Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 5
I f I baráttusætinu í dag er kosið um það hverjir stjórna Reykjavíkurborg næstu fjögur árin. Þessar kosningarsnúast um framtíðarsýn, hvaða stefnu við viljum að borgin taki á næstu árum. Þegar Reykjavíkurlistinn tók við fyrir átta árum settum við málefni barna og fjölskyldna í öndvegi og höfum unnið markvisst að stórfelldri uppbyggingu í skólum og leikskólum. Þetta er í samræmi við sýn okkar um Reykjavík sem barnvæna og manneskjulega borg. Við höfum lagt grunn að samfélagi nýrrar aldar. Nú beinum við sjónum að framtíðinni. Ég vil að Reykjavík verði alþjóðleg og vistvæn höfuðborg sem stenst samjöfnuð við það sem best gerist í heiminum. Reykjavík á að vera borg fyrir fólk, þar sem skólar og leikskólar eru í fremstu röð, borg umhverfisverndar og hreinnar náttúru, borg íþrótta og blómlegs menningarlífs, borg sem skapartrausta og góða umgjörð fyrir öflugt og framsækið atvinnulíf. Reykjavík á í senn að vera glæsileg heimsborg og gáður heimabær. Við göngum í dag til tvísýnna kosninga. Kannanir sýna að brugðið getur til beggja vona, sérstaklega í ljósi fjölda framboða, og ekki er víst að það nægi að Reykja- víkurlistinn fái fleiri atkvæði en Sjálfstæðisflokkurinn. Eina trygga leiðin er að Reykjavíkurlistinn fái hreinan meirihluta greiddra atkvæða. Ég erí baráttusæti Reykjavíkurlistans og verð ekki borgarstjóri nema ég nái kjöri sem borgarfulltrúi. í dag bið ég um traust ykkar og stuðning. Nú getur hvert einasta atkvæði skipt máli. Ég hvet ykkur til að velta fyrir ykkur stefnu og trúverðugleika framboðanna og fylgja síðan eigin sannfæringu þegar í kjörklefann er komið. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.