Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 54
54 HelQarblacf DV LAUOARDAGU R 25. MAÍ 2002 Njáll Gunnlaugsson UTAN UR HEIMI Vívaro Combi og Panei Van frumsýndir Opel frumsýndi ó dögun- um tvœr nýjar útgáfur af Vivaro sendibílnum. Opel Vivaro Combi er lítil rúta sem tekur allt að níu I sœti í þremur sœtaröðum en Panel Van bíllinn er með meira hjólahaf og því meiri fiiutningsgetu. Vivaro hlaut fyrir skömmu titilinn „Sendi- bíll ársins 2002“ í Evrópu og bœtir þetta því við þá möguleika sem í þessum skemmtilega vinnubíl eru fólgnir. í Combi er hœgt að panta bílinn með tveimur sœtaröðum fyrir meira pláss í farangursrými, og einnig er hœgt að fella niður miðjusœtaröðina til að auka það enn frekar. Panel Van bíllinn er með 400 mm lengra hjólahafi og lágu gólfi þannig að auðvelt er að ferma og afferma bílinn. ! x Hummer H2 og Lexus 470- á íslandi Nokkuð mikið hefur verið um það að undanförnu að erlendir bílaframleið- endur velji Island til töku á kynningarmyndböndum og auglýsingum fyrir bíla sína. Stutt er síðan nýr Range Rover var hér og einnig Hyundai Sonata, auglýsing fyrir Skoda Fabia var tekin hér fyrir tveimur árum og svo má lengi telja. Um þessar mundir er verið að taka hér auglýs- ingu fyrir nýja Hummer- jeþþann sem er mikið breyttur frá fyrri gerð. Segja má að þar sé kom- inn hefðbundnari bíll, enda er notað í hann margt úr öðrum jeppum, eins og Suburban, þótt hann sé með svipaða yfir- byggingu og stœrri bíllinn. Þar að auki eru menn hér frá Lexus-bílaframleiðand- anum við tökur á kynning- armyndbandi fyrir andlits- lyftingu á Lexus 470-jepp- anum. Að sögn Björns Víglundssonar, markaðs- stjóra P. Samúelssonar, munu þeir aka hringinn og taka upp um allt land. „Bíl- inn fáum við svo hingað sem Toyota Land Cruiser 100, en þeir eru nánast eins," segir Björn, og er vœntanlegur íhaust. Með minnstu sexuna Daewoo hefur hannað nýja sex strokka línuvél sem er svo fyrirferðarlítil að hún kemst fyrir þversum í nýja Daewoo-fólksþílnum, Daewoo Magnus, sem á að verða lítið eltt stœrri og fiottari en Daewoo Leganza. Nýja sexan er kölluð XK6 og verður í boði með 2,01 og 2,5 I rúmtaki. Hún er samsett úr eining- um þannig að auðvelt verður að raða henni upp í fimm, fjögurra, þriggja eða jafnvel tveggja strokka úrfœrslum, ef henta þykir. Heildarlengd er 642 mm sem Daewoo segir það stysta sem til er í 6 strokka línuvélum. Þetta litla umfang fœst með því að hafa þykkt strokkveggj- anna aðeins 6 mm í stað- inn fyrir 8-10 mm. Vanda- málið var að ná nœgilegri kœlingu samfara efnis- styrk. Vinna vlð þessa vél hefur nú tekið sjö ár og að mestu farið fram í Evrópu, undir stjórn Ulrich Bez sem stýrði rannsóknar- og þró- unardeild Daewoo þar til henni var lokað árið 2002. Meðal þeirra sem komu að verkinu má nefna hönnunardeild Porsche. Sjálfskiptingin verður frá ZF en handskipti gírkassinn frá Getrag. Fiat-Hitachi jaröýtan - smekkleg og nýstárleg hönnun. FIAT-HITACHI jarðýta - sérstök áhersla á vinnu- umhverfi í byrjun maí kynnti Kraftur hf. nokkrar vinnuvélar frá Fiat-Hitachi. Kynntar voru beltagrafa, traktors- grafa, smágrafa, hjólaskófla og jarðýta. Mesta athygli vakti jarðýtan fyrir smekklega og nýstárlega hönnun hvað varðar útlit og aðbúnað en húsið er sérstaklega hannað með þægilegt og aðgengilegt vinnuumhverfi í huga. Það er sérlega vel hljóðeinangrað og er útsýni fram á tannarhomin með því besta sem völ er á. Jarð- ýta þessi hefur týpuheitið D 180 LGP. Eigin þyngd er 22,330 kg án rippers. Þessi vél er á 915 mm breiðum beltum, m/beinni tönn 3900 mm breiðri en einnig er hægt að fá U-laga tönn. Ripper er einnig fáanlegur. Vél- in er Cummings 6CTA 8,3 204 hö við 2000 snúninga á min. Gírskipting er 3 gíra vökvaskipting (power shift). Stiilanlegir armpúðar eru báðum megin við sæti sem jafnframt má stilla á hæð og halla. Fremst á vinstri armpúða eru stjórntæki fyrir áfram og afturábak, gíra og beygjur. Hægra megin eru stjómtæki fyrir tönn og fyrir ripper. í þessari vél er sérstök áhersla lögð á tæknileg útfærslu driflínu og búnaðar, einnig með til- liti til viðhalds. Húsinu er hægt að velta til hliðar með vökvabúnaði til að auðvelda aðgengi að hinum ýmsu hlutum t.d. gírkassa og vökvadælum. Jarðýta eins og þessi kostar kr. 14.940.000 með vsk. -SHH Kraftur með HIAB og Multilift HIAB-krana þarf varla að kynna hér á landi, en þeir hafa um langt árabil verið með vinsælustu bílkrönum á Islandi. Kraftur hf„ umboðsaðili fyrir m.a. MAN-vörubif- reiðar og Fiat-Hitachi-vinnuvélar, hefur tekið við sölu- umboði fyrir HIAB-krana og Multilift krókheisi. Fulltrúar HLAB og Multilift komu til landsins á dög- unum og fékk starfsfólk Krafts þjálfim á sviði sölu, varahluta og viðgerða og getur Kraftur nú boöið við- skiptavinum sínum fullkomna varahluta- og viðgerða- þjónustu fyrir HLAB og Multilift. HIAB hefur framleitt bílkrana frá árinu 1946 og selt yflr 400.000 vökvaknúna krana frá upphafi. Boðið er upp á 50 mismunandi gerðir af krönum og em þeir fáanlegir með lyftigetu frá 0,8 til 70 tonnmetrar. Multilift er leiðandi framleiðandi á krókheisum í Evr- ópu og era þau fáanleg í stærðunum 3-40 tonn. -SHH kraftue Báðir glaðir með samninginn: Hakan Daníelsson, svæðis- og sölustjóri fyrir Evrópu, og Björn Erlings- son, framkvæmdastjóri Krafts hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.