Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 72
73
Reykhólagrasið var slegið 10 dögum fyrr en grasið á Akur-
eyri, veður var heitara og þurrara á Akureyri, en heyupp-
skeran var mun meiri á Reykhólum. Meðaluppskera frá
byrjun tilraunarinnar til ársins 1960 er svipuð í tilsvarandi
tilraunaliðum á Reykhólum og Akureyri, en frá 1960 til
1964, að báðum árum meðtöldum, mun meiri á Reykhól-
um. Uppskeran hefur farið vaxandi með árunum í öllum
liðum tilraunarinnar á Reykhólum, en nokkurn veginn
staðið í stað á Akureyri. A Akureyri er tilraunin lögð út á
gamalræktuðu valllendistúni, en á Reykhólum á framræstri
mýri. Má teljast líklegt, að rotnun lífrænna efna í mýrar-
jarðveginum á Reykhólum hafi smám saman aukizt og það
köfnunarefni, sem þar með losnaði úr læðingi hafi valdið
mestu um, að uppskeran reyndist meiri og proteinríkari
á Reykhólum en við sömu áburðarskammta á Akureyri.
2 c. Samanburður á aminósýruinnihaldi ílenzks grass og
annarra fóðurtegunda.
í töflu 3 er borið saman aminósýruinnihald íslenzks grass
og þörf svína og hænsna fyrir sömu aminósýrur. Eins og
áður hefur verið nefnt, voru grassýnishornin frá Akureyri
og Reykhólum hitaþurrkuð og fínmöluð fyrir efnagrein-
ingu, svo réttast er að tala um grasmjöl, en ekki um gras eða
hey. Innan sviga í töflu 3 eru tölur teknar eftir efnagrein-
ingu á erlendu heyi, þar eð þessar aminósýrur voru ekki á-
kvarðaðar í íslenzku sýnishornunum. Ef til vill er innhald
íslenzku sýnishornanna af þessum aminósýrum nokkuð
hærra en innihald erlenda heysins, eins og sjá má af eftir-
farandi: Af töflu 4 má ráða, að proteinið í erlenda heyinu
hefur svo til sömu samsetningu og proteinið í íslenzka gras-
mjölinu, en mun meira protein er í þurrefni íslenzka gras-
mjölsins, en í þurrefni erlenda heysins. Af ofangreindu leið-
ir að aminósýruinnihaldið í prósent af þurrefni er hærra
í íslenzka grasmjölinu en í erlenda heyinu. Má ætla, að
þessu sé eins farið með methionin, cystin og tryptophan
eins og með þær aminósýrur, sem samanburðurinn nær til.