Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 39

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 39
39 félagsmanna og því erfitt um flutninga. Félagið mun svo hafa verið rofið skömmu eftir nýár 1907, vél og aktygi seld, og keypti Jósef á Hjallalandi vélina fyrir lítið verð. Frekar lítið mun hún hafa verið notuð eftir það, enda þótti hún aldrei slá vel, nema á sérstaklega góðu engi. Þá snúum við okkur að Búnaðarfélagi Sveinsstaðahrepps. Upp úr aldamótunum gætir töluverðrar vakningar í félag- inu, þó að framkvæmdirnar væru enn um sinn fremur hæg- fara. Plógurinn er tekinn í notkun og önnur vinnutæki batna, jafnframt því sem verkkunnátta eykst smám saman. Naut hér við áhrifa frá sonarsyni Olafs á Sveinsstöðum, Magnúsi Jónssyni, sem dvalið hafði í Noregi við verklegt nám. Við heimkomuna 1903 var samið við Magnús „að ferðast meðal félagsmanna til þess að leiðbeina þeim í jarða- bótavinnu“. Á sama fundi og þetta gerðist óskuðu 7 félags- menn eftir að fá Magnús til þess að herfa og plægja fyrir sig í 18 daga samtals. Sennilega hefir eitthvað orðið úr þess- um framkvæmdum, en hjá öllum pantendum mun Magnús ekki hafa unnið, því að sumir þeirra láta ekki mæla hjá sér túnasléttur tvö næstu árin. Árin 1904—1905 hafði Magnús Jónsson plægingakennslu á Sveinsstöðum með styrk frá Búnaðarfélagi Islands. Annar Sveinstæðingur, Sigurður Jónsson í Oxl, hafði nokkru síð- ar, 1912, plægingakennslu með líkum kjörum. Nú er aldan vakin. Hesturinn er að koma til hjálpar við jarðabótastörfin. Auk Magnúsar á Sveinsstöðum kemur hér við sögu Jón S. Melstað á Akureyri, síðar bóndi á Hallgils- stöðum. Jón var Húnvetningur að ætt og hafði dvalizt nokk- ur ár í Noregi, bæði við nám og í vist á góðu sveitaheimili, þar sem hann lærði meðferð jarðyrkjuverkfæra. Eftir heim- komuna stundaði hann svo jarðabótastörf á Akureyri. Svo er það fyrri hluta árs 1906, að Sveinstæðingar semja um plægingar við Jón Melstað. Um það segir svo í gjörðabók félagsins: (Var hann) „ráðinn til þess starfa í 6 vikur mót 4 kr. kaupi um daginn og leggi hann sér til 1 hest í 10 tíma á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.