Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 38
40
fyrir barðinu á hörðum kal-vetri og vori. — Og svo er
beðið um fræ at harðgerðari túngrösum og stofnum, sem
gefi góða raun við þessa „ræktunar“-hætti. Jafnframt þessu
er svo ofgnótt tilbúins áburðar ætlað að bæta fyrir allt sem
misgert er í hugsun og verki við túnrækt þessa.
Já, loftleysið í nýju túnunum? Vef á minnzt. Við þá
jarðvinnsluháttu sem mest tíðkast, er sannarlega ekki stuðl-
að að því, að túngrösin eigi aðgang að lífs-lofti í jarðvegin-
um. Allt sem heitir skipuleg plæging er vanrækt, og það
hefnir sín að hundsa plóginn og plægingarkunnáttuna. Og
svo er þungaumferð um túnin langt úr hófi fram.
Önnur orsakasamstæða ófarnaðarins í túnræktinni, er
meðferð nýræktartúnanna og raunar einnig eldri túna. Hér
læt ég nægja að vísa til ummæla Pálma Einarssonar land-
námsstjóra síðar í þessari grein, þar sem hann segir um or-
sakir kalsins, að þær eigi „að einum þræði rót sína að rekja
til meðferðar þeirrar, sem hið ræktaða land verður fyrir
við notkunina." Og Pálmi bætir við: „Það er mikið álag
að gera þá kröfu til ræktunar, að túnin þoli að vera tví-
slegin og ofan á það beitt aðra tíma árs, bæði haust og vor.“
— Og svo er reynt að pína túnin til að standast þessa raun,
með því að bera á þau tilbúinn áburð langt fram úr öllu
hófi, samtímis því sem þau eru svikin um búfjáráburðinn,
sums staðar og stundum af illri nauðsyn, en mjög oft án
þess að nokkur nauður reki til þess, af vantrú á þýðingu
búfjáráburðarins.
Samfara öllu þessu biður Búnaðarþing um, að: „Rann-
sókn verði látin fara fram á því, hvað vaidi sprettuleysi
mýrartúna," ('Búnaðarrit 81. árg. 1968, bls. 186) og fleira
í þeim dúr. — Það er eins og menn vilji hvorki sjá né skilja
augljós og einföld sannindi, gömul og ný.
Hið gleðilegu. —
En fátt er með öllu illt. Ef vel er að gáð boðar kalárið
síðasta stóra hluti og mikil fyrirheit. Hvað boðar það ekki
um framtíðarmöguleika sáðsléttunnar — sáðtúnanna — sem