Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 37
39
„Spratt þá engin jörð, nema velræktuð tún,“ segir í Brands-
staðaannál. Hvað segja gömlu eyðitúnin okkur ekki víða,
um forna frjósemi, hverju hún getur orkað eftir fleiri ár
og jafnvel áratugi.
Önnur skýring er sú, að jarðvegurinn í nýræktunum
þéttist svo fljótt og illa og sígi saman, að sáðgresinu — rót-
um jurtanna — verði lofts vant, þegar á öðru og þriðja ári
og veslist upp af þeim ástæðum. Sé þetta rétt, er þó vart
um meira að ræða en einn þátt þeirra orsaka sem leiða til
kalsins. En þótt svo sé, er vafalaust að varast ber alla óþarfa
umferð þungra vinnuvéla og farartækja um túnin, hún er
óheppileg og jafnvel skaðleg. Tilraunir bæði erlendar og
innlendar sanna það. Enn ein skýring er sú, að snefilefni
jarðvegsins, sem eru gróðrinum nattðsynleg til þrifa, gangi
svo fljótt til þurrðar þegar ræktað er eingöngu með til-
búnum áburði, að það leiði til ófarnaðar strax á öðru og
þriðja ári, er það trú sumra bænda fremur en fræðimanna.
Allt kallar þetta á tilraunir, segja menn, og bíða eftir
sannindum tilraunanna, án þess að líta til þess sem nær er.
Án þess að afneita neinu af þessu, virðist mér eðlilegt að
álykta, að meginorsakir eða orsakasamstæður hins stóra
undurs, er ársgamlar sáðsléttur stóðust kalið vorið 1968, en
eldri sléttur ekki, séu tvær, og báðar fremur augljósar og
auðskildar, án þess að djúpt sé kafað.
Ræktunin er yfirleitt og mjög víða svo lélega undirbyggð
og gerð, að hún endist ekki nema árið, þegar verulega mik-
ið ber út af um tíðarfar. Hefir þetta verið rakið margsinnis.
— Forrœktun er engin, grasfrœi er sáð i algerlega órœktaða
jörð,óheppilega unna,áburður er mest tilbúinn og ólífrœnn.
Búfjáráburður hefir ekki verið plcegður niður í flögin, eða
verið kominn saman við jarðveginn á annan hátt. Þetta
cr léleg harkaræk tun. Með þessu kemst hið nýja tún í raun
og veru ekki í neina rcekt, og því síður í góða rœkt, órækt-
arjörðinni, sem taka átti til ræktunar, hefir alls ekki verið
breytt í ræktað land. Og svo skeður ekkert annað en það
sem er ofur eðlilegt: sáðsléttan, ræktunin sem kölluð er,
endist ekki nema árið, þegar svo til tekst, að hún verður