Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
21
DV
Helgarblað
1.220.883 kr.
ónvsk.
Re kst rar I e igusam n i ngur
Engin útborgun
23.481 kr. á mcinuöi án vsk.
RENAULTKANGOO
Fjármögnunarleiga
Útborgun 305.220 kr. án vsk.
18.212 kr. á mánuöi án vsk.
Rekstrarleigan er mi8uð við 36 mánuBi og 20.000 km akstur á ári.
Rekstrarleigan er þó tekin í erlendri myntkörfu. Fjármögnunarleigan er miðuð
við 25% útborgun og a8 lániS sé tekið í crlcndri myntkörfu til 60 mánaSa.
um
Ósk
Árni Sigjússon undirbýr
flutning til Keflavíkur og
hyggst bjóða sig fram sem
bœjarstjóri í Reykjanesbœ.
í viðtali við Kolbrúnu
Bergþórsdóttur rœðir hann
meðal annars um starfslok-
in hjá AcoTæknivali, fram-
tíðaráformin, pólitíkina og
fjölskylduna.
- Það er ekki langt síðan þú lést af
starfi framkvæmdastjóra AcoTækni-
vals. Af hverju hættirðu þar?
„Þegar ég tók þá ákvörðun árið 1999
að gefa öðrum færi á að spreyta sig í
borgarmálum hafði Frosti Bergsson
samband við mig og óskaði eftir því að
ég kæmi með honum inn í rekstur
Tæknivals. Hann var að taka við stjórn-
arformennsku og vildi fá mig sem fram-
kvæmdastjóra. Reksturinn hafði verið
mjög erfiður nokkur ár á undan, íjár-
hagsstaðan var orðin mjög slæm en
veltan var stöðugt að aukast. Ef eitt-
hvað færi úrskeiðis væri lítill grunnur
til að byggja á. Það þurfti því að gera
mjög miklar breytingar á fyrirtækinu.
Á seinni hluta árs 1999 náðum við strax
miklum árangri og árið 2000 var besta
ár í sögu Tæknivals. Þegar nálgaðist
áramót 2001 fundum við fyrir veruleg-
um samdrætti í sölu. Fyrirtæki með svo
lítið eigið fé en mikla veltu byggði á
miklum erlendum lánum. Við fórum
því mjög veikburða inn í þetta erfiða ár
2001 þegar gengið tók bakfóll ofan á
verulegan samdrátt í sölu. í vor var
ákveðið að sameina fyrirtækin Aco og
Tæknival. Með nýjum eigendum komu
nýir stjómendur með aðrar áherslur.
Ég ræddi þá við Frosta að ég hygðist
ekki taka nýjan hring í breytingaferli
en við töldum jafnframt mikilvægt að
ég fylgdi því úr hlaði, því annars hefð-
um við strax misst frá okkur öflugt fólk.
Að því sögðu töldum við réttan tíma að
ljúka störfum um þessi áramót. Með öfl-
ugum mönnum gekk endurfjármögnun
hraðar en ég hafði búist við og því full
sátt um að ég hætti í október. En það
stóð ekki til að ég tæki annan snúning.
Nú er eiginfjárstaðan sterkari og geng-
ið að jafna sig svo mér sýnist bjartara
fram undan fyrir AcoTæknival."
Ekki til umræðu að fara á þing
-• Þú stefnir á að verða næsti bæjar-
stjóri í Reykjanesbæ. Hvernig kviknaði
sú hugmynd?
„Þorsteinn Erlingsson, bæjarfulltrúi
í Reykjanesbæ, hafði samband við mig
fyrir nokkrum mánuðum og vildi fá að
ræða þetta mál. I framhaldi af því
ræddi ég við Ellert bæjarstjóra og fleiri
bæjarfulltrúa og í kjölfar þess sam-
þykkti stjórn fulltrúaráðsins einróma
að fara þessa á leit við mig. Ég gaf mér
tíma til að skoða samfélagið í Reykja-
nesbæ og sá þar mjög góða uppbygg-
ingu. Skólamál eru í góðum farvegi, en
búið er að einsetja alla grunnskóla. Þar
eru hins vegar verkefni fram undan
sem mér finnst vera spennandi að
glíma við og tel mig geta lagt lóð á vog-
arskálar. Verkefni i atvinnumálum eru
líka mjög spennandi. Þama em góðar
hafnir, flugstöðin og gott landsvæði,
bæði undir atvinnustarfsemi og íbúðar-
húsnæði. Ég fmn fyrir jákvæðum anda
í bæjarfélaginu til að takast á við nýja
tíma með fjölskylduvænu samfélagi.
Með tilliti til alls þessa finnst mér
áhugavert að móta skýra sýn á framtíð-
arsamfélagið og framkvæma hana með
góðu fólki. Og svo er ekki síður það að
mér þótti mjög vænt um þann skýra
vilja áhrifamanna í bæjarfélaginu að ég
tæki að mér þetta verkefni. Eftir að
hafa rætt málið við Bryndísi og krakk-
ana og farið yfir kosti og galla þess að
taka slíkt að sér varð niðurstaðan já-
kvæð.“
- Er þetta fyrsta skrefið yfir í lands-
málapólitík?
„Nei. Þá hefði verið til dæmis auö-
veldara að bjóða sig fram í Reykjavík
eða þá í Suðurkjördæmi eins og marg-
ir voru búnir að nefna við mig. En ef
íbúar Reykjanesbæjar eru þess viljugir
þá er ég að taka að mér bæjarstjóra-
starf sem er fullt starf. Undir þeim
kringumstæöum er því ekki til um-
ræðu að fara á þing.“
kærleiksríkt samfélag
borgina á næsta ári?
„Ég vona það. Ég tel að það sé kom-
inn tími á breytingar. Helsta afrek Ingi-
bjargar Sólrúnar er að hafa haldið R-
listanum saman. í það hefur hún þurft
mikla orku og sú orka hefði betur verið
virkjuð í framkvæmdir í borgarmál-
um.“
- En hvað þarf að gerast til að svo
verði, þarf til dæmis að skipta um leið-
toga?
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur engu að
tapa við að gera breytingar sem stuðla
að sigri. En leiðtogakjör held ég að geri
það ekki eitt og sér. Flokkur á að byggja
á hæfum og breiðum hópi einstaklinga.
Ég hef miklu meiri trú á slíkri uppbygg-
ingu en stöðugum leiðtogasamanburði.
En ég viðurkenni að þar virðast fæsth1
mér sammála, það er sífellt verið að
miða við foringjana."
Árni Sigfússon dvmvnd gva
„Ég vildi fyrst og fremst vera sáttur við sjálfan mig og vita af því að ég hefði tekið þátt í aö þæta samfélagið. Þetta
hljómar kannski væmið en ósk mín er að samfélagið verði kærleiksríkt, því það felast svo djúp gæði í því orði. “
A5 láta kærleikann streyma
- Það hefur verið tekið eftir því hvað
þú hefur veitt Áma Johnsen frænda
þínum mikinn stuðning i erfiðum mál-
um. Var það ekkert sem vafðist fyrir
þér?
„Nei. Árni er frændi minn og vinur.
Hann lenti í miklum hremmingum sem
hann þarf að svara fyrir og ég held að
hann hafi þörf fyrir fullan stuðning
sinna nánustu. Það er bara svo einfalt.
í uppeldi er oft talað um skilyrðislausa
ást og hún fer ekki eftir því hvort menn
hafa brotið af sér eða ekki. Maður getur
alltaf látið kærleika streyma til sinna.“
- Það fer ekki fram hjá þeim sem
hafa fylgst með þér og lesið viðtöl við
þig að fjölskyldulifið virðist vera þér
mikils virði.
„Ég held að öllum sé mikilvæg sú
næring sem þeir fá frá og gefa sínum
nánustu. Hættan í okkar samfélagi er
sú að við kaupum okkur þjónustu til að
sinna hinum ungu og hinum öldnu í
stað þess að gefa af okkur sjálfum. Sem
einstaklingar þurfum við að vera virk-
ari í samhjálpinni. Ef við erum það
ekki þá eru viss hættumerki fólgin í því
að setja böm og aldraða á stofnanir."
- Þegar þú lítur til baka gamall mað-
ur, eftir mörg mörg ár, hvað myndirðu
vilja skilja eftir þig?
„Ég vildi íyrst og fremst vera sáttur
við sjálfan mig og vita af því að ég hefði
tekið þátt í að bæta samfélagið. Þetta
hljómar kannski væmið en ósk mín er
að samfélagið verði kærleiksríkt, því
það felast svo djúp gæði í þvi orði.“
- Þú hefur ímynd mjúka mannsins.
Er það ekkert erfitt í þessari hörðu
pólitík?
„Ég hef ekkert velt því fyrir mér
hvort það er erfitt eða ekki. Lífið er
fullt af klisjum. Það að vera mjúkur
maður í hörðum flokki á víst að vera
erfitt en ég hef fengið sterkan hljóm-
grunn innan Sjálfstæðisflokksins. Þessi
tenging við mjúka manninn gefur
reyndar færi á einhverjum skotum og
húmor sem er ómissandi i lífinu að
minu rnati."
Vantrúaður á
leiðtogasamanburð
- Nú varstu borgarstjóri í stuttan
tíma, en R-listinn vann síðan borgina í
kosningum. Var það mjög erfitt?
„Ég fékk það verkefni að ná fylgi
okkar á 10 vikum úr 30-35% fylgi í
meirihlutafylgi. Það var mjög erfitt. Á
sjónarsviðið var kominn fram samein-
aður listi á móti sjálfstæðismönnum
með konu sem leiðtoga sem margir sáu
sem sameiningarafl vinstri manna í
framtíðinni. Aðrir töldu einfaldlega
kominn tima til að breyta. 72 dögum
fyrir kosningar sagði Markús af sér
embætti borgarstjóra. Hann hefur ít-
rekaö sagt að sú ákvörðun hans hafi
verið vegna þess að allar skoðanakann-
anir sýndu fylgishrun sjálfstæðis-
manna gegn R-listanum. Nú var úr
vöndu að ráða og þá urðu menn ein-
róma um að ég tæki að mér borgar-
stjórahlutverkið og leiddi baráttuna.
Mitt mat er að ég hafi styrkt stööu okk-
ar eins og nokkur kostur var á þessum
skamma tíma eða í 47,3%. Margir veltu
fyrir sér hvað hefði gerst ef ég hefði
haft meiri tíma. En ég hafði einungis 72
daga og er sáttur við það sem ég lagði
af mörkum."
- Heldurðu að sjálfstæðismenn vinni
VINSÆLASTI
VINNUFCLAGINN
ATVINNUBILAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
www.bl.is
RENAULT