Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.2001, Blaðsíða 10
10
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoóarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fróttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 2200 kr. m. vsk. Lausasöluverð 200 kr. m. vsk., Helgarblað 300 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Áramótaheit
Árið sem senn rennur á enda hefur í mörgu verið okk-
ur íslendingum hagstætt þótt gefið hafi á bátinn. Erfið-
leikar sem glima þarf við á komandi mánuðum geta, ef vel
er á málum haldið, reynst léttvægir og skammvinnir.
íslendingar eru betur í stakk búnir til að kljást við and-
streymi í efnahagsmálum en áður. Ríkissjóður stendur
þrátt fyrir allt nokkuð traustum fótum, fyrirtæki hafa
búið sig undir lakari tima og heimilin virðast hafa tekið
sig á og beita nú aðhaldi. Aðilar vinnumarkaðarins en þá
ekki síst forystumenn launþega hafa sýnt mikla skynsemi
á síðustu vikum sem gefur góðar vonir um að nýtt ár
verði landsmönnum hagstætt.
Því miður brugðust þær væntingar sem gerðar voru til
fjárlaga þessa árs að nokkru leyti. Aðhald í rikisfjármál-
um er ekki það sem að var stefnt og munar þar mestu um
að ekki hefur enn orðið af sölu ríkisfyrirtækja - Lands-
símans og Landsbankans. Til lengri tíma litið er það rétt
hjá fjármálaráðherra að nokkurra mánaða frestun á sölu
rikisfyrirtækja breytir ekki heildarmyndinni, en til
skemmri tíma eru afleiðingamar neikvæðar og það
einmitt á viðkvæmum tima í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Staða ríkisfjármála en þó einkum efnahagsmála, hvort
heldur litið er til gengis krónunnar, vaxta eða verðlags,
hefði verið allt annað og betra ef áform um umfangsmikla
einkavæðingu hefðu náð fram að ganga.
Nýtt ár mun því reyna enn meira á hæfileika Geirs H.
Haarde sem fjármálaráðherra en áður og erfiðar en nauð-
synlegar ákvarðanir bíða hans og rikisstjórnar Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks. Verkefnin sem bíða eru
ótal mörg og sætir furðu að um sum hver skuli enn deilt
á vettvangi stjórnmálanna.
Nú þegar fyrsta ár 21. aldarinnar er senn að baki höfum
við í engu áorkað í nauðsynlegum kerfisbreytingum. Bákn-
ið lifir sem aldrei fyrr, hvort heldur í spilltu kerfi landbún-
aðar eða úreltu heilbrigðiskerfi sem er sem lifandi tíma-
sprengja. Góðæri síðustu ára hefur í engu verið notað til
að koma róti á staðnað kerfi sem virðist lifa sjálfstæðu lífi
með sjálfu sér, stjórnlaust og án þess að stjómmálamenn
sýni minnsta vilja eða kjark til að brjóta það niður.
Og enn er haldið áfram að níðast skipulega á lands-
byggðinni með umfangsmiklum fj ármagnsflutningum frá
landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, þar sem 63 ein-
staklingar sitja við Austurvöll til að skammta peningana
aftur úr hnefa. Afleiðingin er sú að byggðarlög sem eiga
alla möguleika til að blómstra drabbast niður - deyja.
Þannig lifir byggðastefna fortiðarinnar enn góðu lífi í
byrjun nýrrar aldar - byggðastefna sem miðast fyrst og
fremst að því að lengja í hengingarólinni. Enn er reynt að
koma í veg fyrir eðlilega byggðaþróun og fjölskyldur eru
veiddar í net sem þær geta ekki losnað úr. Dreifbýlinu er
haldið í spennitreyju opinberra afskipta og reglna.
Því miður eru enn gömul mein að hrjá okkur íslend-
inga - mein sem brjótast út á hverjum degi í formi lakari
lífskjara, hárra matarreikninga, biðraða á heilbrigðis-
stofnunum og niðurbroti byggða.
Besta áramótaheit sem hægt er að gefa áður en nýtt ár
gengur i garð er að lofa breytingum - berjast gegn kerfi
sóunar á öllum sviðum þjóðfélagsins, koma hreyfingu á
staðnað bákn og lofa landsmönnum aö njóta ávaxta eigin
erfiðis og áhættu.
Óli Björn Kárason
DV
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2001
______11
Skoðun
Enn eitt áramótaheitið
Jónas
Haraldsson
aðstoðarritstjóri
„Pabbi, þú ert kominn meö
bumbu.“ Yngri dóttir mín var ekk-
ert aö skafa utan af því eöa milda
áfallið fyrir foður sinn. Um leið og
hún lýsti þessu yfir, í áheyrn móð-
ur sinnar, potaði hún í magann á
mér, tók síðan utan um hann og
hristi. Ég var óviðbúinn og get ekki
neitað því aö nokkur titringur
komst á þennan líkamshluta.
„Láttu ekki svona, barn, ég hef
alltaf verið grannur og penn. Ég
gæti ekki einu sinni safnað ístru
þótt ég reyndi," sagði ég. Um leiö
stóð ég upp, gætti þess að vera á
innsoginu, og strauk niður maga-
vöðvana sem ég taldi að ættu að
vera þarna. „Pabbi þinn hefur bara
gleymt að draga inn kviðinn,“ sagði
móðirin og glotti. „Hann stendur
nefnilega í þeirri meiningu að það
þurfi ekkert að hafa fyrir þvi að
halda sér í formi.“
„Það er gott meðan ég get það
enn,“ sagði ég um leið og ég létti að-
eins á brjóstkassanum. Það var
óþarfi að standa eins og hani yfir
þessum konum sem ég bý með. „Þið
ættuð að sjá suma jafnaldra mína,
þá væruð þið ekki að rexa í mér.
Það eru sannkallaðir ístrubelgir,“
hélt ég áfram enda í nokkurri vörn
vegna þessarar uppákomu. „Mig
varöar ekkert um einhverja
bumbukalla út í bæ,“ sagði konan.
„Það ert þú sem þarft að passa þig.
Þú ert ekki eilífur unglingur. Líttu
til dæmis á strákana okkar,“ sagði
konan og stillti sér upp fyrir fram-
an mig, „þeir fara reglulega í rækt-
ina, hlaupa og lyfta enda flottir í
laginu. Fyrst þeir telja sig þurfa á
þessu að halda, hvað þá með þig?
Þú ert þó sannanlega talsvert eldri
en þeir en gallinn er sá að þú nenn-
ir ekki að hreyfa þig. Bragð er að
þá barnið finnur, kúluvambi.
Reyndu nú að taka þig á.“
Misbrestur á efndum
„Ætli þetta verði ekki áramóta-
heitið mitt,“ sagði ég og taldi viss-
ara að lofa engu strax enda var það
rétt fyrir jólin sem stelpan leyfði
sér að pota í bumbuna á mér. Ég
vissi að mín beið jólarjúpan á að-
fangadag, möndlugrautur raunar á
undan með rjómablandi og kirsu-
berjasósu og svokallað sérrítriffle á
eftir en það er búðingur í spariföt-
unum með örlítilli brjóstbirtu í
eins og nafniö gefur til kynna. Þá
hafði ég lofað sjálfum mér að opna
viðhafnarkoníakið þetta sama
kvöld og narta í konfekt um leið,
bæði útlent og innlent. Það var því
ekki megrunartimi sem fór í hönd
að viðbættu hangikjöti jóladagsins
og einhverju finiríi annan dag jóla.
„Það er nú svona og svona með
þig og þín áramótaheit,“ sagði kon-
an, „það vill verða misbrestur á
efndum, ef ég man rétt. Þú reykir
ekki, sem betur fer, þannig að þú
þarf ekki að lofa upp í ermina á þér
hvað það varðar. Hitt man ég,“ hélt
hún áfram, „að þú hefur haft uppi
mikil heilsuræktarplön mörg und-
anfarin áramót en þau hafa öll end-
að á sama hátt og það fremur
snubbóttan strax í janúar ár hvert.
Það vantar ekki að þú ferð út að
ganga á nýársdag, annan janúar og
jafnvel þann þriðja. Upp úr því fara
afsakanir að láta á sér kræla, aðal-
lega vegna veðurs og meints tíma-
skorts. Heilsubótargöngum lýkur
því jafn snögglega og þær hófust.
Það er nefnilega þannig, og það
á ekki að koma
þér á óvart,
að veður eru
válynd í jan-
úar. Þeir
sem ætla sér
að hefja
reglulega
göngutúra á
þessum tíma
árs verða að
taka slíkt
með í reikn-
inginn.“
Nýtt líf -
enn og
aftur
„Þetta
verður öðru
vísi núna,“
fullyrti ég og
sogaði svo
inn kviðinn
að við lá að
„Allt í lagi, góði, “ sagði
konan. „Þú skalt byrja
nýtt líf einu sinni enn
um þessi áramót. Það er
gott að þú trúir því sjálf-
ur en þú ert víst sá eini
sem gerir það á þessu
heimili. “
ég missti niður um mig buxurnar.
„Það er engin spurning í mínum
huga að ég byrja galvaskur strax á
nýja árinu og það fellur ekki dagur
úr. Göngur verða mitt yndi og ekki
má gleyma þvi, mín kæra, að þú
keyptir tvenna göngu- og útivistar-
skó á mig á liðnu sumri. Það
verður að nýta þá fjárfestingu."
Stelpan leit stórum augum á
föður sinn. „Pabbi, það er
ekkert að marka það sem
þú segir. Þú þykist alltaf
ætla út að ganga,
fara að spila golf
eða ganga á
skíðum en
gerir
ekki
neitt.“ Konan gaf mér ekki færi á aö
komast að þvi hún tók við af dóttur
okkar. „Það var nú meiningin þegar
ég keypti á þig gönguskóna að þeir
kæmust fyrr í gagnið. Þeir hafa þó
ekki rykfallið jafn lengi og golfsett-
ið í bílskúrnum svo ekki sé minnst
á gönguskíðin á háaloftinu. Það er
að vísu gott til þess að vita að þú átt
græjurnar en sorglegt að þú skulir
ekki nota þetta. Þú ættir að drífa
þig út, strax í dag.“
„Það er betra að velja daginn af
kostgæfni í stað þess að ana út í ein-
hverja vitleysu," sagði ég. „Því er
skynsamlegast að miða átakið við
áramótin.“ í huganum voru fyrr-
greindar stórsteikur jólanna en ég
hafði vit á að nefna þær ekki sér-
staklega. „Allt í lagi, góði,“ sagði
konan. „Þú skalt byrja nýtt líf einu
sinni enn um þessi áramót. Það er
gott að þú trúir þvi sjálfur en þú ert
víst sá eini sem gerir það á þessu
heimili."
Þekkir sitt heimafólk
„Kannski ég fari frekar í sund,“
bætti ég við eftir
nokkra umhugsun.
„Ætti ég að
strengja þess heit að hefja árið á
stífri sundiðkun? Fátt er víst holl-
ara en sundið," sagði ég og leit út
undan mér á konuna. „Það er svo
ansi kalt að ganga í janúar. Held-
urðu að mér gengi ekki betur að
efna heitið ef ég færi í laug?“ Konan
horfði á mann sinn eins og hún
tryði ekki eigin eyrum. „Nú ertu
kominn fram úr sjálfum þér,“ sagði
hún. „Þetta er í fyrsta skipti sem þú
rýfur áramótaheitið áður en gamla
árið er á enda runniö. Þú veist það
jafn vel og ég að þegar við förum í
sund syndir þú i mesta lagi eina,
tvær ferðir og ferð svo í heita pott-
inn. Þú getur alveg eins strengt þess
heit að liggja reglulega í baðinu
heima hjá þér. Það er svipuð heilsu-
bót og hreyfing fyrir líkamann."
„Fáum okkur hund,“ sagði stelp-
an og horfði á móður sína. „Pabbi
verður þá nauðbeygður til að hreyfa
sig þegar hann fer út með hann.
Þannig getur hann náð af sér
bumbunni." Móðirin og eiginkonan
horfði á okkur tii skiptis. „Hvort
sem það er bumba eða ekki bumba
þá kemur það ekki til greina. Hann
pabbi þinn færi að vísu út með
hundinn á nýársdag og sennilega
annan og þriðja en hvað svo? Eft-
ir þáð yrði annaðhvort of kalt eða
of snemmt að fara út og ég fengi
það dýr óumbeðið til umsjónar.
Láttu mig þekkja áramóta-
heitin hans.“
Rás 2 norður
Úr því unglingar geta
hlaðið niður rokklögum
af erlendum lagabönkum
getur varla verið margt
því til fyrirstöðu að ís-
lenska þjóðin og önnur
fjölmiðlafyrirtœki geti
nálgast plötusafn RÚV á
stafrcenu formi.
umræða á að gera. En umræðan hef-
ur líka vakið athygli á öðrum hlut
sem sjaldan eða aldrei er talað um.
Það er plötusafn útvarpsins. í fáti
sínu til að verja Reykjavík sem höf-
uðstöðvar Rásar 2 hafa popparar og
ljósvíkingar gripið til þess að benda
á að plötusafn RÚV sé í Efstaleiti.
Þetta plötusafn mun jú vera ein-
ctakf r\a q1 aor hinfSíirCTíircomi A r\
fyrir aðra fjölmiöla og upp á
síðkastið verið áberandi umræður
um stöðu Rásar 2 í tilefni af hugs-
anlegum flutningi hennar til Akur-
eyrar. í því samhengi hefur fram-
þróun tækninnar komið mjög við
sögu og ýmsir útvarpsmenn á höf-
uðborgarsvæðinu hafa kvatt sér
hljóðs og gagnrýnt harðlega hug-
myndir um flutning Rásarinnar
norður.
Skynsamleg tillaga
Sú umræða hefur farið í mjög
kunnuglegan farveg sem er sá sami
og jafnan þegar breyta á ríkisstofn-
unum og sérstaklega þegar til tals
hefur komið að færa þær út á land.
Starfsmenn og aðrir sem beinna
hagsmuna eiga að gæta hafa risið
upp og mótmælt og fundið málinu
allt til foráttu. Það hefur vitaskuld
gerst nú og hver ljósvíkingurinn á
fætur öðrum hefur lýst því yfir að
betra væri að hafa nú Rás 2 í
Reykjavík og ráöa bara fleiri frétta-
ritara til að skila inn efni utan af
landi. Þrátt fyrir þann sérkenni-
lega höfuðborgarhroka sem ein-
kennt hefur þennan málflutning
hefur árangur gagnrýnisraddanna
verið sá að sérstök nefnd sem sett
var í málið hefur ekki treyst sér til
að stíga skrefið til fulls og færa Rás
2 í heild sinni norður. Þess í stað
liggur nú fyrir tillaga um að dreifa
stöðinni um landið, þó þannig að
umsvifamest verði hún á Akureyri
en með góða viðveru í Reykjavík.
Bírgir
Guömundsson
fréttastjóri
Það gerist orðið æ oftar að pláss-
ið á harða diskinum á tölvunni
heima hjá mér minnkar verulega
milli þess sem ég þarf að nota þetta
blessaða þarfatól. Ekki er það þó til
mikils ama, enda sjaldgæft að ég sé
að fást við slík stórvirki í tölvunni
að það kalli á mjög mikið minni.
En þó tek ég alltaf eftir þessu ann-
að slagið. Skýringin á þessum
reglubundna minnisskorti er sú að
sonur minn á táningsaldri hefur
hlaðið niður hinum ýmsu rokklög-
um af Netinu, og sumum með
myndböndum líka. Slíkt gengur
fljótt á minni gamallar heimilis-
tölvu. Aðfirmslum mínum er tekið
með tómleika táningsáranna og
ábendingum um að hægt sé að
hlusta á útvarp og plötur líka er
svarað með hneyksluninni einni
saman. Og að mörgu leyti er þaö jú
skiljanlegt, því maður gerir sjálfur
talsvert af því aö nota Netið til þess
að velja úr það sem mann langar til
að sjá eða heyra án þess að þurfa
að hlusta langtímum saman á út-
varp eða sjónvarp. Þessi breytta
tækni skiptir vitaskuld miklu máli
Þessi tillaga er að mörgu leyti
skynsamleg því með þessu er
rásinni gefið eitthvert raunveru-
legt hlutverk sem er hugsanlega
viðbót við það sem einkastöðvarn-
ar hafa - nefnilega að reyna að
vera lifandi útvarp allra lands-
manna óháð búsetu. (Þó hlýtur
maður að spyrja sig í þessari um-
ræðu allri, til hvers RÚV sé yfirhöf-
uð að reka Rás 2 og hvort ekki sé
hægt að sinna úvarpshlutverkinu
fullkomlega á Rás 1?)
Plötusafn RÚV
í þessu tilfelli má því segja að úr-
tölu- og gagnrýnisraddir ljósvíking-
anna hafi orðið að rökræðu sem
skilaði skynsamlegri niðurstöðu -
sem er jú einmitt það sem svona
vísu er það hins vegar nánast ekk-
ert notað á Rás 2 nema það sem nýj-
ast er, en eitthvað er það notað á
Rás 1. Sú spurning hlýtur þó að
vakna hvort fleiri útvarpsstöðvar
eigi ekki að fá aðgang að þessu safni
og hvort almenningur eigi ekki að
geta sótt í þennan merkilega brunn,
sem byggður hefur verið upp í gegn-
um áratugina fyrir almannafé. Það
getur varla veriö tæknilegt stórmál
að setja plötusafnið, að hluta að
minnsta kosti, á stafrænt form og
bjóða upp á útlán í gegnum Netiö
eða af diskum rétt eins og tíðkast í
almennum bókasöfnum. Úr þvi ung-
lingar geta hlaðiö niður rokklögum
af erlendum lagabönkum getur
varla verið margt því til fyrirstöðu
að íslenska þjóðin og önnur fjöl-
miðlafyrirtæki geti nálgast plötu-
safn RÚV á stafrænu formi. Sjálf-
sagt eru einhver vandamál uppi
varðandi höfundarréttargreiðslur
og eflaust veröur að takmarka dreif-
ingu einhverra platna af þeim sök-
um. Stóra málið er hins vegar fjár-
mögnun svona verkefnis og það að
taka ákvöróun um aö láta það verða
aö veruleika. Eflaust myndi það
taka talsverðan tíma að breyta safn-
inu yfir á stafrænt form, en þetta er
líka verk sem gera má í áföngum.
Með verkefni af þessu tagi væri Rík-
isútvarpið vissulega að standa und-
ir menningarlegu hlutverki sínu og
gerði íslenskri menningu og þjóðlífi
ómælt gagn með því að skilgreina
sig þannig sem þjónustustofnun
fólksins í landinu, en ekki eitthvert
lokað eignarhaldsfélag um rykfallin
menningarverðmæti í hfilum og
skúffum.
Skelfingarár á enda
Sigmundur Ernir
Ritstjórnarbréf
Ársins 2001 verður minnst sem
skelfingarárs. Aldrei hafa þjóðir
heims fylgst jafn agndofa með einum
atburði sögunnar og hryðjuverka-
árásinni á Bandaríkin 11. september.
Heimurinn breytti um svip eftir at-
burði þessa dags. Ný vonaröld varð á
einum degi að ógnaröld. Saklaust fólk
var á einni stundu svipt öryggi sínu.
Framtiðarmynd þess var öll brotin í
mél. Aldrei fyrr hefur einn frétta-
atburður haft jafn djúp og varanleg
áhrif á heimssýn og lífssýn fólks um
allan heim og illvirkið 11. september.
Sá sem þetta skrifar var að leika
hádegisboltann sinn með strákunum
þegar vélunum vestra var sveigt af
leið. Að lokinni þeirri finu fótamennt
tíndu menn á sig klæðin með þeim
orðum að nú væri sumarið brátt að
baki og allur veturinn fram undan.
Þetta hefði verið afskaplega gott sum-
ar og almennt voru menn á því að
veðrið hefði leikið við landsmenn.
Flestir höfðu líka sólað sig í útlöndum
og enn voru þeir sem voru að undir-
búa haustferðir. Og kannski Kanarí.
Það var efirminnilega létt yfir mönn-
um þennan dag.
Staðiö saman á öndinni
Á leiðinni til vinnu var hlustað á
geisladisk í bílnum og komið við í
símafyrirtæki að sækja litla friðar-
spillinn úr viðgerð. Þar var enginn í
afgreiðslunni. Ekki nokkur sála. Engu
skipti þó reynt væri að ræskja sig og
bera sig eftir aðstoð með þar til bær-
um köllum. Afgreiðslan var tóm. Þeg-
ar læðst var inn fyrir, eins og til að at-
huga hvort ekki væri allt í lagi, sást
að nokkur hópur fólks stóð þar saman
í einum hnapp og horfði orðlaus á
sjónvarpsskjá. Stöku maður leit við,
en lét kúnnann vera. Skjárinn skipti
meira máli.
Þennan dag skipti skjárinn öllu
máli. Hann lamaði áhorfendur. Aldrei
fyrr hafði heimurinn staðið saman á
öndinni. Aldrei fyrr höfðu myndir
greypst jafn djúpt í sálu jafn margra
og þennan síðsumarsdag í september.
Enn hafa engin orð dugað til að lýsa
þessum hryllingi sem þarna var á
ferð. Og þau munu ekki finnast. Enn
kyrrast augu fólks þegar það rifjar
upp þessar mestu fréttamyndir í sögu
sjónvarps og enn muna allir hvar þeir
voru staddir þerman örlagadag. Og
muna það alla sína tíð.
Víglínur þvers og kurs
Ársins 2001 verður ekki aðeins
mirmst sem fyrsta árs nýrrar aldar
heldur miklu fremur ársins þegar
heimurinn breyttist. Fram að þessu
hafa menn lifað hverja vargöldina af
annarri og sótt frið sinn með vopnum
og valdi. Allan þennan mikla tíma
hafa menn þekkt andstæðing sinn og
barist við hann sem maður gegn
manni, auga fyrir auga og tönn fyrir
tönn. Sú mynd er farin. Árið 2001 faldi
andstæðingurinn sig og fór á meðal
fólks. Vígfáninn er horfinn og vopnin
sömuleiðis. Ný ógn er innrætið.
Víglínur hafa breyst. Þær skárust
lengi vel á milli þjóða og þjóðabrota.
Þær skárust tíðum á milli trúarhópa
og kynþátta. Þær skerast nú þvers og
kurs. Eins og krass um allan heim og
einkum þar sem fiestir eru á ferli. Öfl-
ugur hópur öfgamanna hefur sann-
fært heila kynslóð nýrra vígamanna
um að saklausir borgarar í heilu og
hálfu heimsálfunum séu ekki lengur
til. Sekt þess sé skýr. í þessum heims-
hluta sé aðeins að finna óvini, rétt-
dræpa skrifstofumenn og sendla sem
rétt sé að dreifa sér á meðal - og fella.
„Guðdómlega vissan"
Á öfium öldum hafa menn verið að
hefna bróður síns. Og hefnigirnin er
enn söm við sig. Sá er þó munur á að
nú er hatrinu beint að hinum og þess-
um, öllum og engum, tilviljanakennt.
Og hatrið sjálft er hafið upp til himins
og hugsun öll að baki þess er sögð ein-
hver algleymis dyggð. Mestu haturs-
menn samtimans telja dauða sinn
vera guðdómlegan. Lausn lífsins sé að
ljúka því. Og taka um leið eins marga
með séð og hugsast getur. Laun
heimsins séu því meiri sem eitt og
sama lífið taki fleiri lif.
Þetta er vitfirring, en þetta er um
leið ný og æpandi heimsmynd, dregin
þeim sterku litum sem eftir er tekið.
Þessi nýja „guðdómlega vissa“ getur
af sér nýja tegund hernaðar sem í
reynd verður ekki varist. í því felst
hin djöfullega snilld. Viðvörunarbjöll-
Þessi nýja „guðdómlega
vissa“ getur af sér nýja
tegund hemaðar sem í
reynd verður ekki varist.
í því felst hin djöfullega
snilld...“
urnar eru ekki lengur hvellar og heyr-
ast ekki oftar með góðum fyrirvara.
Þær eru núna eitthvert augnsamband
á flugvefii, óttablandið tungutak,
skrýtin snerting og jafnvel bara hör-
undslitur. Og almennur ótti - sem hef-
ur lamað á löngum kafla heila samfé-
lagsgerð.
Baráttuþrekið lamað
Á þessum viðsjárverðu tímum rifj-
ast upp sú beiska staðreynd að stríð
hafa alltaf bitnað mest á saklausu
fólki, öllum almenningi á götum úti
og inni á heimilum sínum og vinnu-
stöðum. í fyrri stríðum hafa menn
keppst við að draga úr baráttuþreki
óvina sinna með þvi að stráfella sak-
lausa menn og konur og börn og sýna
með vopnum sínum og verjum að
mannfallið og eyðileggingin geti
versnað enn. Þessi ógn hefur löngum
verið aðalvopnið í hverju stríði og oft-
lega skipt sköpum. Það eru gamlar
sögur og nýjar.
Um miðja síðustu öld var banda-
rískri vél flogið yfir Japan. Og þar los-
aði hún sig við mestu sprengju mann-
kynssögunnar. Talið er að næstum
200 þúsund manns hafi farist, allt sak-
laust fólk. önnur eins nálgaðist sömu
slóðir fáum dögum síðar. Og enn fór-
ust þúsundir, svo margar að aldrei
verður vitað til fulls. Hvorki fyrr né
síðar hafa fleiri borgarar farist af
völdum einnar sprengju og þessa
svörtu daga í Kyrrahafi. Og afleiðing-
amar eru enn að koma í ljós, af-
skræmingin enn að meiða menn.
Sjálfsmorösvélarnar
Ein af ástæðum þess að Bandaríkja-
menn gripu til þessa örþrifaráðs um
miðja síðustu öld var ótrúleg hernað-
artækni Japana. Hún þótti þá ofar
mannlegum skilningi. Og fólst í fórn-
inni. Sjálfsmorðsvélamar ógurlegu
sveigðu sig og beygðu yfir herskipun-
um og hentu sér loks á skotmarkið og
eirðu engu. Menn áttu engrar undan-
komu auðið. Þá eins og nú var ekki
hægt að verjast lifandi og tifandi tíma-
sprengjum. Og því var gripið til mestu
vopna og baráttuþrekið lamað í eitt
skipti fyrir öll með blóði borgaranna.
Þetta seinna heimsstríð er um
margt ólíkt því sem nú er háð. í gamla
daga tókust á þjóðir í yfirlýstu stríði.
Óvinurinn var þekktur og reisti fána
sinn hvar sem farið var. Andstæðing-
urinn var yfirlýstur og átti alltaf von
á árás. Og var því viðbúinn, barðist
með herjum sínum gegn herjum
hinna. Og hermaður var hermaður og
barðist í fullum klæðum hers. Þetta
var tími gríðarlegra mannfórna,
þeirra mestu í sögunni, þegar 25 millj-
ónir marma, að sumra áliti helmingi
fleiri, létu lífið, þar af helmingur
óbreyttir borgarar.
Á móts við óvissuna
Ný öld hefur byrjað með nýjum
striðum og auknum vígum á kunnum
átakasvæðum og öðrum sem áttu að
heita óhult. Einn kræfasti óvinurinn
er kominn úr herklæðunum og fer nú
um í skyrtu sinni og straujuðum bux-
um. Hann er tilbúinn þegar kallið
kemur, á kaffihúsi, á íþróttaleikvangi
eða í flugvél. Hann er sannfærður um
að dyrnar að Paradís séu dauði sinn
og svo ótal margra sem hann eyðir og
drepur. Hann er ekki lengur i fjarlæg-
um álfum, á kunnum átakasvæðum,
heldur nær fólki en nokkur veit.
Þetta ár sem brátt er á enda hefur
því fært með sér nýja ógn og ómæld-
an ótta. Um leið hefur samfélagsgerð-
in sem að var veist í september þjapp-
að sér saman og sjaldan ef nokkru
sinni hefur fólkið sem telur sig heyra
til hennar sýnt meiri samhug og þetta
árið. Þetta fólk - allur þorri heimsbúa
- á ekki annan kost en að halda sínu
striki. Harm var vissulega rændur ör-
ygginu þetta árið og þó það vegi þungt
í lífi manna er það ekki aleigan. Og
við fetum okkur áfram milli ára, á
móts við óvissuna.