Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 60
61
SAMANDREGIt) YFIRLIT.
Árferðisskýrslur okkar sýna, að meiri eða minni grasbrest-
ur, sennilega vegna kalskemmda, er mjög algengt fyrir-
brigði hér á landi og að mikil grasleysisár, um allt land,
koma sennilega að meðaltali á 20 ára fresti.
Kalhættan er mest, þegar kalt vor kemur á eftir hörðum
vetri, þannig að mikill klaki er í jörðinni. Góðviðriskaflar
síðari hluta vetrar og um sumarmálin, inn á milli harðind-
anna, eru sérstaklega háskalegir.
Ef góður og stöðugur bati kemur á eftir óslitnum harð-
indum, er sjaldan kalið. Eins er hættan af vorkuldunum
minni, ef veturinn hefur verið mildur og jörð er lítið fros-
in og sennilega engin, ef jörð nær að þiðna áður en vor-
kuldarnir hefjast.
Kalið má flokka í 4 tegundir:
1. Frostkal. Kemur aðallega til greina á vorin eftir að
jörð er farin að gróa. Plönturnar krókna og visna í vorkuld-
anum, án þess um eiginlegar aflfræðilegar (Mekaniskar)
skemmdir sé að ræða.
2. Klakakal. Klakinn í jörðinni lyftir jurtunum og verð-
ur þess valdandi, að ræturnar slitna eða raskast, svo þær ná
eigi í vatn, þegar jörð fer að þorna.
3. Svellkal. Vatn og krap, sem situr á yfirborðinu á vor-
in, eða rennur yfir það, þiðnar þar og frýs á víxl, sprengir
eða slítur jarðstöngla jurtanna. Sennilega algengasta kalið.
4. Rotkal. Verður helzt á ófrosinni eða lítið frosinni
jörð, undir þykku snjólagi og orsakast af vatnsaga, loftleysi
og sveppastarfsemi (Fusarium). Þetta kal stendur því í engu
sambandi við frost og klaka.
Kalið stendur enn fremur í nánu sambandi við:
1. Jarðveginn. Kalhættan er mest í leir- og mýrajarðvegi,
sem tekur miklum rúmmálsbreytingum við að frjósa, en
þiðnar seint.
2. Vatnið í jarðveginum. Sé jarðvegurinn mettaður af
vatni, þegar hann frýs, eða geti hann dregið í sig vatn frá