Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 24
24
ir Ólaf hvorki skort áræði né dugnað að leggja í slíkt stór-
virki, hafandi ekki annað að vopni en hin ófullkomnu tæki
þeirra tíma: járnkarl, pál og reku.
Við erum svo heppin, að til er athugun og mæling á
þessum umbótum gerðar 1939 af Pétri Péturssyni á Höllu-
stöðum, þáverandi trúnaðarmanni Búnaðarfélags íslands,
en að tilhlutun sonarsonar Ólafs, Jóns Kr. Jónssonar á Más-
stöðum. Skýrsla þessi hefir birzt á prenti í Búnaðarritinu,
54. árg., bls. 25—26, og tek ég hér því einungis upp útdrátt
úr henni.
Skýrslan telur þessar jarðabætur:
1. Túnasléttur tvær um 4500 fermetra.
2. Túngarður hlaðinn úr torfi, 720 m að lengd.
3. Framræsluskurðir í túni, 100 metra langir, sennilega
um 100 rúmmetrar.
4. Framræsluskurðir á engi um 1700 m að lengd. Einn
langur skurður eftir endilöngu Sveinsstaðaengi, og auk
hans nokkrir smáskurðir. Jón á Másstöðum telur, að dýpt
þeirra hafi verið um 1—2 skóflustungur og breiddin um 1
m. Rúmmál sennilega 700 rúmmetrar.
5. Flóðgarðar um 1040 m að lengd. Sennilegt rúmmál
250—300 rúmmetrar.
6. Vatnsveituskurðir frá Skriðuvaði um 650 m að lengd.
Rúmmál naumast minna en 650 rúmmetrar. Víða all-stór
og erfiður, enda grafinn gegnum skriðu og mikið vatn því
tapazt úr honum niður í jarðveginn.
7. Stíflugarður í gömlum árfarvegi í sambandi við fyrr-
nefndan vatnsveituskurð. Lengd garðsins er um 40 m og
rúmmál sennilega um 300 rúmmetrar.
8. Vatnsveituskurður um Tíðaskarð. Nú er sá skurður
um 145 m að lengd og 1500 m að rúmmáli. Nokkur hluti
hans er um 10 m breiður að ofan og dýpt hans þar um 3.5
m. Til endanna grynnkar hann og mjókkar. Grafinn gegn-
um melhrygg í Vatnsdalshólum.
Ólafur hóf þetta verk, en Jón sonur hans lauk því. Það
er vissa fyrir því, að Ólafur komst svo langt áleiðis með
verkið, að hann fékk a. m. k. einu sinni flóð gegnum skurð-