Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Page 25
27
þá var engin skurðgröfutækni komin til sögunnar, engir
beltatraktorar og enginn Skerpiplógur.*
Arið 1949 kemst ég svo að orði:
„Mest allt landnám og nær öll nýbyggð til búskapar á
næstu áratugum er mjög við það bundin, að með hröðum
og stórum tökum verði að því unnið að gera hin miklu og
góðu mýrlendi, sem bezt liggja við byggð og búsetu, ræktan-
leg með framræslu.
Dauði hvílir yfir öllu landnámi ríkisins og framkvæmd
{>ess að reisa nýbýli og byggðahverfi, á meðan vér komum
eigi svo fótum fyrir oss í því máli, að ávallt sé fyrir hendi
í eigu ríkisins eða á þess vegum gnægð af ræstu landi, sem
búið er að bíða ræst, að minnsta kosti að aðalskurðum, í
10—20 ár. Búið að bíða, batna og breytast úr óræktar vot-
lendi í ágætis ræktunarland.“ (Búvélar og ræktun, bls. 44).
Þannig eru slíkar bollaleggingar bæði gamlar og nvjar,
og enginn ágreiningur um þessa hlið ræktunarmálanna.
Mikið hefir verið tekið til höndum um framræslu hin síð-
ustu 20 ár, bæði hjá Landnámi ríkisins og bændum, ekki
vantar það, hitt er efamál hvort bændur almennt hafa ráð
á því að undirbúa ræktun með 20—30 ára fyrirvara, með
framræslu mýrlendis. Ráð til að stytta slikan biðtíma vœru
7nikils virði. Eitt af þeim er sennilega skynsamleg notkun
Skerpiplógsitis, djúpplœging með honum. Þetta hafa þeir
hjá Landnámi ríkisins gert í allmiklum mæli og með ágæt-
um árangri, þar sem bezt er.
En tilgangurinn að láta hið ræsta land bíða ræktunar er
tvenns konar. Annað er að jarðvegurinn breytist til batn-
aðar, fúni og myldist, hitt að valllendisgróður nái fótfestu.
Skerpiplæging árum áður en tekið er til við frekari ræktun
landsins getur samrýmzt því fyrra, en ekki hinu síðara.
Athuga verður í þessu sambandi, að breyting gróðurs á
* í bók Þorleifs Einarssonar: Jarðvegsfræði, Reykjavík 1968, segir á bls.
194: „Síðustu úratugina hafa mikil mýraflæmi verið ræst fram og þurrkuð
hér á landi. Einkum hafa hallamýrar reynzt vel til ræktunar, enda eru þær
auðræstar. Flóamýrar eru hins vegar illþurrkanlegar, enda liggja þær ávallt
í dældum og þá oft á bak við berghöft.“