Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 26
26
Þetta er mikið starf, miðað við aðstæður þeirra tíma og
ber Ólafi á Sveinsstöðum fagurt vitni, ekki sízt með tilliti
til þess, að hann var leiguliði á ábúðarjörð sinni.
Ólafur á Sveinsstöðum var sonur síra Jóns Péturssonar
síðast prests í Steinnesi og konu hans Elísabetar Björnsdótt-
ur frá Bólstaðarhlíð. Voru þau systkini Ólafs 10, sem upp
komust, gott lið og mikilhæft. Af bræðrunum urðu þrír
prestar og systurnar allar, fimm, prestskonur. Ólafur fædd-
ist á Ytra-Hóli á Skagaströnd, en þá var faðir hans aðstoðar-
prestur síra Jónasar Benediktssonar á Höskuldsstöðum.
Kona Ólafs var Oddný Ólafsdóttir hreppstj. á Litlu-Giljá
Björnssonar. Hófu búskap á Stóru-Giljá 1837. Áttu 14 börn
og eru frá þeim miklar ættir. Tveir bændur í Sveinsstaða-
hreppi: Ólafur Magnússon hreppstjóri á Sveinsstöðum og
Baldur Magnússon oddviti á Hólabaki eru niðjar þeirra í
beinan karllegg.
II. Milli þátta.
Tilraun til endurvakningar.
Eftir að starfsemi félagsins hafði legið niðri í 9 ár var
gerð tilraun til að endurreisa félagið. í'orgöngu hafði Sig-
urður Hafsteinsson bóndi í Öxl, Svínvetningur að ætt,
kvæntur bróðurdóttur Jósefs læknis Skaftasonar, Guðrúnu
Einarsdóttur frá Svínavatni. Náði Sigurður saman fundi að
Steinnesi 21. marz 1876 eftir fundarboði, dagsettu 9. sama
mánaðar, „þar sem allir íbúar hreppsins, búendur og bú-
lausir, er vildu styðja að endurreisn félagsins, voru beðnir
að koma á fundinn".
Á þessum 13 árum, sem liðin voru frá stofnun félagsins,
hafði mjög víða skipt um ábúendur. Af þeim, sem voru fé-
lagsmenn búnaðarfélagsins í árslok 1867, voru nú, 1876,
einungis 6 búendur í hreppnum: