Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 6
6
Munu fáir þeir, sem um ríkisstyrk sækja, leggja slíkt af
mörkum á móti. Þá má og minnast þess, að vígorð samtíð-
arinnar er „jafnvægi í byggð landsins“, og vissulega er
Rannsóknarstofan spor í þá átt.
Af því sem nú er ritað er ljóst, að meginverkefni Ræktun-
arfélags Norðurlands í framtíðinni er rekstur og umsjá
Rannsóknarstofu Norðurlands. En jafnframt því verður
Ársritinu haldið úti eftir því sem föng verða á, og mun það
flytja skýrslur um störf Rannsóknarstofunnar, og greinar
um landbúnaðarmálefni, náttúrufræði og fleira, líkt og
undanfarin ár.
Það er von og trú stjórnar félagsins, að þessi nýbreytni
megi verða norðlenzkum landbúnaði svipuð lyftistöng og
stuðningur og jarðræktartilraunir Ræktunarfélagsins voru
á sínum tíma, og með henni hafi félag vort kastað ellibelgn-
um, og það megi enn á ný eflast að veg og vinsældum, og
fylla sinn gamla sess í hugum Norðlendinga.
Akureyri, 21. nóv. 1965.
Steindór Steindórsson frd Hlöðum.