Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001 Helgarblað DV Málverkafals „Rannsókn lögreglu og fleiri mál, tengd afar umfangsmiklum málverkafólsunum, eru mér minnisstæð- ust af vettvangi saka- mála á árinu sem er að liða. Að mínu mati er hér um einhvem stærsta glæp að ræða sem framinn hefur verið gegn menn- ingu þjóðarinnar og verður seint að fullu bættur,“ segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður. „Það er með ólíkindum að þeir sem stóðu að þess- um fölsunum skyldu geta komist upp með brot sín svo lengi sem raun ber vitni og rannsókn málsins hefur auk ■> þess dregist um of. Með dómi Hæsta- réttar árið 1995 voru tveir blaðamenn hins vegar dæmdir fyrir ærumeiðing- ar og í sektir fyrir að íjalla um tvö málverk, sögð eftir Sigurð Guð- mundsson, og fleiri vafasöm verk. Nú verður ekki betur séð en umfjöllun þeirra hafl verið sannleikanum sam- kvæm.“ Atli Gíslason. Færri árásarmál „Þrátt fyrir að fjöldi ákærumála sé sambærilegur því sem var á síðastliðnu ári þá er áberandi að fjöldi alvarlegra saka- mála, eins og morð- mála, alvarlegra lík- amsmeiðinga og nauðgunarmála, er mun minni en á síðastliðnu ári,“ segir Ólöf Pétursdóttir dómsstjóri Héraðsdóms Reykjaness, sem fluttti í nýtt og glæsilegt húsnæði á árinu. Hún segir athyglisvert að þau mál er varða brot gegn ávana- og fikniefna- löggjöf séu um það bil helmingi færri en á síðastliðnu ári. „Vel er þó að merkja að síðastliðið ár skar sig nokkuð úr með fjölda alvarlegra mála. Á hinn bóginn hefur fjöldi þing- v festra mála aldrei verið meiri hér. Þingfestum einkamálum hefur fjölgað um þriðjung milli ára.“ Fjársvikamál 1»"’. .. j|nn „Þegar ég iít yfir liðið ár og þau mál sem hafa komið til i “ kasta efnahagsbrota- deildar Ríkislög- p i . reglustjórans kemur upp í hugann mál 67 ára gamallar konu Helgi Magnús sem var síðastliðið Gunnarsson. haust dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir tugmilljóna króna fjársvik og misneytingu gagn- ^vart átta karlmönnum. Það sem er einkum athyglisvert við það mál er hversu mikil tök konan hafði á þeim mönnum sem hún fékk féð frá. Mál þetta er kennslustund í mannlegu at- ferli. Það komst upp eftir ábendingu frá eftirtektarsömum starfsmanni banka sem tilkynnti efnahagsbrota- deild RLS um málið á grundvelli laga um varnir gegn peningaþvætti." Olöf Pétursdóttir. Misþungir dómar H„Barátta Barna- heilla við barnaklám á Net- inu er þörf og hef- ur þegar skilað ár- angri. Vægir dóm- ar í kynferðisbrota- málum almennt og í kynferðisbrota- Vigdís Erlends- málum gegn börn- dóttir. um sérstaklega hafa hrundið af stað umræðu, m.a. um þunga dóma sem fallið hafa í fíkniefnamálum samanborið við væga dóma í þessum málaflokki," segir Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð- ingur og forstöðumaður Barnahúss. „Fullyrðingar um að dómar í kyn- ferðisbrotamálum séu að þyngjast eiga vonandi rétt á sér þvi þessi af- brot eru mjög alvarleg og geta valdið þolandanum óbætanlegum skaða. ^ Hæstaréttardómar í kynferðisbrotum gegn börnum hafa á síðustu árum flestir verið eins árs fangelsi eða minna og er hluti refsingarinnar oft skilorðsbundinn. Fjölmiðlar fjalla nú tæpitungulaust um það í hverju brot- in eru fólgin og almenningur hefur því betri forsendur til að mynda sér skoðanir á málunum." Lögreglu- og dómsmál á árinu 2001: / Ar e-töfluinnflutnings með alþjóðlegu yfirbragði Harkan í fíkniefnaheiminum Fíkniefnalögreglumenn eru farnir að nota skotheld vesti. „Maður veit aldrei hvað bíöur fyrir innan dyr þegar veriö er að ryðjast til inngöngu þar sem hús- leitir eru framkvæmdar, “ sagði lögreglumaður við DV á árinu. Árið 2001 einkenndist af því að lagt var hald á ógrynni af fíkniefn- um, sérstaklega e-töflum, og sem bein afleiðing af þvi er Litla-Hraun að hluta til orðið alþjóðlegt samfé- lag fíkniefnainnflytjenda því þeim útlendingum sem teknir voru við að smygla efnum til landsins fjölg- aði mjög. Tollgæsla og lögregla tóku meira en 100 þúsund töflur í sína vörslu. Þó svo að þrír fjórðu af öllum þessum efnum hafi ekki verið ætlaður til sölu hér á landi er heildaraukningin á haldlögð efni engu að síður með ólíkindum. Meira magn og aukin harka Stærsta málið var þegar Austur- ríkismaður, sem var á leið til Bandaríkjanna frá Evrópu, var tek- inn með 77 þúsund e-töflur er hann millilenti í Leifsstöð. I næststærsta málinu átti hins vegar íslendingur í hlut en hann reyndi að smygla 17 þúsund e-töflum til landsins, Tryggvi Rúnar Guðjónsson, og fékk fyrir hinn þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp í fíkni- efnamáli hér á landi, enda var refsiramminn, hámarksrefsing fyr- ir slik brot, hækkaður úr 10 í 12 ára fangelsi. Pólsk kona var tekin með 1.636 e- töflur í lok júli, Portúgali var tek- inn með 2.500 e-töflur í haust, Breti var tekinn með 6 kíló af hassi, Dani var tekinn með 4 kíló af hassi á Reykjavíkurflugvelli og annar Dani var tekinn með talsvert magn af hassi og færeyskur ríkisborgari var tekinn með verulegt magn. Fyrir á Litla-Hrauni eru t.a.m. Breti sem tekinn var á siðasta ári og Hollendingur sem kom með á annan tug þúsunda af e-töflum. Harkan í fikniefnaheiminum hefur aukist ef marka má fréttir frá lögreglu á árinu. Sérstakir pyndingarstaðir eru ætlaðir fyrir þá sem ekki standa í skilum. Lög- reglan hefur eftir heimildum sín- um í flkniefnaheiminum að í eitt skiptið hefði karlmaður verið pyndaður með borvél, það hafi ver- ið borað í öxlina á honum. Einnig hefur lögreglan lagt hald á mikið af margs konar vopnum, ekki síst byssum. Þessi vopn eru talin mik- ið notuð, ekki síst til varnar, en einnig til að hafa í hótunum við aðra með því að sýna þau. Ein dýrasta rannsókn sögunnar Ríkislögreglustjóraembættið er að framkvæma eina þá dýrustu og um- fangsmestu rannsókn sem fram hefur farið í sakamáli hérlendis. Lögreglu- menn þar eru með 180 málverk eftir 14 þjóðkunna listamenn til rannsókn- ar enda hefur rökstuddur grunur komið fram um að þau hafi verið fölsuð. Einnig eru verk eftir Dana og Færeying til rannsóknar. Verkin hafa verið á ýmsum rannsóknarstof- um víðs vegar um Evrópu. Ólafur Ingi Jónsson forvörður, sem hefur átt ákveðið frumkvæði í fölsunarmálinu, hefur sagt að í nær öllum tilfellum hafi eigendasögu málverkanna verið ábótavant af hálfu seljenda. Ólafur hefur sýnt fram á með tölulegum upplýsingum að framboð af verkum framangreindra listamanna hafi auk- ist grunsamlega þegar Gallerí Borg seldi hvað mest af verkum. Samkvæmt þessu er ljóst að um- fangsmikið sakamál er í uppsiglingu af hálfu Ríkislögreglustjóra. Roskin kona í fjársvikum Sérstakt sakamál var til lykta leitt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á ár- inu. 66 ára kona, Þórunn Aðalsteins- dóttir, var dæmd i tveggja ára fang- elsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr sjö karlmönnum. Hún var dæmd til að greiða rúmar 2 millj- ónir króna i skaðabætur en samtals 51,5 milljóna króna skaðabótakröfum var vísað frá dómi. Svikin höfðu stað- ið yfir svo árum skipti. Konan hafði m.a. sagt mönnunum ósatt til um veik og deyjandi böm sín. Þannig sagði hún öldruðum íbúa í Húna- vatnssýslu frá því aö tvö böm henn- ar hefðu dáið á sama tíma og lánveit- ingar hans svo milljónum skipti til hennar stóðu yfir. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið að lána konunni fyrir sjúkra- og útfarar- kostnaði vegna barnanna. Sjöunda morðið á aðeins rúmum tveimur árum á íslandi var framið í Bakkaseli í Breiðholti undir lok októ- bermánaðar. Sé miðað við þetta stutta tímabil er tíðnin langt yfir árs- meðaltali. Á síðustu áratugum hafa 1,5-1,8 manndráp verið framin á ári. Á hinn bóginn var morðið í Bakka- seli það eina sem framiö var á land- inu á árinu sem er að líða. 25 ára íbúi i lítilli leiguíbúð viðurkenndi að hafa banað 44 ára karlmanni. Hann notaði eldhúshníf við verknaðinn. Réttar- höld vegna morðsins fara fram á næstunni. Dómur í málfrelsismáli í október gekk dómur í Héraðs- dómi Reykjavíkur þar sem Hlynur Freyr Vigfússon, varaformaður Fé- lags þjóðemissinna, var dæmdur fyr- ir brot á hegningarlögum með því að segja m.a. eftirfarandi í DV í febrúar. „Það þarf engan snilling eða erfða- fræðivísindamann til að sýna fram á hver munurinn er á Afríkunegra með prik í hendinni eða íslendingi." Fyrir þetta fékk Hlynur Freyr 30 þús- und króna sekt og 70 þúsund þarf hann að greiða í málsvarnarlaun. Sigurður Líndal lagaprófessor sagði við DV eftir dóminn að hér ríkti greinilega einhver tvískinnungur í málfrelsismálum. Gunnar Þorsteins- son í Krossinum sagði að með dómin- um væri ljóst að almenn takmörkun á málfrelsi hefði átt sér stað. Morðákæra endaði í mann- drápi af gáleysi Að síðustu er vert að geta héraðs- dóms i máli þar sem sonur ábúand- ans í Bláhvammi í Þingeyjarsýslu var dæmdur fyrir gáleysismanndráp með því að hafa tvívegis skotið föður sinn í höfuðið með haglabyssu. Hér- aðsdómurinn var ómerktur og vísað heim aftur eftir að Hæstiréttur hafði fjallað um hann. Þegar málið kom aftur í hérað dæmdu sömu dómarar nánast á sama hátt og áður. Ríkissak- sóknari ákvað að áfrýja ekki aftur enda eru takmarkanir í lögum gagn- vart endurmati Hæstaréttar á fram- burði vitna. Flestir sem koma að dómskerfinu töldu dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra sérstakan. Niður- staðan varð skilorðsdómur fyrir gá- leysismanndráp. Þetta þótti sérstakt, ekki sist í ljósi þess að sonurinn skaut tveimur skotum að fóðurnum og hlóð byssuna í bæði skiptin, auk þess sem hann leyndi verknaði sín- um og hélt því fyrst fram að faðirinn hefði tekið eigið lif. m V • • • t 1 \ A • . • • * , - ______._________:_____:______£_______________:_____:______ Meira en 100 þúsund e-töflur teknar á árinu Aldrei hefur hér á landi verið lagt hald á nálægt því eins mikið af e-töfl- um eða sterkum fíkniefnum yfirhöfuð og í ár. Þeir sem voru teknir voru af mörgum þjóðernum. Allir sitja nú inni hér á landi. Fíkniefnalögreglumönnum fjölgaði á árinu: Gríðarlegt magn e-taflna Vopna- safn Hluti af voþnum sem lög- reglan hefur náð aö undanförnu. „Það sem mér finnst standa upp úr á þessu ári á þessum vettvangi er það gríðarlega magn e-taflna sem lagt hefur verið hald á á árinu. Þó að megnið af töflunum hafi ekki verið ætlað á markað hér á landi fara þær engu að síður um ísland," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaöur fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. „Neysla á e-töflum virðist fær- ast mjög i vöxt hér, sem og ann- ars staðar í heiminum, og kemur það m.a. fram í aukinni haldlagn- ingu. Á þessu ári kom upp mál þar sem reynt var að smygla hátt i 17.000 e-töflum til landsins og er þetta langmesta magnið sem hald- lagt hefur verið í einu og sama málinu og var ætlað á markað hér á landi. Þetta sýnir kannski best hversu markaðurinn hér er orðinn stór þegar menn eru farn- ir að flytja svona mikið inn í einu. Lögregla hefur undanfarin ár lagt megináherslu á að upplýsa stærri mál en á þessu ári hefur lögreglumönnum verið fjölgað við þennan málaflokk með það að markmiði að vinna jafnframt í minni málum sem að mínu mati er ekki síður nauðsynlegt. Enn fremur er það athyglisvert hversu margir útlendingar hafa verið gripnir á árinu við fikni- efnasmygl en mikill fjöldi þeirra situr nú í fangelsum landsins og eiga sumir eftir að sitja þar næstu árin. Þetta er fólk af mörg- um þjóðernum og má þar nefna Hollending, Austurríkismann, Breta, Pólverja, Portúgala og Dana, svo eitthvað sé nefnt. Þetta sýnir að erlendir glæpamenn sjá ávinning í því að smygla fíkniefn- um til íslands og þó að sumt af þessu fólki sem tekið er sé aðeins svokölluð burðardýr þá standa ávallt einhverjir aðrir stærri þar að baki,“ segir Ásgeir Karlsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.