Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Tilvera Kammer- tónleikar Kammertónleikar veröa í Langholtskirkju í dag, 29. desember. Svava Bernharös- dóttir víóluleikari og Matej Sarc óbóleikari leika með Elísabetu Waage hörpuleikara og Guörúnu Birgisdóttur flautuleikara. Verkin sem þau flytja eru eftir Misti Þorkelsdóttur, Wilhelm Friedemann Bach, Uros Krek, Berio og Debussy. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Tónlist ■ FORNTONLIST I FRIKÍRkJUNNI Tónleikar veröa í Fríkirkjunni á morgun, sunnudaginn 30. desember kl. 15. Þeir eru undir yfirskriftinni Forntónlist í Fríkirkjunni. Þar leika þeir Siguröur Halldórsson, sellóleikari og Gunnlaugur Torfi Stefánsson kontrabassaleikari verk eftir Jean-Babtiste Barriére, Boccherini og Rossini. > ■ JÓLAÓRATÓRÍA Jólaóratória eftir John A. Speight fyrir tvo kóra, einsöngvara og hljómsveit verður flutt í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudaginn 30. desember, kl., 17.00. Flytjendur eru m.a. Elín Ósk Oskarsdóttir sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir act, Garðar Thor Cortes tenór, Benedikt Ingólfsson bassi, Schola Cantorum og Mótettukór og Kammerhljómsveit Hallgrímskirkju. ■ ÁRH) KVATT MEÐ LÚÐRAÞYT Síöustu tónleikar ársins hér á landi eru í Hallgrímskirkju á gamjársdag kl. 17. Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Ó. Pálsson, ásamt orgelleikara kirkjunnar, Heröi Áskelssyni, kveðja þannig gamla áriö með lúðraþyt. ■ TÓNLEIKAR TIL STYRKTAR KRABBAMEINSSJUKUM BORNUM Islenskir stórpopparar og súper- bönd hafa síðustu ár komiö saman í Háskólabíói næstsíöasta dag fyrir gamlárskvöld og spilaö til styrktar Styrktarfélagi krabbmeinssjúkra barna. Sálin hans Jóns,míns, Jet Black Joe, Ný Dönsk, Á móti sól, írafár og í svörtum fötum hafa boð- að komu sína, sem og söngvararnir Védís Hervör, Svala Björgvins, Páll Rósinkranz, Jóhanna Guörún og Gunnar Óla úr Skímó. Tónleikarnir byrja klukkan 20. Leikhús ■ KARIUS OG BAKTUS I dag sýnir Þjóöleikhúsiö barnaleikritiö Karíus og Baktus eftir Thorbjörn Egner á Smíöaverkstæöinu. Sýningar dags- ins eru tvær og hefjast þær kl. 14 j og 15. ■ LEIKUR Á BORÐI íslenska leik- húsgrúPPan sýnir í kvöld verkið Lelk- ur á boröi en sýnt er í Gamla bíói og hefst sýningin kl. 19. ■ MEÐ VÍFH) í LÚKUNUM Borgar- leikhúsiö sýnir í kvöld Meö vífiö í lúkunum eftir Ray Coone kl. 20. ■ VIUI EMMU Vilji Emmu verður sýndur á Smíðaverkstæöi Þjóðleikhússins kl. 20 í síðasta sinn. Síðustu forvöð v ■ ERRÓSYNINGIN KVODD Hin ~ stóra yfirlitssýning úr Errósafninu í Listasafni Reykjavíkur verður kvödd meö pompi og pragt sunnudaginn 30. des. DjassPandiö Ormslev mun flytja tónlist í öllu húsinu frá kl. 14- 18. Kl. 16 veröur hefðbundin leiösögn um sýninguna. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísí.is Thuleball á Gauknum Hljómplötuútgáfan Thule stóö fyrir óvenjulegum jóladansleik á Gauki á Stöng í gærkvöldi þar sem fjöldi mis- þekktra hljómsveita lét ljós sitt skína í skammdegismyrkri jólanna. Þessi samkoma var aukinheldur til styrktar Mæðrastyrksnefnd svo góðhjartaðir skemmtanafíklar létu sig sannarlega ekki vanta á skrallið og drukku fyrir gott málefni til tilbreytingar. Maöurinn á Trabantinum Þessi maöur sem er svo undartega hæröur í andliti heitir aö sögn Þor- valdur H. Gröndal og er einn meö- lima hljómsveitarinnar Trabant. Trabantinn fór sannarlega í gang á tónleikum Thule-útgáfunnar á Gaukn- um í gærkvöldi og hvein og söng í þessu sérkennilega farartæki. \ DV-MYNDIR BRINK Skáldiö og söngvarinn Hinn brosmildi og breiðleiti dreng- ur til vinstri á myndinni er enginn annar en Ragnar Kjartansson, list- málari og tónlistarmaður, sem er söngvari og gítarleikari í hljóm- sveitinni Funerals sem er á góöri leiö með aö finna upp trýiö í kán- trý á íslandi. Hallbjörn Hjartarson fann upp kániö í kántrý. Viö hliö Ragnars stendur metsöluhöfundur- inn, Ijóöskáldiö og fyrrum poppar- inn Bragi Ólafsson sem var bassa- leikari Sykurmolanna. Britney Spears: Ekki allsber á mynd Gamlir graðnaglar um heim allan munu vafalaust gráta ofan í bjórinn sinn þegar þeir fá fréttir af því að hin ofurkynþokkafulla Britney Spe- ars muni ekki sitja fyrir á plakati hjá dýraverndunarsamtökunum PETA í tengslum við herferðina „Heldur geng ég nakin en pelsi þak- in“ sem margar stórstjörnur hafa tekið þátt í. Britney mun hafa sam- þykkt að sitja fyrir hjá samtökunum - í öllum fötunum en henni mislík- aöi stórkostlega að talsmenn PETA gáfu einhvers staðar í skyn að hún yröi allsber á plakatinu og ákvað að draga sig út úr öllu saman. „Við getum ekki staðið í sam- starfi við fólk sem hagræðir sann- leikanum á þennan hátt,“ sagði fjöl- miðlafulltrúi Britneyjar móðgaður. Talsmaður PETA neitar hins vegar að hafa nokkru hagrætt. „Við sögð- um einfaldlega að við ætluðum að gera plakat með henni. Við töluðum aldrei um neina nekt.“ Svona getur misskilningurinn eyðOagt bestu áform mannanna. Gwyneth Paltrow: Ný og betri manneskja Leikkonan Gwyneth Paltrow á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hún hefur ákveðið að söðla um og breyta lífi sinu til betri vegar og hætta að sulla í brennivini, éta kjöt og vaka lengi. Hún er semsagt að endurhanna persónu sína líkt og Madonna gerði hér um árið. Þetta gengur ekki alltof vel eins og oft er með nýja lífshætti. Hin nýja Pal- trow er uppstökk og önug og óskaplega viðkvæm. Gwyneth Paltrow. Hún er oröin svo hreinlíf aö hún vill ekki drekka úr bollum sem kaffi hefur einhvern tímann veriö í. Það þótti í frásögur færandi á dög- unum að Paltrow var stödd á blaða- mannafundi til að kynna nýja kvik- mynd sína, The Royal Tenebaums. Hún bað um jurtate í bolla að drekka. Gengilbeina kom að vörmu spori með bollann en áður en Paltrow saup á ærðist hún snögglega því hún taldi sig finna aö einhvem tímann hefði verið drukkið kaffi úr bollanum. Kaffein er alger bannvara í hinu nýja lífi Paltrow og það á líka við um ílát sem einhvem timann hafa komist í snertingu við slík efhi. Tom Cruise: Mun hann giftast Cruz Leikarinn Tom Cmise er alltaf milli tannanna á fólki. Hvert einasta smáat- riði í fari hans er undir stækkunar- gleri slúðurblaða og almennings. Fyrr- verandi eiginkona hans, Mimi Rogers, lét hafa það eftir sér um núverandi kærustu hans, Penelope Cruz, að hann myndi eflaust giftast henni strax til að kæfa orðróm um samkynhneigð sína og við sama tækifæri kallaði hún Cruz „þetta horaða“. Cmise á frekar erfitt um þessar mundir. Hann leikur aðalhlutverkið í kvikmyndinni Vanilla Sky sem sagt er að hann hafi vonast eftir að fá ósk- arsverðalaunatilneftiingu fyrir. Eftir að gagnrýnendur slátmðu myndinni er talið að þær vonir hans hafi slokkn- að. Sumir halda aö þaö fari aö styttast í sambandi hans við Cruz. Eins og það sé ekki nóg hefur eigin- kona hans númer tvö, nú fyrrverandi, Nicole Kidman, farið á kostum i hinni stórkostlegu mynd um Rauðu mylluna og er talið nær ömggt að óskarsverð- laun jafnvel fleiri en ein falli þeirri mynd í skaut. Þetta fmnst Cruise ekki nógu gott og sagt er að stressið sé farið að hafa slæm áhrif á samband hans viö Pen- elope Cruz sem hingað til hefur verið talið eldheitt. Cmise mun hafa sagt fáum vinum sinum að hann hygði á hjónaband en er víst kominn með bak- þanka. mnmmmm sigbogi@dv.is Yfirlið ársins Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra féll í yfirlið í sjónvarpsvið- tali í janúar síðastliðnum. í framhald- inu tók hún sér hlé frá störfum, sem síðan aftur leiddi til þess að hún lét af ráðherradómi og sagði af sér þing- mennsku. Það var Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sem tók þetta fræga við- tal, en spurt er hver hafi verið þar hinn viðmælandinn sem stóð við hlið Ingibjargar og um hvað voru þau að ræða? Hótelið sem brann Eitt magnaðasta hótel landsins og sérstakur dvalarstaður kaffihúsaelít- unnar í Reykjavík brann til kaldra kola í fyrravetur, eða fyrir tæpu ári. Allt brann sem brunnið gat, það varð þó ekki til að brenna neistann í hótel- haldaranum sem komin er af stað með uppbyggingu á nýju hóteli. Hvað heifir hótelið og hvar er það á land- inu? Þrjár drottningar íris Björk Ámadóttir var í október kjörin Ungfrú Norðurlönd þegar keppni þar um var haldin í Finn- landi. íris og nafna hennar Dögg Oddsdóttir tóku um mitt sumar við titlinum Fegurðardrottning íslands - eftir að Ragnheiður Guðnadóttir var úr leik og gat ekki frekar sinnt skyld- um sínum sem slík. Hér sjást þær stöllur allar saman á mynd. En hvað kom til að Ragnheiður heltist úr lest- inni? Árni á hálum ís í ágústbyrj- un sagði Ámi Johnsen af sér þingmennsku eftir að hafa orðið hressi- lega fótaskort- ur á hálum ís dyggðarinnar. Hver var nefndin sem Árni var í for- mennsku fyrir þar sem hann misnotaði aðstöö sína sem aftur leiddi til afsagnar hans og hvað heit- ir kastali hans á sunnanverðri Heimaey sem hann dró að sér efni í með setu sinni í nefndinni? Svör: •ÁDBUIiaH B SUElj I(B]Se>( J0 IU9S ‘(OqBQJPH i luja jas qb uueq ojp Euipujau umuaoa i So suissnqjpaiQoftj pujaujBSuiSSkq i jn -QBUIJOJ JEA luxy , IIPIO QJBA Unq QB JIJJ0 spuEjsj Suiujjoj'pjBQjnSoj uias sjiaj jn jba jjjjopBUQno jnQtaquSEjj , isausjjajaeus ? -áQna JOJPH mn jjnds ja jqh » subij BUSOA JBUUIJEUJOfjSSIYJlJ JIUEJBJSQBJ So BpujauoAS uuiuippBfijjAjo uin EQaej qe nJOA nBcf uias jec| ijejqia ESæjj nssacj i jnjjopBuijBa JBSjEfqiSui Qtjq qia qojs uias uossuiQpqdJBjjs JnssQ JBA yeq ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.