Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 34
34
Helgarblað
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
DV
•Popp
■ TÓNLEIKAR Tll STYRKTAR KRABBA-
MEINSSJÚKUM BÖRNUM íslenskir Stór-
popparar og súperbönd hafa síðustu
ár komið saman í Háskólabíói næstsíð-
asta dag fyrir gamlárskvöld og spilað til
styrktar Styrktarfélagi krabbmeins-
sjúkra barna. Síðustu ár hafa tónleik-
amir gefið af sér hátt á sjöttu milljón
króna til handa málstaðnum. Þetta árið
er engin undantekning og hafa hljóm-
sveitimar Sálin hans Jóns mins, Jet
Black Joe, Ný Dönsk, Á móti sól, íra-
fár og í svörtum fotum boðað komu
sína, sem og söngvararnir Védis Her-
vör, Svala Björgvins, Páll Rósin-
kranz, Jóhanna Guönin og Gunnar
Óla úr Skímó. Tónleikarnir byrja
klukkan 20 og standa til kl. 22. Forsala
er hafin í Háskólabíói og kostar miðinn
aðeins 2.000 krónur. Síðustu ár hefur
iðulega selst upp og komast færri að en
vilja. Mælt er með því að fólk tryggi sér
miða í tima. Aðgangseyririnn verður af-
hentur SKB í hléinu.
•Klúbbar
■ DJ JOHNNY Á 22 Gleðin heldur
áfram á Club 22 í kvöld þegar hinn stór-
skemmtilegi Dj Johnny rífur upp plöt-
umar og leikur tónlist fyrir gesti og
gangandi. Að vanda er fritt inn til
klukkan 1 en handhafar stúdentaskír-
teina fá frítt inn alla nóttina.
■ SESAR ENN OG AFTUR Á SPOTUGHT
Dj Sesar er enn sem fyrr pikkfastur í
búrinu á Spotlight með bestu tónlist-
ina.
•Krár
■ BUFF Á VÍDALÍN Gleðilistamennirn-
ir í Buff byrja upphitun fyrir gamlárs-
kvöldspartíið á Vídahn.
■ BUTTERCUP Á GAUKNUM Buttercup
spilar í siðasta skipti á þessu ári á
Gauki á Stöng.
■ KAFFI STRÆTÓ í kvöld verður
hljómsveitin Z á hinum rómaða
skemmtistað, Kaffi Strætó í Mjóddinni.
Siðast varð allt vitlaust þegar hljóm-
sveitin hreinlega fæddist á sviðinu og
því má búast við enn meira fjöri í kvöld.
Að sjálfsögðu verður allt flæðandi eins
og venjulega og frábær strætóstemning.
■ PLÖTUSNÚÐUR Á VEGAMÓTUM Dj.
Tommi White leikur lausum hala á
plötuspilaranum á Vegamótum.
■ SIXTIES í KÓPAVOGINUM Á Players,
Bæjarlind 4, mætir sveitin Sixties. Stórt
og gott dansgólf.
•Böll
■ POPS Á KRINGLUKRÁNNI Unglinga-
hljóm-
sveitin
POPS,
sem und-
anfarinn
áratug
hefur
heillað
blóma-
börn á öllum aldri á áramótadansleikj-
um ‘68 kynslóðarinnar, mun skemmta
um helgina á Kringlukránni í Reykja-
vík. POPS, þessir sjaldséðu merkisberar
sjöunda áratugarins, leika sínar ein-
stöku „cover versjónir" af lögum Bítl-
anna, Stones, Dylans, Kinks, Spencer
Davis, Small Faces, Troggs o.fl. fram
eftir nóttu. Allir sem vilja berja þessa
sögufrægu sveit augum, ættu að nota
tækifærið og draga fram dansskóna, því
það verður sannkölluð „sixties" sveifla
^ uppi á teningnum í Kringlukránni í
kvöld og á morgun og drengirnir í POPS
munu ekkert draga af sér frekar en fyrri
daginn.
•Sveitin
■ ÚTÓPÍA Á húsavík Hin stór-
skemmtilega sveit, Útópía, er mætt
norður yflr hátíðimar og ætlar að bjóða
norðanmönnum upp á veislu í kvöld á
. Sölkuveitingum, Húsavík. Engu verð-
ur stungið i samband því drengimir
leika órafmagnað bestu lög sin i bland
við önnur uppáhöld.
■ GARGANDI GLEÐI Á KRISTJÁNI X
Ómar Diðriks og Englamir endurtaka
vel heppnað djamm á Kristjáni X,
Hellu, frá því helgina áður. 800 spírur
inn.
■ GEIRMUNDUR Á VIÐ POLUNN Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar sveifl-
ar sér í takt á Við pollinn.
■ HAFRÓT í KEFLAVÍK Hafrót spilar á
Ránni í Keflavík.
■ JÓLABALL í EGILSBÚÐ Jólaball allra
kynslóða í Egilsbúð, Neskaupstað. Stef-
án Hilmarsson og Eyjólfur Kristjáns
ásamt hljómsveit spÚa á stórdansleik
frá 23-3. Miðaverð 1800 kr. 18 ára aldurs-
takmark.
■ SKUGGABALDUR Á HÓFN Piötusnúð-
urinn Skuggabaldur skemmtir á Vík-
inni á Höfn í Hornafirði. Aðgangur á
þessa stórskemmtilegu plötuskemmtun
er 500 krónur.
•Leikhús
■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Ak-
ureyrar sýnir um þessar mundir leikrit-
ið Blessað bamalán eftir Kjartan
Ragnarsson. Heimamenn, sem og aðrir
nærsveitungar, em hvattir til að mæta
en sýningin hefur fengið afbragðsdóma
og góðar viðtökur áhorfenda. Enn eru
örfá sæti laus á sýningamar tvær sem
eru í dag en þær hefjast kl. 16 og 20.
■ KARÍUS OG BAKTUS í dag sýnir
Þjóðleikhúsið hiö margþekkta barna-
leikrit Karíus og Baktus eftir Thor-
bjöm Egner. Sýningar dagsins em tvær
og hefst þær kl. 14 og 15 en sýnt er á
Smíðaverkstæðinu.
■ LEIKUR Á BORÐI íslenska leikhús-
grúppan forsýnir í kvöld leikverkið
Leik á borði, gómsætan gamanleik,
en sýnt er í Gamla bíói og hefst sýning
kvöldsins kl. 19.
■ MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM Borgarleik-
húsið sýnir í kvöld leikritið Með vifið
í lúkunum eftir Ray Coone. Leikritið
hefur verið til sýningar lengi vel og við
miklar vinsældir. Sýningin í kvöld hefst
kl. 20 og em örfá sæti laus.
■ PÍKUSÖGUR Leikritið Píkusögur
eftir Evu Esler verður sýnt í kvöld á 3.
hæð Borgarleikhússins. Verkið er í
raun frásögn nokkurra kvenna en það
hefur notið mikilla vinsælda hérlendis
sem og annars staðar. Sýningin hefst í
kvöld kl. 20.
■ SYNGJANDI í RIGNINGUNNI Leikritið
Syngjandi í rigningunni verður sýnt í
kvöld á stóra sviði Þjóðleikhússins en
meðal leikenda í sýningunni eru Selma
Bjömsdóttir og Stefán Karl Stefánsson.
Sýningin hefst kl. 20 stundvíslega.
■ VILJIEMMU í kvöid verður leikritið
Vilji Emmu sýnt á fjölum Þjóðleik-
hússins en verkið er eftir David Hare.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 20 og
verður sýnt á Smiðaverkstæðinu.
Þetta er síðasta sýning.
•Síðustu forvöð
■ UÓSMYNPIR í GALLERÍI GEYSI NÚ
fer hver að verða síðastur að kíkja á
ljósmyndir Eyþórs Ámasonar í Gail-
eríi Geysis. Um er að ræða 19 myndir
af myrkrinu.
•D jass
■ ORMSLEV í HAFNARHÚSINU Þriðja
uppákoma Djassklúbbsins Ormslevs
verður haldinmiili kl. 15 og 18 í Lista-
safhi Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu. Á annan tug ungra djass-
leikara munu leika víðs vegar um hús-
ið, í orðsins fyllstu merkingu.Ókeypis
inn. Fyrir þá sem ekki þekkja djass-
klúbbinn Ormslev þá er það hópur sem
einbeitir sér að því að virkja framsækið
djasslíf á Islandi með áherslu á fmm-
samda tónlist og hugmyndaauðgi.
Samkvæmt brasilísku tímatali er árið 2002 ár “lostans. Af
því tilefni ætlar Astro að halda ærlega upp á það með sjóð-
heitum lostafullum uppákomum á gamlárskvöld.
Lostofull áramótogleði
„Við búumst við því að verða með
fullt hús eins og venjulega um ára-
mótin,“ segir skemmtanastjóri
Astro, Kiddi Bigfoot, sem planar
lostafull áramót á staðnum sem
hann segir að enginn ætti að vera
svikinn af. „Stórsveitin Jagúar
ætlar að vera með seiðandi fönk á
efri hæðinni sem verður skreytt á
lostafullan hátt og gert gott pláss
fyrir mjaðmahnykki,'1 segir Kiddi
sem annars vill lítið gefa upp varð-
andi uppákomur kvöldsins þar
sem þær eigi að koma á óvart. A
neðri lræðinni mun hann sjálfur
vera í búrinu ásamt Svala þar sem
spiluð verður dýrsleg tónlist fyrir
allar kynverur eins og hann orðar
það sjálfur. Heyrst hefur að létt-
klæddar dansmeyjar verði á staðn-
um sem skemmta muni gestum
með brasilískum karnivalhreyfing-
um. „Staðurinn verður skreyttur
það mikið að fólk mun varla þekkja
hann,“ segir Kiddi sem bjóða mun
gestum upp á freyðivín og jarðarber
við komuna.
Miklar breytingar standa nú yfir
á Astro. Fatahengi staðarins hefur
verið stækkað og þar er nú komin
töskugeymsla sem ætti að gleðja
margan kvenmanninn. Um miðj-
an janúar mun Astro svo teygja
anga sína yfir t húsnæðið við hlið-
ina á staðnum þar sem Skífan var
áður til húsa. Þar er áætlað að verði
rekið kaffihús í miðri viku en opið
á milli um helgar. Miðar á ára-
mótagleðina eru seldir í forsölu á
Astro og kostar stykkið 2.500 en
3.000 sé hann keyptur við dyr.
Húsið verður opnað kl. 0.46.
•Klassík
■ FORNTÓNUST j FRÍKIRKJUNNI Tón
leikar verða haldnir í Fríkirkjunni í
dag kl. 15 undir yfirskriftinni Fomtón-
list í Fríkirkjunni. Að þessu sinni
verða teknar nokkrar stikkprufur af svo-
kallaðri virtúósahefð sem þróaðist á 18.
öld, þegar frægustu hljóðfæraleikaramir
léku eingöngu sín eigin verk. Sagan seg-
ir að Beethoven hafi spurt hvort hann
mætti náðarsamlegast skrifa einleiks-
konsert fyrir Duport, einn frægasta
sellóleikara í kringum 1800. Duport af-
þakkaði pent og sagðist eingöngu spila
verk eftir sjálfan sig. Á tónleikunum
leika þeir Sigurður Halldórsson selló-
leikari og Gunnlaugur Torfi Stefáns-
son kontrabassaleikari tvær sónötur eft-
ir Jean-Babtiste Barriére, sðnötu í A dúr
G4 eftir Luigi Boccherini og Dúett fyrir
selló og kontrabassa í D dúr eftir
Gioachino Rossini.
•Leikhús
■ BLESSAÐ BARNALÁN Leikfélag Ak-
ureyrar sýnir um þessar mundir leikrit-
iö Blessað bamalán eftir Kjartan Ragn-
arsson. Heimamenn, sem og aðrir nær-
sveitungar, eru hvattir til að mæta en
sýningin hefur fengið afbragðsdóma og
góðar viðtökur áhorfenda. Enn eru örfá
sæti laus.
■ BLÍÐFINNUR Barnaleikritið Blíð-
finnm- eftir Þorvald Þorsteinsson í leik-
gerð Hörpu Amardóttur verður sýnt á
fjölum Borgarleikhússins í dag kl. 14.
Sagan segir frá Blíðfinni og ævintýrum
hans, Smælkisins, Dmllumalla, Vitr-
ingsins og að sjálfsögðu Bamsins.
Skemmtileg sýning fyrir alla fjölskyld-
una.
■ KARÍUS OG BAKTUS I dag sýnir
Þjóðleikhúsiö hið margþekkta bama-
leikrit, Karíus og Baktus eftir Thor-
bjöm Egner. Sýningar dagsins em tvær
og hefst þær kl.14 og 15 en sýnt er á
Smíðaverkstæðinu.
■ LEIKUR Á BORÐI íslenska leikhús-
grúbban frumsýnir í kvöld verkið Leik-
ur á borði en sýnt er í íslensku óper-
unni og hefst sýningin kl. 19. Leikritið
Öallar um Samma, sem er að vestan, ný-
útskrifaður leikari sem er enn að bíða
eftir stóra tækifærinu. Með aðalhlutverk
fer hellisbúinn Bjami Haukur Þórsson
en jjetta er einleikur sem Gisli Rúnar
Jónsson þýddi og staðfærði.
■ PÍKUSÖGUR Leikritið Píkusögur
eftir Evu Esler verður sýnt í kvöld á 3.
hæð Borgarleikhússins. Verkið er í
raun frásögn nokkurra kvenna en það
hefur notið mikiiia vinsælda hérlendis
sem og annars staðar. Sýningin hefst í
kvöld kl. 20.
•Síöustu forvöð
■ ERRÓ KVAPDUR í LISTASAFNIREYKJA-
VÍKUR Hin stóra yfirlitssýning úr Er-
rósafninu í Listasafni Reykjavíkm-,
Hafnarhúsi, verður kvödd með pomp og
prakt í dag. Djassbandið Ormslev flytur
tónlist i öllu húsinu frá klukkan tvö til
sex. Klukkan fjögur verður svo heíðbund-
in leiðsögn um sýninguna. Yfirlitssýning
á verkum Errós hefur staðið í rúma sex
mánuði en á þeim tíma hafa hátt í fimm-
tíu þúsund gestir sótt sýninguna. Lista-
safn Reykjavíkur segir ekki alveg skiiið
við Erró þrátt fyrir þennan lokakafla því
ný sýning á verkum hans verður opnuð
5. janúar í tveimur sölum Hafnarhússins.
Þeir salir verða í framtíðinni helgaðir
verkum Errós og þeim skipt reglulega út.
í tilefni sýningarloka verður frítt inn á
safnið í dag en safnið er opið frá kl. 11 til
18.
•Bíó
■ HARRY POTTER í RAFEIND Kvik-
myndahús Rafeindar, Egilsstöðum, sýn-
ir stórmyndina Harry Potter kl. 17 og 20.
mánudagur
•Klúbbar
■ ÁRAMÓTAGLEÐIDODDA LITU ÁCLUB
22 Áramótunum verður fagnað með lát-
um á Club 22 í kvöld eins og svo oft
áður. Doddi litli sér um tónlistina af al-
kunnri snilld en kappinn hefur vætt
ungmeyjar og kætt sveina á staðnum í
allan vetur. Húsiö opnað klukkan 1 á
nýju ári og miðaverði er stiiit í hóf, litl-
ar 1000 krónur. Rúsínan í pylsuendanum
er svo auðvitað barinn en óbreytt verð
verður á drykkjum þessa einstöku
nótt. Zweiimdzwanzig er málið um ára-
mót.
■ CLUB DIABLO Amnesia-kvöld verður
haldið á Club Diablo í kvöld. Þetta verð-
ur eins konar upphitun fyrir væntanlega
Ibizaferð Diablo-manna i sumar en hinir
heimsfrægu plötusnúðar ívar og Atli
munu sjá um stemninguna í kvöld og
miðinn kostar litlar 1000 krónur og
glaðningur fylgir í kaupbæti. Allar frek-
ari upplýsingar er að finna á diablo.is
■ LOSTI ALLSRÁÐANPI Á ASTRO Stór-
sveitin Jagúar ætlar að vera með seið-
andi fónk á efri hæð Astro á meðan
Kiddi Bigfoot og Svali verða í búrinu á
neðri hæðinni. Húsið verður skreytt á
lostafullan hátt og óvæntar uppákom-
ur á boðstólum.Freyðivín og jarðarber
við komu. Miðaverö er 2.500 í forsölu og
3.000 við dyr. Húsið opnað kl. 0.46.
■ ÁRAMÓTAGLEÐI SPOTLIGHT Ára
mótagleði fram á rauðanótt á Spotlight.
Dj Sesar kemur til með að springa í búr-
inu í ragettufílingi. Aðeins 1500 kr.
inn.
■ ÞEMA Á NASA Það er opið á Nasa
við Austurvöll frá kl. 1. Plötusnúður í
búrinu og leynilegt þema í gangi sem
enginn ætti að verða svikinn af. 3500 kall
inn.
•Krár
■ PISKÓ OG HOUSE Á VEGAMÓTUM
Áramótagleði Vegamóta samanstendur
af plötusnúðunum Dj Pétri og Dj
Bjössa meö Old school, Disco og House
tónlist. Miðaverð er 3.000 i forsölu en
3.500 við inngang. Ath. Þessi miði gildir
einnig inn á Prikið á gamlárskvöld.
■ PISKÓKVÓLD Á GLAUMBAR Dj.
Diskó -Johnny sér um áramótastuðið á
Glaumbar. Diskó mun hljóma á staðn-
um út í eitt alla nóttina og kostar 1000
kall inn. Frír drykkur á bamum fyrir
alla þá sem mæta fyrir kl. 1.48.
■ FRÍTT INN Á KAFFl VICTOR Það er
frítt inn á Kaffi Victor og ailt flæðandi
í Asti Gancia. Staðurinn og staífið er
skreytt í tilefni kvöldsins. Öll heitasta
Fm957-tónlistin er á neðri hæðinni en
uppi er það diskófílingur og funk sem,
blífur.
■ GAUKURINN í kvöld verða SSSól og
Boogie Knights á sviði Gauksins. Helgi
Bjöms og félagar lofa góðri stemningu
allt kvöldið en þegar nýtt ár gengur í
garð mun Addi Fannar X-Skimó og félag-
ar hans stíga á svið til að kalla fram árið
1975 aftur. Miðaverð er 2200 kall.
■ HATTAR OG TÓNUST Á SPORTKAFFI
Eigir þú flottan áramðtahatt þá borgar
sig að mæta á Sportkaffi við Þingholts-
stræti því óvæntur glaðningur er í boði
fyrir flottasta og stærsta hattinn. Það
eru plötusnúðamir Batman og Valdi
sem sjá um tónlistina og stuðið. Það
kostar 1500 kall inn i forsölu en 2000 við
dymar. Tekið verður á móti fólki með
„surprise" við innganginn... Lokað á
Sportkaffi á nýárskvöld.
■ HIPP HOPP Á PRIKINU En á Prikinu
verða Dj Magic og Dj Ben-B með hipp
hopp-stemmingu. Athugið að aðgangs-
miðinn inn á Prikið þetta kvöld gildir
einnig inn á Vegamót. Miðaverð 3000 kr.
í forsölu en 3500 kr. við inngang.
■ KAFFI OG KÖKUR Á KAUPFÉLAGINU
Kaupfélagið er með opið allan daginn
fyrir þá sem vilja finna notalegheit yfir
kaffi og með því. Staffið lokar hins veg-
ar staðnum um kvöldið og ekki verður
opnað aftur fyrr en 2. janúar.
■ SIGGI KAISER Á HVERFISBARNUM
Hverfisbarinn verður opnaður kl. 1 og