Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 64
FRIÐRIK PÁLMASON:
AminósÝruinnihald íslenzks grass.
THE AMINO ACID CONTENT OF
ICELANDIC GRASS.
1. Aminósýrur í efnaskiptum og næringu.
Meginhluti hvatanna (enzym), sem stjórna efnaskiptum
lífveranna, hvort sem um er að ræða æðstu spendýr eða
lægstu gerla, er myndaður af proteinsamböndum.1) Sjálf
eru proteinsamböndin samsett af svonefndum aminósýr-
um. Eiginleikar hvatanna eru að verulegu leyti taldir mót-
ast af því, hvaða aminósýrur mynda proteinhluta hvatans
og einnig af því, í hvaða röð aminósýrurnar eru tengdar
saman. Erfðavísarnir (gen) stýra samkeðjum aminósýranna
í proteininu, ákveða hvaða aminósýrur tengjast saman og
í hvaða röð þær tengjast saman. Erfðavísarnir móta þannig
hvatana og hvatarnir framkalla hina ýmsu arfgengu eigin-
leika með áhrifum sínum á efnaskiptin.
Ýmis hormón eru einnig mynduð af proteinsamböndum,
t. d. prolactin og insulin. Prolactin hefur áhrif á starfsemi
mjólkurkirtlanna og skortur á insulini veldur sykursýki.
Ennfremur er stærsti hluti litarefnis blóðsins, þ. e. globin-
hluti hæmóglobinsins, proteinsamband.
Proteinin þarfnast stöðugrar endurnýjunar við, ekki að-
eins meðan lífveran vex, heldur allt lífið. Fæðan verður
þess vegna ávallt að innihalda aminósýrur eða hráefni til
1) Oft er talað um eggjahvítu í stað proteins, einnig á öðrum mál-
um (d. æggehvide, þ. Eiweiss). Orðið protein fer vel í fslenzku máli, er
hvorugkyns og beygist eins og mein. Auk þess hefur orðið þann kost að
vera alþjóðlegt og veldur síður misskilningi en eggjahvíta.
5