Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 26
28
hinu ræsta landi, er afleiðing breytingar á jarðvegi, en ekki
orsök breytingarinnar, þótt nokkurt samspil og víxlverkanir
kunni að vera að verki við þá framvindu.
Umfram allt. —
Ráð Jónasar form. stjórnar Rannsóknarstofnunar land-
búnaðarins standa dýpra, en að jarðvegur mýranna breytist
til batnaðar við langa bið, frá því að landið er ræst, unz
það er unnið. Annar megintilgangur hans er að notfæra
sér valllendisgróðurinn, sem kemur í mýrlendið, til þess
að geta rœktað það fremur sem grceðisléttu en sdðsléttu.
Það er mergurinn málsins, græðisléttan skal vakin upp aft-
ur, sáðsléttan afskrifuð. Þetta kemur ljóst fram í orðunum
„umfram allt að jarða ekki grasrótina djúpt,“ rætur vall-
lendisgróðurs, sem kominn er í mýrina eftir langa bið, já
jafnvel 20—30 ára bið!
En hvernig leysir svo þessi græðisléttukenning vandann
að breyta óræktarlandi í tún? Þótt hún dragi nokkuð og sé
enn hugsanleg, svo sem fyrr var, við minni úrræði, má ljóst
vera að hún er engin heildarlausn. í raun og veru kemur
hún hvergi að gagni, nema þar sem land það er rækta skal
er gróið miklum og góðum valllendisgróðri. Ekki geta allif
bændur, sem rækta mýrar, beðið í 20—30 ár, unz „vallendis-
gróðurinn hefur af sjálfum sér numið þar land.“ Og vel
getur verið að fleiri ára bið henti bóndanum ekki, þótt
skemmri sé. Margur bóndinn verður að glíma við þann
vanda að rækta mýrlendi, þar sem litlum eða engum vall-
lendisgróðri er til að tjalda. Verður þá ekki harla lítill
akkur í því að vinna sem grynnst, svo að rætur stara og
annars hálfgrasagróðurs verði sem mest við yfirborð flags-
ins? Og hvað um flagmóana, lyngmóana og hrísmóana, þar
sem enginn, eða nær enginn vallendisgróður fyrirfinnst?
Hversu vel mun hin „nýja“ græðisléttu-kenning duga til
heilla, við ræktun slíks lands? Hætt er við að það sé æði
víða, sem kenning þessi fellur um sjálfa sig.