Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 14
lfi
má sjá, að sérstakar rannsóknir á smáum landsvæðum eru
í mörgum tilvikum til mikils gagns. Eru þá ákveðnir veður-
þættir athugaðir á mörgum mælistöðum í skamman tíma og
breytileiki þeirra á svæðinu kortlagður. A þennan hátt má
m. a. henda á heppilega ræktunarstaði, eða vara við stöðum,
þar sem frosthætta er óvenjumikil.
e. Beinar athuganir samfara ræktunartilraunum.
Að lokum er rétt að benda á þann þátt búveðurfræðinn-
ar, sem byggja þarf upp í hvað nánustum tengslum við til-
raunastarfsemi í landbúnaði. í stuttu máli er hér um að
ræða að tengja saman og finna samband ákveðinna veður-
þátta annars vegar og vaxtar eða uppskeru hins vegar. Einn-
ig getur verið um að ræða tilraunir, sem sérstaklega eru
gerðar til athugunar á hegðun veðurþátta við breytilegar
aðstæður. I þessu sambandi er rétt að hafa í huga, að þegar
um er að ræða veður í gróðurhæð er ekki lengur út í bláinn
að tala um að breyta veðri. Það er í rauninni gert nú þegar
á hinn margvíslegasta hátt, með skjólbeltum, með ræktun
undir plasti, með úðun, með mismunandi vinnslu jarðvegs
og þar með breytilegu yfirborði og fleira mætti telja. Það
sem máli skiptir er, að höfð séu áhrif á veðrið á sem skyn-
samlegastan hátt, og tel ég, að í þeim efnum ætti veður-
fræðin að geta orðið að talsverðu liði.
Heimildir:
1. Einarsson, Markús Á., 1966: „Global radiation in Reykja-
vík and its relation to some meteorological elements".
Meteorologiske Annaler, Bd. 4, Nr. 20, Oslo 1966.
2. Munn, R. E„ 1966: Descriptive Micrometeorology, Ad-
vances in Geophysics, Supplement 1, Academic Press,
New York, London, 1966.
3. Einarsson, Markús Á., 1968: Um míkró- og búveður-
fræðimælingar að Sóllandi í Eossvogi. Veðurstofa íslands
1968.