Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 32
32
stjórn félagsins, sem kosin hefir verið á Hjallalandsfundin-
um. Sá fundur veldur þáttaskilum. Þá drap félagið sig að
fullu úr þeim dróma, sem það hafði hvílt í síðan 1868.
Ahugaalda rís, sem minnir að nokkru á fyrstu árin. Ný fé-
lagslög eru sett, og hreppsbúar fylkja sér í félagið. Árið
1884 eru skráðir 16 félagsmenn, og voru þá búendur alls í
hreppnum 22, sjá búendaskrána hér á eftir. Tveir þessara
félaga flytja burtu árið eftir, en 6 nýir félagsmenn bætast
þá við. Stóðu þá ekki utan við félagið aðrir en þeir Más-
staðabændur, Gísli Gíslason og Jón Ólafsson. Allir þessir
félagsmenn greiða lögákveðið inntökugjald, sem fært er til
tekna á reikningnum 1885.
Þessi almenna þátttaka sýnir, að bændurnir höfðu ekki
látið bugast, þó að óáran væri í landi og fellirinn 1882
skammt að baki, en þá fækkaði sauðfé í Sveinsstaðhreppi
um helming.
Nokkrar skýringar verða að fylgja skýrslu þessari:
Guðrún Einarsdóttir tekur við búi í Öxl 1885 eftir mann
sinn látinn.
Guðrún Þorgrímsdóttir er talin fyrir búinu á Hjallalandi
1872—87 en ekki Jósef Einarsson.
Jórunn hafði lengi búið ekkja á Helgavatni, en Engilráð
á Hnjúki hafði nýlega misst mann sinn og Hallgrímur Jóns-
son sonur hennar tók þar við búi 1885.
Ábúendaskipti verða á Hólabaki og Haga 1885, að Hóla-
baki kemur Jónatan Jónatansson og að Haga Björn Gunn-
laugsson.
Félagslögin.
Búnaðarfélag Sveinsstaðahrepps fær nýjar og að ýmsu
leyti endurbættar starfsreglur með félagslögunum 1. nóv.
1884. Er hér um gjörbyltingu frá fyrstu félagslögunum að
ræða. I þeim lögum var aðaláherzlan lögð á sjóðmyndun og
vakningastarfsemi, en nú hvílir meginþunginn á samstarfi