Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 31
33
brögð geta svo sem verið gild og góð, þótt landið ræktist
lítt ti! frjósemdar með því móti.
Feilur ekki frumplæging með Skerpiplóg mætavel inn
í þessa boðuðu ræktunarhætti? Eg tel alveg vafalaust að svo
sé — víða, þegar um mýrar er að ræða. Þetta er eitthvað
annað en plæging með Skerpiplógnum og eftirfarandi herf-
ingu, eða tætingu og sáningu grasfræs, eins og látið hefir
verið duga svo alltof víða, og virðist hafa mótað álit Jónasar
á Skerpiplógnum, vegna vankanta þeirra á slíkri ræktun —
ef ræktun skal kalla —, sem alltaf hljóta að koma fram og
liggja í augum uppi.
F.n hér kemur fleira til.
Jónas ráðunautur mælir mjög með því, að bændur rækti
árlega vænar spildur af grænfóðri, Ixeði til venjtdegra fóð-
urdrýginda og í auknum mæli til úrbóta í kalárum. Fleiri
ráðamenn mæla með þessu, svo sem vonlegt er, virðist þeita
nú haft á oddinum, sbr. meðal annars samþykkt Búnaðar-
sambands Eyfirðinga um þetta í apríl 1968. Hér er sannar-
lega stefnt að öðru meira, en græðislétturæktun, þar sem
byggt er á boðorðinu: „Flmfram allt að jarða ekki grasrótina
of djúpt.“
J. j. hefir einnig bent á skilmerkilega, að kólnandi veður-
far dragi úr töðufalli. Um það segir hann í Degi 3. apríl ’68:
„Eina svarið er að auka ræktunina og reyna þannig að
standast kólnandi árferði."
Þetta tvennt, aukin ræktun vegna kólnandi árferðis og
aukin og reglubundin ræktun grænfóðurs, mikil í sniðum
í kalárum, ætti að geta stuðlað að bættum ræktunarháttum.
En í því sambandi sakna ég mjög, að J. J. bendir aðeins á,
„að auka ræktunina", en ekki með einu orði að bœta rækt-
unina. Menn þegja yfirleitt þunnu hljóði, ef minnzt er á
það úrræði, og að þess sé þörf að bœta rœktun þess „rcekt-
aða“ lands, sem bœndur búa við, jafnvel meiri þörf heldur
en að auka víðdttu þess. Enn koma mér í hug orðin í
Brandsstaðaannál: „spratt þá engin jörð, nema velræktuð
tún.“ Þau tala sínu máli um hvers virði góð ræktun tún-
anna er, þegar kólnandi veðurfar sækir heim land og þjóð.
3