Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 21
23
ari við Bændaskólann á Hvanneyri og háskóladeild skólans,
skipulega grein um Nýrcekt. I þeim kafla greinarinnar sem
fjallar um frumvinnslu lands segir svo, á bls. 161:
„Djúpplæging hefur ekki sýnt kosti umfram aðrar
vinnsluaðferðir, nema þá við einstöku aðstæður, en ýmsa
galla, og er því ekki hægt að mæla með Skerpiplóg eða
öðrum álíka stórum plógum til umferðavinnslu, þar sem
þeir eiga svo óvíða við.“
Hér er Skerpiplógurinn að sönnu ekki dæmdur afveg úr
leik, né plæging með honum, en samt verður þetta dauða-
dómur um slík vinnubrögð, ef ekki þykir ráðlegt að nota
plóginn við umferðavinnslu við að brjóta land, því vitan-
lega kemur ekki til greina, að piógurinn sé notaður sem
heimilisverkfæri, við þær „einstöku aðstæður“ þar sem
vinnubrögð hans eiga við, „óvíða“, að dómi ráðunautsins.
Þetta voru dómsorð vísindamannanna þriggja sem ég nefndi
i upphafi greinar þessarar. — En hér er meira í efni.
I Ársriti Rf. Nl. 1966 birtir Tilraunastofnun Bændaskól-
ans á Hvanneyri skýrslu um Tilraun með jarðvinnslu. í lok
Irennar segir meðal annars:
„Skerpiplægðu landi er hætt við að missíga og verður
óslétt.“ Ennfremur segir um niðurstöður af tilrauninni:
„Af þessum niðurstöðum má draga þær ályktanir, að sízt
sé lakara að Skerpiplægja mýrar eins og hér er um að ræða,
en munurinn er svo lítill, að vafasamt verður að teljast, að
djúpplæging borgi sig. Ef djúpt er plægt verður að taka
með í reikninginn, að við jöfnun landsins þarf meiri vand-
virkni á djúpplægðu landi og jöfnunin verður því dýr-
ari.“
Þótt hér sé Skerpiplæging ekki beinlínis fordæmd, er
niðurstaðan: að ekkert sé unnið við hana, hagnaður lítill
sem enginn, en ókostir töluverðir.
Um þessa Hvanneyrartilraun ritaði ég í Ársrit Rf. Nl.
í fyrra, 1967, greinina Tilraunir d villigötum, og vísast til
þess. En þessi Hvanneyrartilraun er hið eina, sem ég til
veit, með tilraunasniði, sem fram hefir komið viðvíkjandi
notkun Skerpiplógsins hér á landi. Hitt er svo annað mál