Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Málverkafals „Rannsókn lögreglu og fleiri mál, tengd afar umfangsmiklum málverkafólsunum, eru mér minnisstæð- ust af vettvangi saka- mála á árinu sem er að liða. Að mínu mati er hér um einhvem stærsta glæp að ræða sem framinn hefur verið gegn menn- ingu þjóðarinnar og verður seint að fullu bættur,“ segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður. „Það er með ólíkindum að þeir sem stóðu að þess- um fölsunum skyldu geta komist upp með brot sín svo lengi sem raun ber vitni og rannsókn málsins hefur auk ■> þess dregist um of. Með dómi Hæsta- réttar árið 1995 voru tveir blaðamenn hins vegar dæmdir fyrir ærumeiðing- ar og í sektir fyrir að íjalla um tvö málverk, sögð eftir Sigurð Guð- mundsson, og fleiri vafasöm verk. Nú verður ekki betur séð en umfjöllun þeirra hafl verið sannleikanum sam- kvæm.“ Atli Gíslason. Færri árásarmál „Þrátt fyrir að fjöldi ákærumála sé sambærilegur því sem var á síðastliðnu ári þá er áberandi að fjöldi alvarlegra saka- mála, eins og morð- mála, alvarlegra lík- amsmeiðinga og nauðgunarmála, er mun minni en á síðastliðnu ári,“ segir Ólöf Pétursdóttir dómsstjóri Héraðsdóms Reykjaness, sem fluttti í nýtt og glæsilegt húsnæði á árinu. Hún segir athyglisvert að þau mál er varða brot gegn ávana- og fikniefna- löggjöf séu um það bil helmingi færri en á síðastliðnu ári. „Vel er þó að merkja að síðastliðið ár skar sig nokkuð úr með fjölda alvarlegra mála. Á hinn bóginn hefur fjöldi þing- v festra mála aldrei verið meiri hér. Þingfestum einkamálum hefur fjölgað um þriðjung milli ára.“ Fjársvikamál 1»"’. .. j|nn „Þegar ég iít yfir liðið ár og þau mál sem hafa komið til i “ kasta efnahagsbrota- deildar Ríkislög- p i . reglustjórans kemur upp í hugann mál 67 ára gamallar konu Helgi Magnús sem var síðastliðið Gunnarsson. haust dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjársvik og misneytingu gagn- ^vart átta karlmönnum. Það sem er einkum athyglisvert við það mál er hversu mikil tök konan hafði á þeim mönnum sem hún fékk féð frá. Mál þetta er kennslustund í mannlegu at- ferli. Það komst upp eftir ábendingu frá eftirtektarsömum starfsmanni banka sem tilkynnti efnahagsbrota- deild RLS um málið á grundvelli laga um varnir gegn peningaþvætti." Olöf Pétursdóttir. Misþungir dómar H„Barátta Barna- heilla við barnaklám á Net- inu er þörf og hef- ur þegar skilað ár- angri. Vægir dóm- ar í kynferðisbrota- málum almennt og í kynferðisbrota- Vigdís Erlends- málum gegn börn- dóttir. um sérstaklega hafa hrundið af stað umræðu, m.a. um þunga dóma sem fallið hafa í fíkniefnamálum samanborið við væga dóma í þessum málaflokki," segir Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð- ingur og forstöðumaður Barnahúss. „Fullyrðingar um að dómar í kyn- ferðisbrotamálum séu að þyngjast eiga vonandi rétt á sér þvi þessi af- brot eru mjög alvarleg og geta valdið þolandanum óbætanlegum skaða. ^ Hæstaréttardómar í kynferðisbrotum gegn börnum hafa á síðustu árum flestir verið eins árs fangelsi eða minna og er hluti refsingarinnar oft skilorðsbundinn. Fjölmiðlar fjalla nú tæpitungulaust um það í hverju brot- in eru fólgin og almenningur hefur því betri forsendur til að mynda sér skoðanir á málunum." Lögreglu- og dómsmál á árinu 2001: / Ar e-töfluinnflutnings með alþjóðlegu yfirbragði Harkan í fíkniefnaheiminum Fíkniefnalögreglumenn eru farnir að nota skotheld vesti. „Maður veit aldrei hvað bíöur fyrir innan dyr þegar veriö er að ryðjast til inngöngu þar sem hús- leitir eru framkvæmdar, “ sagði lögreglumaður við DV á árinu. Árið 2001 einkenndist af því að lagt var hald á ógrynni af fíkniefn- um, sérstaklega e-töflum, og sem bein afleiðing af þvi er Litla-Hraun að hluta til orðið alþjóðlegt samfé- lag fíkniefnainnflytjenda því þeim útlendingum sem teknir voru við að smygla efnum til landsins fjölg- aði mjög. Tollgæsla og lögregla tóku meira en 100 þúsund töflur í sína vörslu. Þó svo að þrír fjórðu af öllum þessum efnum hafi ekki verið ætlaður til sölu hér á landi er heildaraukningin á haldlögð efni engu að síður með ólíkindum. Meira magn og aukin harka Stærsta málið var þegar Austur- ríkismaður, sem var á leið til Bandaríkjanna frá Evrópu, var tek- inn með 77 þúsund e-töflur er hann millilenti í Leifsstöð. I næststærsta málinu átti hins vegar íslendingur í hlut en hann reyndi að smygla 17 þúsund e-töflum til landsins, Tryggvi Rúnar Guðjónsson, og fékk fyrir hinn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkni- efnamáli hér á landi, enda var refsiramminn, hámarksrefsing fyr- ir slik brot, hækkaður úr 10 í 12 ára fangelsi. Pólsk kona var tekin með 1.636 e- töflur í lok júli, Portúgali var tek- inn með 2.500 e-töflur í haust, Breti var tekinn með 6 kíló af hassi, Dani var tekinn með 4 kíló af hassi á Reykjavíkurflugvelli og annar Dani var tekinn með talsvert magn af hassi og færeyskur ríkisborgari var tekinn með verulegt magn. Fyrir á Litla-Hrauni eru t.a.m. Breti sem tekinn var á siðasta ári og Hollendingur sem kom með á annan tug þúsunda af e-töflum. Harkan í fikniefnaheiminum hefur aukist ef marka má fréttir frá lögreglu á árinu. Sérstakir pyndingarstaðir eru ætlaðir fyrir þá sem ekki standa í skilum. Lög- reglan hefur eftir heimildum sín- um í flkniefnaheiminum að í eitt skiptið hefði karlmaður verið pyndaður með borvél, það hafi ver- ið borað í öxlina á honum. Einnig hefur lögreglan lagt hald á mikið af margs konar vopnum, ekki síst byssum. Þessi vopn eru talin mik- ið notuð, ekki síst til varnar, en einnig til að hafa í hótunum við aðra með því að sýna þau. Ein dýrasta rannsókn sögunnar Ríkislögreglustjóraembættið er að framkvæma eina þá dýrustu og um- fangsmestu rannsókn sem fram hefur farið í sakamáli hérlendis. Lögreglu- menn þar eru með 180 málverk eftir 14 þjóðkunna listamenn til rannsókn- ar enda hefur rökstuddur grunur komið fram um að þau hafi verið fölsuð. Einnig eru verk eftir Dana og Færeying til rannsóknar. Verkin hafa verið á ýmsum rannsóknarstof- um víðs vegar um Evrópu. Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem hefur átt ákveðið frumkvæði í fölsunarmálinu, hefur sagt að í nær öllum tilfellum hafi eigendasögu málverkanna verið ábótavant af hálfu seljenda. Ólafur hefur sýnt fram á með tölulegum upplýsingum að framboð af verkum framangreindra listamanna hafi auk- ist grunsamlega þegar Gallerí Borg seldi hvað mest af verkum. Samkvæmt þessu er ljóst að um- fangsmikið sakamál er í uppsiglingu af hálfu Ríkislögreglustjóra. Roskin kona í fjársvikum Sérstakt sakamál var til lykta leitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á ár- inu. 66 ára kona, Þórunn Aðalsteins- dóttir, var dæmd i tveggja ára fang- elsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr sjö karlmönnum. Hún var dæmd til að greiða rúmar 2 millj- ónir króna i skaðabætur en samtals 51,5 milljóna króna skaðabótakröfum var vísað frá dómi. Svikin höfðu stað- ið yfir svo árum skipti. Konan hafði m.a. sagt mönnunum ósatt til um veik og deyjandi böm sín. Þannig sagði hún öldruðum íbúa í Húna- vatnssýslu frá því aö tvö böm henn- ar hefðu dáið á sama tíma og lánveit- ingar hans svo milljónum skipti til hennar stóðu yfir. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið að lána konunni fyrir sjúkra- og útfarar- kostnaði vegna barnanna. Sjöunda morðið á aðeins rúmum tveimur árum á íslandi var framið í Bakkaseli í Breiðholti undir lok októ- bermánaðar. Sé miðað við þetta stutta tímabil er tíðnin langt yfir árs- meðaltali. Á síðustu áratugum hafa 1,5-1,8 manndráp verið framin á ári. Á hinn bóginn var morðið í Bakka- seli það eina sem framiö var á land- inu á árinu sem er að líða. 25 ára íbúi i lítilli leiguíbúð viðurkenndi að hafa banað 44 ára karlmanni. Hann notaði eldhúshníf við verknaðinn. Réttar- höld vegna morðsins fara fram á næstunni. Dómur í málfrelsismáli í október gekk dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur þar sem Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Fé- lags þjóðemissinna, var dæmdur fyr- ir brot á hegningarlögum með því að segja m.a. eftirfarandi í DV í febrúar. „Það þarf engan snilling eða erfða- fræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða íslendingi." Fyrir þetta fékk Hlynur Freyr 30 þús- und króna sekt og 70 þúsund þarf hann að greiða í málsvarnarlaun. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði við DV eftir dóminn að hér ríkti greinilega einhver tvískinnungur í málfrelsismálum. Gunnar Þorsteins- son í Krossinum sagði að með dómin- um væri ljóst að almenn takmörkun á málfrelsi hefði átt sér stað. Morðákæra endaði í mann- drápi af gáleysi Að síðustu er vert að geta héraðs- dóms i máli þar sem sonur ábúand- ans í Bláhvammi í Þingeyjarsýslu var dæmdur fyrir gáleysismanndráp með því að hafa tvívegis skotið föður sinn í höfuðið með haglabyssu. Hér- aðsdómurinn var ómerktur og vísað heim aftur eftir að Hæstiréttur hafði fjallað um hann. Þegar málið kom aftur í hérað dæmdu sömu dómarar nánast á sama hátt og áður. Ríkissak- sóknari ákvað að áfrýja ekki aftur enda eru takmarkanir í lögum gagn- vart endurmati Hæstaréttar á fram- burði vitna. Flestir sem koma að dómskerfinu töldu dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sérstakan. Niður- staðan varð skilorðsdómur fyrir gá- leysismanndráp. Þetta þótti sérstakt, ekki sist í ljósi þess að sonurinn skaut tveimur skotum að fóðurnum og hlóð byssuna í bæði skiptin, auk þess sem hann leyndi verknaði sín- um og hélt því fyrst fram að faðirinn hefði tekið eigið lif. m V • • • t 1 \ A • . • • * , - ______._________:_____:______£_______________:_____:______ Meira en 100 þúsund e-töflur teknar á árinu Aldrei hefur hér á landi verið lagt hald á nálægt því eins mikið af e-töfl- um eða sterkum fíkniefnum yfirhöfuð og í ár. Þeir sem voru teknir voru af mörgum þjóðernum. Allir sitja nú inni hér á landi. Fíkniefnalögreglumönnum fjölgaði á árinu: Gríðarlegt magn e-taflna Vopna- safn Hluti af voþnum sem lög- reglan hefur náð aö undanförnu. „Það sem mér finnst standa upp úr á þessu ári á þessum vettvangi er það gríðarlega magn e-taflna sem lagt hefur verið hald á á árinu. Þó að megnið af töflunum hafi ekki verið ætlað á markað hér á landi fara þær engu að síður um ísland," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaöur fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. „Neysla á e-töflum virðist fær- ast mjög i vöxt hér, sem og ann- ars staðar í heiminum, og kemur það m.a. fram í aukinni haldlagn- ingu. Á þessu ári kom upp mál þar sem reynt var að smygla hátt i 17.000 e-töflum til landsins og er þetta langmesta magnið sem hald- lagt hefur verið í einu og sama málinu og var ætlað á markað hér á landi. Þetta sýnir kannski best hversu markaðurinn hér er orðinn stór þegar menn eru farn- ir að flytja svona mikið inn í einu. Lögregla hefur undanfarin ár lagt megináherslu á að upplýsa stærri mál en á þessu ári hefur lögreglumönnum verið fjölgað við þennan málaflokk með það að markmiði að vinna jafnframt í minni málum sem að mínu mati er ekki síður nauðsynlegt. Enn fremur er það athyglisvert hversu margir útlendingar hafa verið gripnir á árinu við fikni- efnasmygl en mikill fjöldi þeirra situr nú í fangelsum landsins og eiga sumir eftir að sitja þar næstu árin. Þetta er fólk af mörg- um þjóðernum og má þar nefna Hollending, Austurríkismann, Breta, Pólverja, Portúgala og Dana, svo eitthvað sé nefnt. Þetta sýnir að erlendir glæpamenn sjá ávinning í því að smygla fíkniefn- um til íslands og þó að sumt af þessu fólki sem tekið er sé aðeins svokölluð burðardýr þá standa ávallt einhverjir aðrir stærri þar að baki,“ segir Ásgeir Karlsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.