Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 87

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 87
88 einvörðungu í úthaga, þá er bæði kjarnfóðurþörfin miklu meiri og ástæða til að nota próteinauðugri kjarnfóðurblönd- ur. Sama getur líka gilt um túnbeit á haustin eftir að grös eru hætt að spretta. Kjarnfóður er dýrt og heyrist oft um það kvartað, og víst er það, að hver fóðureining í kjarnfóðri er að öllum jafnaði snöggtum dýrari en í heyfóðri. Þykir mér líklegt, að þar muni allt að helmingi eða meira. Hitt er aftur á móti fjar- stæða, er stundum heyrist fleygt, að ekki borgi sig að gefa kjarnfóður. Miðað við mjólkurverð til bænda nú, er verð- mæti þeirrar mjólkur, sem á að fást fyrir kjarnfóðureining- una, þrefalt við verð hennar, sé kjarnfóðrið rétt notað, en á því hygg ég að sé mjög mikill misbrestur. Flestum mun þó finnast kjarnfóðurreikningur sinn nægilega hár og ætti það því að vera kappsmál hygginna bænda að nota þetta dýra fóður af fullkominni hagsýni. Reynsla mín og athuganir á þessu benda þó í allt aðra átt, og þótt sú vitneskja sé fengin af takmörkuðu svæði, þá ætla ég að ástandið muni ekki betra annars staðar. Sam- kvæmt mínum athugunum verð ég að telja það nánast und- antekningu, að kjarnfóður sé notað handa mjólkurkúm af fullkominni nákvæmni og hagsýni. Skal ég nú rekja stutt- lega þá helztu ágalla, er ég tel vera á kjarnfóðurnotkuninni, en vitneskja mín um þetta er fengin úr mjólkurskýrslum. 1. Sá er gallinn verstur, þegar bændur færa ekki kjarn- fóðurgjöfina í mjólkurskýrslurnar eða telja það fram í einu lagi fyrir hverja kú, því það vekur grun um, að viðkomandi hafi enga hugmynd um hvernig nota eigi kjarnfóðrið eða til hvers skýrslurnar eru færðar. 2. Það er nokkuð algengt, að kúm er ekki gefið nægilegt kjarnfóður meðan þær eru í hæstri nyt. Svo virðist sem sumir bændur hafi sett sér ákveðið kjarnfóðurhámark og fari alls ekki yfir það. Þetta hámark getur verið 3 eða 4 kg, en yfir það fara þeir ógjarnan, hvort sem kýrin fer í 16, 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.