum hnefa á vinstri vanga svo hann datt aftur fyrir sig á gangstéttina. Þegar hann var að rísa upp hafl lögreglumaðurinn staðið yfir sér með lögreglukylfú reidda til höggs. Lögfræðneminn segist hafa gripið í kylfuna til þess að veijast höggi en síð- an hafi orðið nokkur átök milli þeirra um kylfúna þar til hann hafi verið tek- inn haustaki aftan frá. Tveir lögreglu- menn hafi snúið upp á handleggi hans aftur fyrir bak og þannig hafi þeir leitt hann á lögreglustöðina. Maðurinn seg- ist hafa beðið leyfis að fá að ganga frjáls en þá hafi honum verið sagt að halda kjafti og hert hafi verið svo á tökunum að hann fór „í kút“ með höf- uðið á milli hnjánna. Þegar á lögreglu- stöðina kom hafi blætt lítillega úr fingri hans og hann hafi ætlað að biðja um sárabindi í afgreiðslunni en hon- um hafi þá ítrekað verið hrint niður á trébekk sem þar stóð. Þegar þama var komið sögu sagði lögfræðineminn að hann hafi enn verið því sem næst áverkalaus en það átti eftir að breyt- ast. Ryskingar við Hótel Borg Lögreglumaðurinn sem lenti í rysk- ingum við lögfræðinemann við inn- ganginn á Hótel Borg sagði að það væri rétt að hann hefði ýtt honum frá dyrunum þegar hann hefði ætlað að ryðjast inn á dansleikinn en hann hefði ekki tekið eftir því hvort hann hrasaði. Kveður hann lögfræðinemann hafa sparkað í sig og reynt að skella á sig hurðinni en það hafi ekki tekist. Sagðist lögreglumaðurinn þá hafa gripið kylfu og danglað í annaðhvort læri lögfræðinemans en telur útilokað að hann hafi hlotið nokkur meiðsl af þvi. Með þeim hafi tekist ryskingar sem hefðu verið stöðvaðar þegar ann- an lögregluþjón bar að og þá hafi lög- fræðineminn verið leiddur í hefð- bundnu lögreglutaki á lögreglustöðina. Lögreglumennirnir viðurkenndu ekki að hafa sagt lögfræðinemanum að halda kjafti og þvertóku fyrir að hon- um hefði verið hrint niður á trébekk, heldur sögðu að honum hefði verið ýtt niður á hann. Öllum bar þó saman um að lögfræðineminn hefði verið alls ódrukkinn. Lögreglumaðurinn neitaði því ein- dregið að hafa slegið lögfræðinemann í andlitið. Og lögfræðineminn neitaði því að hafa sparkað í lögreglumann- inn. Vitni sem leidd voru fram náðu ekki að varpa ljósi á þetta misræmi. Það voru líka einkum þeir atburðir sem gerðust á lögreglustöðinni - eftir ryskingamar við Hótel Borg - sem ollu lögfræðinemanum því likamstjóni sem tveir lögreglumenn og fangavörður voru að síðustu dæmdir fyrir að hafa veitt honum. Lemjið þið helvítis þrjótinn! Lögfræðineminn segir að honum hafi verið haldið á lögreglustöðinni án þess að vera nokkum tíma leiddur fyr- ir varðstjóra. Hann hafi margsinnis spurt stöðvarmanninn að því hvort hann fengi ekki að ná tali af varðstjór- anum. Hafi sér í fyrstu verið sagt að hann væri ekki við en síðan hafi sér ekki verið svarað. Er hann hafi beðið nokkra stund bauð hann góða nótt, gekk út og hugðist halda heim til sín. Þá komu tveir lögregluþjónar á eftir honum og kölluðu til hans. Hann fylgdi þeim inn í varðstjóraherbergi lögreglustöðvarinnar og beið þar drykklanga stund. Síðan komu lög- regluþjónamir aftur, leiddu hann að kjailaradyram og báðu hann að fara úr jakkanum. Þá sagði lögfræðineminn að sér hefði orðið ljóst að það ætti að færa hann í varðhald án þess að hann fengi að tala við varðstjóra - og neit- aði hann því að fara úr jakkanum nema óskum hans yrði sinnt. Hjá hon- um vora lögreglumennimir tveir en þama bættist í hópinn óeinkennis- klæddur fangavörður sem að sögn lög- fræðinemans sagði: „Lemjið þið helvít- is þrjótinn!" Lögfræðineminn barðist áfram á móti því að vera færður úr yf- irhöfn en þá var snúið upp á handleggi hans svo hann var hálfboginn og allt í einu fékk hann högg á eyrað, sem hann taldi að honum hefði verið greitt með gúmmikylfú. Hann varð vankað- ur og sagði fyrir dómi að sér hefði ekki verið alveg ljóst hvaðan höggið kom og hvemig hann var barinn eftir þetta. Hann rankaði við sér þegar búið var að færa hann úr jakka og frakka en vissi þó til að hálslín var tekið af hon- um, belti og skór. Hann segist þó hafa orðið þess var að hann var barinn með kylfu yfir bringspalir og kvið. Þegar lögfræðinemanum hafði verið stungið í klefa fann hann til þrauta í pungnum sem heldur betur áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Sprunginn pungur Lögfæðineminn fann til mikils sárs- auka í hægra eistanu þegar hann gekk Hótel Borg Þar var maöurinn að skemmta sér þegar lögreglan haföi afskipti af honum. ...,,Þá hafi hann skellt útidyrahurðinni aftan á lögreglumanninn, sem hafi snú- iö sér viö og slegiö hann meö krepptum hnefa á vinstri vanga svo hann datt aftur fyrir sig á gangstéttina. Þegar hann var aö rísa upp hafi lögreglumaður- inn staöiö yfir sér meö lögreglukylfu reidda til höggs. “ Gamla lögreglustööin í miðborginni Þar átti haröræöiö sér staö en lögreglumenn og fangavöröur neituöu fyrir dómi aö hafa átt nokkurn þátt í því. heim til sín um morguninn - svo mik- ils að hann átti erfitt um gang - en einnig hafði hann áverka á fæti. Þegar hann kom að heimili sínu skoðaði hann á sér punginn og sýndi herbergisfélaga sínum hann, sem og aðra áverka. Var pungurinn mjög aumur og fannst ekki fyrir eistanu, en þess í stað var egglög- uð kúla, hörð pg spennt á stærð við álft- aregg eða stærri. Herbergisfélaginn bar fyrir dómi að þeir félagamir hefðu far- ið í bað saman fóstudagskvöldið fyrir atburðinn og þá hefði hann ekki geta séð neinn áverka á pung lögfræðinem- ans. Nóttina eftir vaknaöi lögfræðinem- inn með miklar þrautir í pungnum og sára stingi í eistum, sem bötnuðu ekki þó að hann tæki verkjalyf. Hann leitaði læknis og hélt svo kyrra fyrir í hátt í tvær vikur. Þá leitaði hann aftur lækn- is og var pungurinn þá „punkteraður" eða sprunginn. Hann þurfti að liggja með bakstra í mánuð í viðbót og heilsa hans var afar slæm fram í októbermánuð en 19. október var hann lagður inn á Landakotsspítala til uppskurðar. Aftur var hann skorinn upp 13. nóvember og þá var eist- að fjarlægt. Lögfræðineminn lýsir spítalavist sinni sem „heljar kvöl“, bæði lík- amlegri sem andlegri, enda léttist hann um rúm 17 kíló á 40 dögum, og að hann hafi ekki get- að gengið óstuddur fyrst eftir að hann mátti hafa fótavist. Ári seinna var hann ekki enn fullkom- lega laus við þrautir sem rekja mátti til þessa áverka. I frjálsu falli ' Háski áramótanna Þegar ég var lítil var ég oftast hjá afa og ömmu í sveitinni yfir áramótin. Þegar klukkan sló tólf á miðnætti og við höföum horft á gamla árið fjara út á skjánum og hið nýja birtast fullt af fögrum fyrirheitum, þá hafði afi til siðs að taka upp haglabyssuna. Ég og frænkur mínar röðuðum hausun- um á okkur í útidyrnar til að fylgjast með afa ganga út á hlað, ganga út í kolsvart myrkrið með haglabyssuna sína og taka sér stööu viö ruslatunnurnar. Hund- arnir lögðust hins vegar ýlfrandi undir borö og gengu með skottið á milli lappanna langt fram á nýja árið. Það fór kitlandi fiðringur um magann í okkur þegar afi byrjaði að nefna nöfn fjölskyldumeðlima og skjóta einu skoti upp í loftið fyrir hvern. Einu mátti gilda hvort fólkið var statt á bænum eða hvort það var einhvers staðar að hella i sig kampavíni - hvert bam, hvert tengdabarn og hvert einasta barnabarn fékk eitt skot fyrir sig - upp í loftið - og í sveita- kyrröinni ómaði skothljóðið lengi. Það fylgdi því sigurtilfinning að heyra afa nefna nafnið sitt með blöndu af glaðværð og stolti í mál- rómnum - eins og það væri virki- lega guðsþakkarvert að maður skyldi vera þarna og maður hefði lifað eitt ár í viðbót. Og svo til að hnykkja á þessu kvað við skotið. Skot sem hlaut aö heyrast um all- an heiminn. Byssan lögd á hiliuna Eftir því sem árin liðu og börn- in hans afa eignuðust fleiri börn, fór helgin að rjátlast af þessari at- höfn. Skothríðin varð nánast sam- felld, stóð lengi og sparikjólarnir veittu enga vöm gegn austfirskum áramótaveðrum. Það var líka eins og hver einstaklingur fengi ekki alveg eins mikið pláss heldur týndist í barnafjöld. Eða kannski var það gelgjan sem var í þann veginn að heltaka mig og gróður- setja hjá mér löngunina til þess að vera frekar með fullorðna fólkinu að drekka kampavín. Þannig fór það líka að lokum. Barnabörnin Við leggjum okkur í háska eins og þeir sem hafa komist lífs af úr ein- hverjum hörmungum fara stundum vísvitandi að storka örlögunum. Við segjum við dauðann: „Hér er ég enn! Þú náðir mér ekki þetta árið, hel- vítið þitt!“ uxu úr grasi og afi lagði byssuna á hilluna. Alltaf á þessum árstíma hugsa ég tfi afa og sé hann fyrir mér glaðbeittan á svip í rokinu með hárið eins og óstýriláta kórónu á höfðinu. Ég heyri skotið mitt, sem markaði mér sess meðal þeirra sem skiptu afa máli og gerðu mig mikilvæga manneskju þó að ég væri svo lítil og mjó að ég sæist varla. Víkingasveitin yfirbugar aldraðan byssumann Af einhverjum ástæðum hafa af- komendur afa heitins ekki gert haglabyssuskothríð að áramóta- hefð. Hefðbundið flugeldagutl hefur því alveg tekið við af þessari tignar- legu og íslensku fjölskylduskemmt- un. Mér er líka til efs að gamlársgleð- in hans afa væri látin óátalin byggi hann í Hraunbæ um þessi áramót, en ekki á Hrauni við Reyðarfjörð á áttunda áratugnum. „Víkingasveit- in yfirbugaði aldraðan byssumann í Hraunbænum. Sautján barnabörn mannsins horfðu á þar sem hann var umkringdur, járnaður og leidd- ur inn í lögreglubíl sem flutti hann í fangageymslurnar. Manninum verður gert að sæta geðrannsókn." Þannig gætu kannski fyrirsagnir vors daglega blaðs litið út þann annan janúar 2002. Þú náðir mér ekki! Það er samt þessi háski sem ger- ir áramótin svo skemmtileg. Helgi aðventunnar og jólanna hefur slig- Framburður óstöðugur Lögreglumenn og fangavörður neituðu fyrst eindregið allri sök í málinu. 25. september 1946 voru lögreglu- mennirnir sýknaðir en fangavörður- inn dæmdur í 500 króna sekt til rík- issjóðs „fyrir að hafa viöhaft óviður- kvæmileg orð um handtekna menn“ en lögreglumennirnir höfðu borið fyrir dómi að hann hefði sagt að „réttast væri að berja þessa djöfla" þó að ekki könnuðust þeir við að hafa hlýtt þeim orðum. Fyrir Hæsta- rétti þann 15. nóvember 1948 var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og neitaði fangavörðurinn ákveðið. Þóttu ummælin ekki fullsönnuð og var hann sýknaður af þeirri sök. Fyrir Hæstarétti var fleiri atriðum úr úrskurði héraðsdóms hnekkt. Það kom í ljós að framburður lögreglu- mannanna hafði reynst óstöðugur og þeir höfðu við yfirheyrslur leynt at- vikum sem þeir vissu um og máli skiptu. Þegar þessi atriði væru skoð- uð þætti ekki varhugavert að telja sannað að lögfræðineminn hefði hlot- ið áverkana í kjallara lögreglustöðv- arinnar af völdum einhvers eða ein- hverra hinna ákærðu. Þó að ekki þætti sannað hver það væri þótti ljóst að þeim hefði öllum verið kunn- ugt um það misferli sem átti sér stað við fangelsun lögfræðinemans. Það mætti fullyrða um hvern þeirra út af fyrir sig, að hann hefði annaðhvort sjálfur staðið að líkamsárásinni eða látið undir höfuð leggjast að veita lögfræðinemanum vernd gegn árásinni og skýra yfirboðurum sín- um frá misferlinu. Hinir ákærðu voru því allir fundnir sekir um að hafa framkvæmt fangelsunina á ólög- legan hátt. Þeir höfðu þegar verið sviptir löggæslumannastarfa sínum en sekt þeirra þótti hæfilega ákveðin 2.500 krónur. -þhs Þórunn Hrefna skrifar að okkur þó að jólin séu bara einu sinni á ári. Við höfum unnið eins og skepnur til að hafa allt svo fint, við höfum setið með postulasvip og gefið meira en við þáðum, við höf- um sótt kirkju og höfum fengið nóg af því. Nú er kominn tími til þess að ólmast og snúa öllu á hvolf. Við leggjum okkur í háska eins og þeir sem hafa komist lífs af úr einhverjum hörmungum fara stundum vísvitandi að storka örlög- unum. Við segjum við dauðann: „Hér er ég enn! Þú náðir mér ekki þetta árið, helvítið þitt!“ Og þess vegna handleika menn stórhættu- legar bombur og missa jafnvel hendur eða glyrnur. Menn keyra fullir og ákveða að jafna um fólk sem hefur gert þeim eitthvað til miska á árinu, menn troðast í bið- röðum og kveikja háskalegar brennur sem stundum berast í nær- liggjandi hús. Menn verða ofurölvi og sofna svo einhvers staðar á bak- inu. Og það er áramótagleðin. Gleðin yfir því að hafa lifað af - enn eitt árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.