Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 99
100
Frá ævifélagadeild Akureyrar:
Árni Jónsson, Háteigi.
Ármann Dalmannsson, Akureyri.
Jón Rögnvaldsson, Akureyri.
Björn Þórðarson, Akureyri.
Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga:
Egill Bjarnason, Sauðárkróki.
Bjarni Halldórsson, Uppsölum.
Frá Búnaðarsambandi A.-Hún.:
Bjarni Frímannsson, Efri-Mýrum.
Frá Búnaðarsambandi V.-Hún.:
Sigurður Líndal, Lækjarmóti.
Aðalbjörn Benediktsson, Aðalbóli.
Þá voru og mættir á fundinum stjórnarnefndarmenn,
Ólafur Jónsson og Jónas Kristjánsson og sömuleiðis Jó-
hannes Sigvaldason forstöðumaður Efnarannsóknarstofu
Norðurlands.
2. Skýrsla stjórnarinnar:
I fjarveru formanns og varaformanns, sem báðir voru er-
lendis, gerði Ólafur Jónsson grein fyrir störfum stjórnar-
innar. Ræddi hann um Ársritið og gat þess að það mundi
ekki koma út á þessu ári, og Jóhannes Sigvaldason forstöðu-
maður Efnarannsóknarstofu Norðurlands mundi nú taka
við sem ritstjóri Ársritsins.
Snerust störf stjórnarinnar að verulegu leyti um stofnun
Efnarannsóknarstofunnar. Hafði stjórnin skrifað fjármála-
ráðuneytinu og farið fram á nokkurt framlag til Efnarann-