Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 80

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 80
-I I f i 5- , I. i » f » I m íiá Setjum Reykjavík í fyrsta sæti Ágætu Reykvíkingar. Kjördagur er hátíðisdagur í huga okkar allra. í dag höfum við tækifæri til að hafa bein áhrif með því að ákveða hverjum við felum stjórn Reykjavíkurborgar næstu fjögur ár. Við viljum öll geta verið stolt af Reykjavík. Við viljum búa í hreinni og öruggri borg og við viljum geta boðið ungum sem öldnum hina bestu þjónustu. Reykjavík er góð borg. Vegna hennar eigum við að setja markið hátt og gera miklar kröfur. í þeim anda höfum við boðið Reykvíkingum að gera við okkur samning með atkvæði sínu í dag. Með samningnum skuldbindum við okkur til að bæta kjör aldraöra, endurmeta skipulagsmálin, eyða biðlistum og rétta við fjárhag borgarinnar. Við skuldbindum okkur til að gera góða borg betri og höfum kynnt tímasetta verkáætlun að því marki. Kosningabaráttan hefur verið ánægjuleg og ég vil þakka öllum, sem tekið hafa þátt í henni með okkur frambjóðendum D-listans. Einnig vil ég þakka fyrir einstakt tækifæri sem ég hef fengið til að stofna til nýrra tengsla við þúsundir borgarbúa á hundruðum funda undanfarnar vikur. í dag er tækifæri til aö móta framtíö Reykjavíkur. Ég hvet ykkur öll til að nýta ykkur það - saman gerum við góða borg betri. Setjum Reykjavík í fyrsta sæti! Fyrir hönd frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, •k Björn Bjarnason Reukjavík í fyrsta sæti 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.