Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
17
DV
Helgarblað
Áramótaheit:
Meiri óhamingja eða
fullkomnun?
Áramótaheitin leiöa í flestum tilfellum einungis til óyndis. Best er aö láta þau aiveg eiga sig.
Oft er talað um að menn stígi á stokk
þegar þeir eru að stíga á svið eða troða
einhvers staðar upp. Það upplýsist hér
með að þessi notkun orðtaksins að stíga
á stokk er alröng. Fólk stígur ekki á
stokk nema til þess að strengja einhvers
heit eða lýsa einhverju hátíðlega yfir.
Líkingin er sennilega dregin af því að er
menn kveðja sér hljóðs standa þeir upp
og taka sér gjaman stöðu á einhverri
upphækkun. í málinu hefur síðan fest
sú venja að þegar menn vilja strengja
einhvers heit, þá er talað um að þeir
stigi á stokk. Og það gera menn um ára-
mót.
Keppst um feitustu bitana
Áramótaheit eru sannanlega fylgi-
fiskur áramótanna, líkt og sprengjur og
brennur. Það er eins og hver manneskja
finni sig knúna til þess um áramót að
líta um öxl og skoða í hjartans einlægni
hvemig líf hennar er og hvað hún vill
gera til þess að bæta það. Menn ímynda
sér að nú hafi þeir hreint borð - séu
tabula rasa - óskrifað blað, nýtt ár, nýtt
líf. Það er engu líkara en flestir hugsi
um áramót: „Nú er ég svona, en svona
vil ég ekki vera. Nú strengi ég áramóta-
heit.“
Ef menn hafa ánetjast einhverjum
ósiðum, eins og tóbaksreykingum eða of
mikilli áfengisdrykkju, er sjálfsagt að
nota þennan heitstrengingatíma til þess
að láta ósiðinn lönd og leið. Stjómlaust
ofát er líka nauðsynlegt að stöðva áður
en í óefni er komið, en algengara er að
fólk sé bara af einhverjum ástæðum
ekki ánægt með líkamann sem guð gaf
þvi og langi til þess að móta hann betur
að smekk annarra. Konur sem eru flmm
kíló yfir svokallaðri kjörþyngd verða
smátt og smátt leiðar á því að fá ekki fót
á sig nema í sérstökum fltubollubúðum
og langar að ná fimm kílóunum af með
megrun eða líkamsrækt. Stjórnendur
líkamsræktarstöðva hafa sannanlega
áttað sig á þessu og keppast því um feit-
ustu bitana eítir áramót.
Óþægileg hreinskilni
Áramótaheitin sem áður eru neínd
eru réttnefnd yflrborðsáramótaheit.
Margir seilast hins vegar undir yfir-
borðið og vilja móta líf sitt í átt til full-
komnunar. Sumir vilja sinna guði sín-
um betur, en aðrir kjósa bara að sinna
sjálfum sér. Áramótaheit af því tagi
gæti til dæmis verið að láta langþráða
drauma rætast - fara nú loksins í sigl-
inguna um Karíbahafið eða byija á því
að safna fyrir draumahúsinu. Einhverj-
ir seilast alveg inn að kviku og strengja
þess heit að breyta persónuleika sínum.
Ef menn láta gjarnan vaða yflr sig gætu
þeir ákveðið að standa á rétti sínum á
nýju ári. Heyrst hefúr af einum náunga
sem hefur strengt þess heit að segja
alltaf meiningu sina og liggja aldrei á
skoðunum sínum. Ég hef heyrt að
vinnufélagar mannsins beri nokkum
kvíðboga fyrir næsta ári, enda hefúr
hann nú þegar orð á sér fyrir óþægilega
hreinskilni. Þessi maðui- fyilir flokk
þeirra sem hafa einsett sér að ná full-
komnun á einhverju ákveðnu sviði, en
láta fullkomleikann máske lönd og leið
á öðrum sviðum.
Meiri óhamingja
„Strengja áramótaheit!?" sagði einn
hörkunagli við höfund greinarinnar um
daginn. „Annaðhvort gerir maður bara
hlutina eða sleppir þeim.“ Þetta viðhorf
mætti sannarlega taka sér til fyrirmynd-
ar. Margir eru nefnilega þeirrar skoðun-
ar að áramótaheitin geri ekkert nema
að ala á óhamingju mannanna.
Menn stígi á stokk til að strengja heit
en valdi svo sjálfum sér stórkostlegum
vonbrigðum með því að standa ekki við
heitið. Óhamingjan verði yfirgripsmeiri
en áður og því sé betur heima setið en
af stað farið. Áramótaheitin eru óþörf.
Annaðhvort gerir maður bara hlutina
eða sleppir þeim. -þhs