Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Qupperneq 71
72
vegar að afildast ('redúserast) þar til ammonium myndast,
áður en þau geta notast til aminósýrumyndunar.
Hlutdeild allra aminósýranna í hráproteininu, nema pro-
lins, tyrosins og arginins, eykst, þegar köfnunarefnisáburð-
urinn vex frá 0—40 kg N/ha (tafla 2). Köfnunarefnisskort- >
ur hefur ekki einungis takmarkað upptöku köfnunarefnis,
þegar ekkert köfnunarefni er borið á, eins og kemur fram í
lægra hráproteininnihaldi grassins við 0 kg N/ha, heldur
einnig verið takmarkandi fyrir myndun aminósýranna úr
hinu upptekna köfnunarefni. Með öðrum orðum, þegar
ekkert köfnunarefni er borið á, fer hlutfallslega stærri hluti
af hinu upptekna köfnunarefni í framleiðslu annarra köfn-
unarefnissambanda en aminósýra, heldur en fer í slíka fram-
leiðslu, þegar 40—120 kg N/ha er borið á. Meðal þessarra
köfnunarefnissambanda eru kjarnasýrur, sem eru nauðsyn-
legar fyrir proteinmyndunina, eins og áður er sagt.
Hvað snertir hinar lífsnauðsynlegu aminósýrur, virðist
óhætt að álykta að gæði hráproteinsins séu ekki verulega
háð áburðarmagninu á bilinu 0—120 kg N/ha, þó að at-
hugunin leiði í ljós, að innihald hráproteinsins af lífsnauð-
synlegum aminósýrum sé lítið eitt hagstæðara við 40 og 80
kg. N/ha en við 0 og 120 kg N/ha. Þess ber að gæta að breyt-
ingar á innihaldi hráproteinsins af methionini, cystini og
tryptophani eru ekki teknar með í reikninginn, þar eð magn
þessara aminósýra var ekki mælt.
Samanburður á hráproteininu í sýnishornunum frá Ak-
ureyri og Reykhólum (tafla 2) leiðir í ljós, að hráproteinið
í Akureyrargrasinu inniheldur meira en hráprotein Reyk-
hólagrassins af svo til öllum aminósýrum. Hins vegar er
mun minna hráprotein í þurrefni Akureyrargrassins og þar
með einnig minna af aminósýrum í þurrefni þess, eins og
áður er getið.
Ýmsar orsakir geta valdið muninum á protein- og aminó-
sýruinnihaldi grassins á þessum tveimur tilraunastöðum.
Helzt kemur til greina meira nýtanlegt magn köfnunarefn-
is í jarðvegi tilraunalandsins á Reykhólum, en einnig
þroskastigsmunur á grasinu og mismunandi gróðurfar.