Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 23
25
landbúnaðarins, verða hins vegar mikill áfellisdómur um
Skerpiplóginn og notkun hans, eins og þeir haga frásögnum
sínum og ályktunum.
Þá er það fullyrðing doktor hjarna, að kalskemmdir á
landi sem var djúpplægt við ræktunina, stafi „eflaust" af
því, „að upp hefur verið plægður mjög ófrjór eða „dauður“
jarðvegur." Hér er ekkert af dregið, þetta er „eflaust". En
við að athuga þessa fullyrðingu vakna sterkar grunsemdir
um, að þær séu ekki byggðar á sérlega traustum vísindaleg-
um grundvelli. Vel má vera, að einhvers staðar þar eystra
hafi orðið þau mistök, að plægt hafi verið með Skerpiplóg
mýrlendi sem ekki hefði átt að plægja til dýptar, og að upp
hafi verið plægður „dauður“ eða jafnvel „eitraður" jarð-
vegur, sem svo er kallað stundum, en heldur tel ég ólíklegt,
að það hafi verið gert svo víða, að slíkar aðgerðir hafi sett
svip á kalið þar um sveitir.
En hér þarf ekkert að halda. Það var ósköp einfalt mái
fyrir þá vísindamenn, sem athuguðu kalið þar eystra vorið
1965, að komast að raun um hvort og hvar hefði verið
plægður upp „mjög ófrjór eða „dauður“ jarðvegur“. Slíkt
segir að jafnaði mjög greinilega til sín við jyrstu sáningu í
iandið, hvort sem sáð er tif grænfóðurs eða til túns. Ef slíkt
misferli kemur ekki fram sáningarárið, er engin hætta á
því, að áhrifa frá ófrjóum eða „dauðum“ jarðvegi, sem upp
hafi verið plægður gæti síðar og sízt af öflu eftir fleiri ár.
Þetta er svo alkunnugt og eðlilegt að ekki þarf um að
ræða. Hér virðist því skjóta nokkuð skökku við um rann-
sókn og mat á kali. En hvað um það, ekki segja slík mistök
þótt þau hafi átt sér stað, peitt um nothæli Skerpiplógsins
og Skerpiplægingar.
Þótt svo kunni til að takast, við Skerpiplægingu, að á stöku
stað korni upp „dauður“ jarðvegur, er ekki mikil hætta á
ferðum, afleiðing þess verður aðeins, að í grænfóðurakrin-
um koma fram nokkrir lélegir blettir. Það dregur auð-
vitað lítið eitt úr uppskeru það árið, en slíkt jafnar sig
vanalega á öðru ári, ef ekki er um mikið að ræða. Mikil
brögð geta því aðeins orðið að því, að upp komi ,,dauður“