Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 34

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 34
um búnaðarframkvæmdir. Voru nú öll önnur viðhorf gagn- vart félagssjóði, og mun þar hvort tveggja hafa valdið, reynsla fyrri ára og enn verri fjárhagsástæður. Verður nú drepið á nokkur helztu atriði hinna nýju félagslaga. Samkvæmt 2. gr. var það tilgangur félagsins „að efla vel- megun og framfarir búenda í hreppnum, einkum með því að slétta tún, hlaða túngarða, veita vatni á engjar, skera fram of votar mýrar, plægja og herfa til gras- og matjurta- ræktar, byggja sáðgarða, taka upp móskurð, auka allan áburð og hagræða honum vel, grafa brunna, færa að grjót til bygginga og byggja heyhlöður, leggja stund á fjárrækt og kynbætur". Við inngöngu í félagið greiðir hver félagi 2 króna gjald í eitt skipti fyrir öll, en árstillög eru afnumin. í stað þeirra er lögð skylduvinna á hvern félagsmann, 12 dagsverk á ári, nema einyrkjar sluppu með 6 dagsverk. Vinna þessi var umfram skylduvinnu þeirrar, er hvíldi á leiguliðunum, „samkvæmt byggingarbréfunum og óumflýjanlegra húsa- bygginga og endurbóta á húsum“. Félaginu var skipt í flokka undir stjórn flokksforingja, er að haustinu skulu skoða unnar jarðabætur og gefa skýrslu um. Þannig var lagt í dagsverk, að eitt dagsverk var talið hvert fyrir sig: 8 fer- faðmar í túnasléttum, 3 faðmar í venjulegum túngörðum og 1 faðmur í tvíhlöðnum grjótgörðum. Aðrar jarðabætur varð flokksforingi að leggja í dagsverk. Stjórn félagsins var skipuð þrem mönnum og jafnmörg- um til vara. A þessu tímabili, eða fram að 1925, eru félagslögin þrisvar endurskoðuð. Fyrsta endurskoðunin fór fram 1889. Helztu breytingar eru: Inntökugjald er lagt niður, en tekið upp fast árgjald, 1 króna á félaga. Skylduvinnan er hækkuð: 12 dagsverk í 15 dagsverk og 6 dagsverk einyrkja í 7 dagsverk. Onnur greinin, sem fjallar um tilgang félagsins, er stytt og verður almennara eðlis, en samkvæmt henni ber félaginu „að efla búnaðarlegar og verklegar framfarir meðal félags- manna í öllum greinum". Árið 1905 er skylduvinnan aftur færð í upprunalegt horf,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.