Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Qupperneq 37
LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Helqarhlací DV 37 En er þá ekki erfitt fyrir mann- eskju sem er vön mælitækinu að fá ekki hlátur á alvarlegum sýning- um? Viðbrögðin eru ekki jafn aug- ljós? „Ég held ekki. Ég hef alveg dott- ið ofan í þá gryfju að halda að ég þurfi alltaf að vera fyndin. Ég þarf að passa mig á því.“ Og nær það út fyrir leiksviðið? „Nei, það er bara í hlutverkun- um. Nei nei, ekki í lífinu sjálfu.“ Hætt að herma eftir Fórstu mikið í leikhús þennan tíma sem þú stóðst að mestu leyti utan leikhússins? „Eiginlega ekki neitt. Ég datt alveg út úr þessu og fannst gott að hvíla mig. Ég varð samt að vinna aðeins til að framfleyta mér.“ Hvemig var að koma aftur í Þjóðleikhúsið eftir þetta langa hlé? „Mér fannst það allt í lagi. Ég var satt að segja alveg búin að fá nóg þegar ég hætti. Kannski var það af því ég vissi að ég væri að hætta. Það er eins og þegar mað- ur selur íbúðina sína; síðasta mánuðinn sem maður býr í henni er maður alveg að krepera 1 henni. Ég kveið rosalega fyrir því að byrja aftur, var svolitið feimin. Svo er þetta fínt.“ Þú komst inn í Strompleikinn eftir Laxness á miklum Laxness- tímum. „Ekki eyðilagði það nú. Stromp- leikurinn er frábært leikrit og mér finnst Kristín Jóhannesdóttir frábær. Ég hef unnið með henni áður í Svo á himni sem á jörðu og í Nemendaleikhúsinu og dýrka hana létt sem manneskju. Það er svo nærandi að vinna með henni. Leikarastarfið fer alveg eftir fólk- inu sem maður vinnur með, leik- urum og leikstjórum. Það getur verið skemmtilegasta starf í heimi og líka það ömurlegasta." Fyrst þú ert hætt að geta hermt eftir fólki af samúð með fórnar- lömbunum getur maður þá ekki búist við því að sjá þig á árshátið- um og þorrablótum? „Jú, ég skemmti á árshátíðum. Ég er bara hætt að herma eftir." Þú ert sem sagt ekki hætt að vera fyndin? „Nei, alls ekki. Ég hef gaman af því. Já já. En þetta er yfírlýsing- in: ég er hætt að herma eftir fólki! Og ef ég geri það þá getur fólk rekið þetta blað framan i mig.“ Heldurðu að fólk taki því al- mennt illa þegar hermt er eftir því? „Ég er auðvitað meira í því að herma eftir konum og ég held að þær séu viðkvæmari fyrir því en karlar. Stjórnmálamönnum finnst ofsalega gaman þegar hermt er eftir þeim. Og ef mér líður illa þegar ég hermi eftir fólki þá á ég ekki að vera að þvi. Ég veit að þetta er asnalegt og óþarfa við- kvæmni en þetta er bara staðan hjá mér í dag. Ég vorkenni fólk- inu sem ég hermi eftir og þá líður mér illa. Og af hverju ætti ég að vera að því? Eins og þegar ég hermdi eftir Björk - þá hugsaði ég með mér: æ henni þykir þetta ör- ugglega leiðinlegt." Nú vil ég svngja meira Hvað er fram undan hjá þér? „Þegar þú komst hringdi þjóð- leikhússtjóri í mig og bauð mér hlutverk í verki sem verður sett upp á stóra sviði Þjóðleikhússins i haust. Það er gaman að þvi. Svo er ég líka að fara að leika hjá Jóni Hjartarsyni 1 umferðarverkefni, eins konar Jónasardæmi þar sem ég er kerlingin. í sumar fer ég svo til Seyðisfjarðar með Helgu Brögu þar sem við vinnum leiklist með fólkinu. Mig langar líka til að syngja meira. Núna er pokinn fullur og mig langar að semja meiri tónlist og syngja.“ -sm Avísun a góða ferð m MasterCard 5.000 kr. Ferðaávísun við stofnun korts Upphæð ávísunar tengd veltu kortsins innanlands siðustu 2 ár. BBSM BTSrfc hJ TERfíA ^ mrNOVAi JSS Ferdaávisun MasterCard er hægt aö nýta sem greiösiu inn a eina pakkaferö i leiguflugi meö feröaskrífstofum í samstarfi við MasterCard. Greiða þarf feröina meö MasterCard kortinu sem ávisunin er stíluð á. ATLAS korthafar safna 4 kr. af hverjum 1.000 kr. og Gullkorthafar 5 kr. af hverjum 1.000 kr. Nánari upplýsingar á www.europay.is eóa í síma 550 1500. r Master • * www.atlaskort.is Vertu í beinu sambandi við þjónustudeildir DV 550 5000 ETCT ER AÐALNUMERIÐ ; f Smáauglýsingar Auglýsingadeiid Drei/ing Þjónustudeild Ljósmyndadeild Íþróttadeiíd 550 5700 550 5720 550 5740 550 5780 550 5840 550 5880
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.