Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 5
MARKÚS Á. EINARSSON:
Um búveðurfræði
Erindi flutt d fundi hjá Félagi íslenzkra búfrœðikandidata
að Bifröst í Borgarfirði 24. ágúst 1968.
Búveðurfræði byggir á þeirri grein veðurfræði, sem nefna
má míkróveðurfræði, en hún fjallar um hegðun veðurs og
veðurþátta í því loftlagi, sem næst er jörðu. Stundum er þá
átt við neðstu tvo metra lofthjúpsins, stundum neðstu tiu
eða jafnvel hundrað metrana allt eftir eðli viðfangsefna.
Rannsóknir á útbreiðslu reyks og óhreininda næst jörðu,
sem nú eru mjög á döfinni krefjast mælinga nokkuð hátt á
loft, en sé um mælingar í gróðurhæð að ræða, er yfirleitt
mælt nær jörðu en gert er í almennum veðurathugunum,
eða minna en 2 m hæð, enda allflestur nytjagróður lægri
en það. Til gamans má þó nefna undantekningu, þar sem
er skóglendi, því að yfirborð skóglendisins, þ. e. trjátopp-
arnir, eru gjarnan í 30 m hæð eða svo, og mynda þar nýtt
yfirborð í veðurfræðilegum skilningi, og þarf því að mæla
upp í gegnum skóginn.
Hin almenna veðurþjónusta byggir á dreifðum veðurat-
hugunum, þar sem leitazt er við að greina megindrætti þess
veðurlags, sem hverju sinni er ríkjandi. Á þessum athugun-
um byggja veðurfræðingar veðurspár sínar og veðurfars-
flokkanir. Míkróveðurfræðin leitar aftur á móti hinna fínu
drátta veðursins. Hún leitar þeirra nær jörðu en almennt
er, reynir að bæta í þær eyður, sem óhjákvæmilega eru á
milli veðurathugunarstöðva og rekur áhrif minnstu dal-
verpa eða hóla á veðrið. í míkróveðurfræðinni skipta oft
miklu máli þættir, sem lítið koma við sögu í almennri þjón-
ustu.
Mig langar í þessu erindi að spjalla dálítið um þá þætti,
sem mest koma við sögu í búveðurfræði, hegðun þeirra og