Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað I>v Sjúkraliðaskortur „Áður en samningar tókust var ljóst að það vantaði um 1000 sjúkraliða á vinnumarkaðinn. Það hefur ekkert lagast nema siður sé,“ sagði Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkra- liðafélags íslands. Hún kvaðst þó hafa orðið vör við vax- andi fyrirspumir um nám sjúkraliða og starf eftir að samningar tókust. „Ég er að vona að þegar búið verður að ganga frá röðun í þetta nýja kerfi, sem verður varla fúllklárað fyrr en í janúar-febrúar, að það spyrjist út og inn komi sjúkraliðar sem hafa hætt eða eru annars staðar í störfum. Ég vonast til að það fari að birta til i þess- um efnum.“ Kristín Á. Guömundsdóttir. Samkvæmt áætlun „Starfsemi Fjórðungssjúkrahúss Ak- ureyrar hefur að mestu gengið sam- kvæmt okkar áætlunum á árinu,“ sagöi Halldór Jóns- son forstjóri. „Við höfum ekki farið varhluta af þróun verðlagsmála. Það er kannski það sem situr eftir og okkur hefur verið illmögu- legt að laga okkur að henni á árinu. Við komum til með að verða með halla sem nemur ein- hverjum tugum milljóna. Á fjárlögum þessa árs voru skomar af okkur um 17 milljónir í þessum svonefnda flata nið- urskurði. Þá er lagt inn í næsta ár með 1 prósent flatan niðurskurð. Þegar verðlag þróast eins og það gerir og eng- ar leiöréttingar gerðar vegna þess, þá er það einnig ígildi flats niðurskurðar. Þá erum við að ræða um stærri tölur heldur en í hinum formlega beina nið- urskurði. Við höfúm reynt að laga okk- ur að þessu og verið með í gangi að- haldsaðgerðir á síðari hluta ársins, sem munu skila okkur einhveijum ár- angri, en svo ræðst hluti af starfsem- inni af því hvemig ástand á bráðaþjón- ustunni er á hveijum tíma.“ Aukin framlög Málefni fatlaðra vom mikið til um- fjöllunar á árinu sem er að kveðja. Margt kom þar til, einkum þó langir biðlistar þeirra eftir búsetu. Á þeim era rúmlega 200 manns sem bíða úr- lausnar sinna mála. Enn fleiri bíða eft- ir einhvers konar þjónustu eða félags- legri aðstoð. DV ræddi við allmarga forráðamenn fatlaðra einstaklinga á árinu. í sumum þeirra viðtala kom fram að ótrúlegur skortur er á sjálf- sagðri þjónustu, svo sem heimilisað- stoð og fylgdarmönnum. Þetta gerir það að verkum að aðstandendurnir komast lítiö sem ekkert frá heimilum sínum. Á næsta ári hafði verið gert ráð fyr- ir byggingu tveggja sambýla fyrir tólf manns. Hið þriðja bættist við í þriðju fjárlagaumræðu þingsins, auk einnar skammtímavistunar. Það þokast því þó hægt fari, enda eiga ailir biðlistar að vera úr sögunni árið 2005. Vamarsigur „Ég held að við höfum unnið vam- arsigur á árinu sem er að líða og vænti iess að við munum uppskera mim ríkulegar árið 2003 því það hafa verið gefln mjög há- stemmd loforð um að það beri að eyða biðlistum fatlaðra eftir búsetu ásrið 2005,“ sagði Friðrik Sigurðsson, fram- Friörik kvæmdastjóri Sigurösson. Þroskahjálpar. „Þaö vora mikO vonbrigði að hætt skyldi við yfirfærslu þjónustu við fatlaöa yfir til sveitarfélaganna. Landssamtökin Þroskahjálp höfðu barist fyrir þeim flutningi í níu ár. Það sem er gleðileg- ast á árinu var að tekin var ákvörðun um að fólk með þroskahömlun skyldi eiga rétt á fjögurra ára framhalds- skólagöngu í hinum almenna fram- haldsskóla. Þetta er mikið fagnaðar- efni.“ Halldór Jónsson. Heilbrigðismálin á árinu 2001: Almenningur óttast mjög tvöfalt kerfi Sjónir manna hafa beinst mjög að heilbrigöisgeiranum á árinu sem er að kveöja. Margt kemur þar til. Sameining Landspítala og Borgar- spítala hefur verið umrædd og um- deild, allt frá því að hún var ákveð- in fyrir tveimur árum. Fiárhagur þessa stóra sjúkrahúss hefur verið knappur, svo ekki sé meira sagt. Verkfóll hafa dunið á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum á árinu og svo mætti áfram telja. Eitt af því sem eftir stendur, svo ekki verður um vUlst, er aö biðlistar eftir aðgerðum á Landspítala - háskólasjúkrahúsi hafa lengst. Jafnhliða munu sjúk- lingar þurfa að greiða meira i sjúkraaðgerðir og til lyfjakaupa. Þetta er það sem situr ofarlega í huga fólks eftir fréttir af heilbrigðis- málum í tengslum við fjárlagaum- ræðu Alþingis. Niðurstaða hennar er að 81,6 milljöröum króna er nú varið til heilbrigðis- og trygginga- mála, að hluta, á fjárlögum og fjár- aukalögum næsta árs. r§iisícsii”iisi~isii jii ÉlÉElIMgllIlIim Sjúkrahúsin í sviösljósi Fyrsta starfsár sameinaös Landspítala var viöburöaríkt í meira lagi. Fjárhagsvandi, biðlistar og tíð verkföll settu svlp sinn á starfsemina. Afleiðingar verkfalla Afleiðingar verkfalla höfðu mikil og langvarandi áhrif á hjúkrunar- stofnanir í landinu, ekki síst á Landspítala - háskólasjúkrahúsi. Þar varð að loka eða draga úr starf- semi æ fleiri deilda eftir því sem verkföll sjúkraliða urðu fleiri. Skurðstofur voru reknar á mjög skertum afköstum og biölistar lengdust. Forsvarsmenn hinna ýmsu sviða sjúkrahússins segja að langan tíma taki aö vinna upp þann hala sem myndast þegar slíkt ástand skapast. Jóhanna Sigþórsdóttir blaöamaður Annað sem vakti mikil viðbrögð úti í þjóðfélaginu var sú ákvöröun að loka tæknifrjógvunardeild Land- spítalans vegna fjárskorts til kaupa á frjósemislyfjum. Deildinni var lok- að I haust og átti að vera lokuð fram yfír áramót. Hundruð para voru á biðlista. Þótti sýnt að hann myndi lengjast verulega á skömmum tíma ef ekki yrði að gert. Máliö hlaut mikla umfjöllun og loks var ákveðið að veita frekari fjármunum til deild- arinnar, þannig að hægt væri að opna hana aftur. Lengri biðlistar DV birti athyglisvert viðtal við Jónas Magnússon, yfirlækni og sviðs- stjóra á skurðsviði Landspítalans, í nóvember sl. Þar lýsti hann þeirri þróun sem hefur verið í gangi undan- farin tvö ár, hvað varðar skurðsviðið. Á þeim tíma hefur hægt og rólega ver- ið að síga á ógæfuhliðina hvað biðlista varðar. Ekki hefur verið hægt að gera eins margar aðgerðir og beðið hefur verið um. Ástæðan er í raun ein: fjárskortur. Jónas benti á að þjóð- in eltist og sífellt fjölgaöi þeim sem þyrfti að sinna. Hins vegar hækkaði lyfjaverð um 10-15 prósent á ári. Nær öll lyf væra keypt frá útlöndum. Si- versnandi staða krónunnar gerði það að verkum að 30 prósent af fjárveit- ingu til spítalans færi til kaupa á að- fóngum. Jónas benti enn fremur á að vegna aukins kostnaðar við innkaup á lyíj- um og launagreiðslur yrði alltaf minna og minna eftir til að kosta val- þjónustuna. Þess vegna væra lækn- ingastöðvar að spretta upp eins og gorkúlur fyrir utan spítalann. Þær byggðust allar á handlækningum, litl- um skurðaðgerðum sem kæmust ekki inn hjá Landspítalanum. „Aö velsæitiismörkum" Forstjóri Landspítala - háskóla- sjúkrahúss undirstrikaði ummæli Jónasar Magnússonar í viðtali við DV. Þar kom fram að um 500 milljón- ir vantaði til að rekstur spítalans næði endum saman á árinu 2001. Magnús Pétursson sagði að ákveðið hefði verið að grípa til aðhalds- aðgerða, s.s. tímabundins ráðningabanns og niðurskurði á yfirvinnu. Öll innkaup spítal- ans yrði stöðvuð eins og mögulegt væri og lagerar minnkaðir „að velsæmismörk- um“. Svo gæti farið að spítalinn „þyrfti að höggva af sér handlegg". Samkvæmt nýjum tölum frá Landlæknisemb- ættinu eru dæmi um að meðalbið- tími eftir þjónustu á tilteknum deild- um spítalans hafi tvöfaldast á einu ári. Éftir árið sem er að líða eru biðlistarnir lengstir á almennum skurðlækningadeildum, augndeild- um, bæklunardeildum, háls-, nef - og eymalækningadeildum og í endur- hæfmgu. I sumum tilvikum, svo sem bæklunarlækningum, bíöa hundrað manna eftir þjónustu á Landspítalan- um einum. Á fjárlögum og fjárauka næsta árs er nú 21,1 milljarður eymamerktur Landspítalanum. Fyrir árið 2001 nam sú upphæð 19,5 milljörðum króna. Vekja ugg Þær spamaðaraðgerðir sem stjóm- völd ákváðu við gerð fjárlaga til að halda niðri ríkisútgjöldum næsta árs vekja ugg í brjóstum fólks sem spyr sig hvort hér sé verið að koma á fót tvöfóldu heil- brigðiskerfl, þ.e. annars vegar fyr- ir þá sem eiga peninga og hins vegar fyrir hina sem verr era sett- ir. Nokkuð hefúr borið á þvi að fjallað hafi verið um aðgerðimar með þeim hætti að tekin hafi ver- ið ýtrustu dæmi sem sýna stóraukinn kostnaðarhlut sjúklings. Vissulega hefur hlutur sjúklinga í hinum ýmsu aðgerðum verið hækkaður á árinu. Þessar hækkanir eiga að spara ríkis- kassanum rúmlega 80 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu. Spamaður upp á tæpar 80 milljónir króna til við- bótar er tekinn af þáttum sem til- heyra öðrum tegundum ferliverka. Hlutdeild eldri borgara, öryrkja, svo og bama hækkar mun minna og í sumum tilvikum lítið sem ekkert. Þá er í gildi endurgreiðslureglugerð sem tryggir þeim sem lægst hafa kjörin upp undir 90 prósent af endurgreiðslu kostnaðar. Magnús Pétursson. Formaður heilbrigðisnefndar Alþingis ekki í nokkrum vafa: Fráleitt að tala um niðurskurð „Það er fráleitt að tala um niður- skurð í framlögum til heilbrigðis- og tryggingamála," sagði Jónína Bjart- marz, formaður heilbrigðis- og tryggingamálanefndar Alþingis. „Hækkun framlaga til málaflokks- ins milli ára nemur um 10 milljörð- um. En auðvitað stendur alltaf eitt- hvað út af borðinu. Stór hluti aukningarinnar er vegna verölagsbreytinga og launa, sem rifjar m.a. upp rökin fyrir bætt- um kjörum sjúkraliða en einn aðal- auður heilbrigðiskerfisins er fólkið sem vinnur innan þess. Þá er um að ræða 3 milljarða króna aukningu til almannatrygg- inga. Þar af er 1,6 milljarðar vegna breytinga á lögum um almanna- tryggingar, þ.e. hækkun lífeyris- greiðslna til aldraðra og öryrkja. Þá nemur hækkun til heilsugæslu og forvarnarverkefna 85 milljónum. Enn fremur má nefna tuga milljóna króna framlag til að vinna á biðlistum, einkum eft- ir liðskiptaaðgerðum. Loks er verið að hækka framlög til sjúkrahúsanna. Aðal- umræðan síðustu daga og vikur hefur snúist um tilögur um sparnað sem nemur 500 milljónum. Eitt meginmarkmiðið við útfærslu þeirra er að tryggja að aðgerðirn- ar bitni ekki á elli- og örorkulífeyrisþegum, né barnafjölskyldum og í þessu sam- bandi vil ég minna á reglugerðina um endurgreiðslur á umtalsverðum útgjöldum sjúkratryggðra vegna læknishjálpar o.fl. sem tryggir allt að 90% þátttöku TR í umframkostnaði fyrir fólk með árs- tekjur undir til- teknu lágmarki. Ljóst er að í þeim geysilega fjárfreka málaflokki sem heil- brigðis- og trygg- ingamál eru þurfa bæði stjórnvöld og fjárveitingavaldið, sem liggur hjá Al- þingi, stöðugt að halda vöku sinni. Heilbrigðiskerfið getur ekki þanist endalaust út nema á kostnað annara málaflokka. Eitt af því sem var til meðferðar hjá heil- brigðisnefnd rétt fyrir jólin er frum- varp sem nú er orðið að lögum sem hefur það meginmarkmið að færa á eina hendi samningsumboð ríkisins gagnvart sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmönnum og fyrirtækj- um og stofnunum um greiðsluþátt- töku almannatrygginga og gera heil- brigðisráðherra betur kleift að marka stefnu um forgangsröðun verkefna innan heilbrigðiskerfisins, að stjórna því magni sem keypt er af tiltekinni þjónstu með hag- kvæmni og gæði hennar að leiðar- ljósi. Þetta er eitt af þeim tækjum sem mönnum hefur þótt eðlilegt að ráðherrann ráði yfir, en hann er vitaskuld bundinn af fjárlögum, lög- um um heilbrigðisþjónustu, heil- brigðisáætlun Alþingis til 2010 og fleiru. Við stjórnun þessa mála- flokks þarf á hverjum tíma að líta bæði til hagkvæmni og gæða þeirr- ar þjónustu sem í boði er.“ Jónína Bjartmarz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.