Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 67
2. Rannsóknir á aminósýminnihaldi íslenzks grass.
2 a. Efni og aðferðir.
Efnagreiningarnar, sem hér verður greint frá, eru gerðar
á grassýnishornum úr áburðartilraunum með vaxandi
skammta af köfnunarefni. Sýnishornin eru úr 1. slætti 1960
á Akureyri og Reykhólum. Frá Reykhólum eru sýnishorn-
in úr reitum, sem fengu sem svarar 0, 20, 40, 80 og 120 kg
N/ha. A Akureyri er um að ræða reiti, sem fengu 80 og
120 kg N/ha. Grunnáburður var á báðum stöðum 60 kg
P2O5 og 75 kg K20 á hektara.
Sýnishornin voru hitaþurrkuð og fínmöluð, að loknum
slætti, og efnagreind þannig. Er því um að ræða efnagrein-
ingar á grasmjöli, fremur en á heyi, og má ráða nokkuð af
niðurstöðunum um gildi grasmjölsproteins í fóðurblöndur
handa svínum og hænsnum.
Efnagreiningarnar voru gerðar með jónskipta-krómató-
grafiskri aðferð. Þessi aðferð er talin sú nákvæmasta, sem
völ er á í dag til ákvörðunar á aminósýrum. Bandaríkja-
mennirnir Stein og Moore endurbættu aðferðina um 1950,
þannig, að magnið af aminósýrum kemur fram sem sveifl-
ur á línuriti sjálfritandi mælitækis. Þessar endurbætur
höfðu í fór með sér, að unnt varð að stytta efnagreiningar-
tímann fyrir hvert sýnishorn úr viku í 24 tíma og nú eru
til tæki, sem ljúka slíkri efnagreiningu á 6 tímum. Á þess-
um 6 tímum er unnt að ákveða magn næstum allra aminó-
sýranna í hverju sýnishorni. Unnið er að rannsóknum á
svonefndum gaskrómatógrafíumælingum til notkunar við
aminósýruákvarðanir og verði fært að nota þá tækni, stytt-
ist efnagreiningatíminn niður í 1 tíma eða minna.
Síðustu árin hafa rannsóknir á aminósýruinnihaldi fóður-
og fæðutegunda stóraukizt víða um heim og er það fyrst
og fremst að þakka framförum í efnagreiningatækni.